„Þetta er tekið bráðalvarlega“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. apríl 2017 19:30 Tilkynningum um mál, þar sem læknum yfirsést alvarleg veikindi barna, hefur fjölgað hjá embætti landlæknis undanfarin ár. Starfandi landlæknir segir slík tilfelli alltaf tekin alvarlega.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ungt par hefði nýlega þurft að berjast fyrir læknisþjónustu fyrir dóttur sína, sem svo reyndist vera með heilahimnubólgu. Þeim hafði verið ráðlagt af nokkrum læknum að gefa barninu stíl, en hún endaði á gjörgæslu sökum þess hve seint heilahimnubólgan var greind. „Það kemur auðvitað alltaf illa við okkur þegar svona er. Og auðvitað dapurt að þegar þannig er að það er kannski ekki hlustað nægilega vel á foreldra. Því miður þá er hættan auðvitað miklu meiri þegar óreynt fólk er í framlínunni. Þetta er ekki algengt en þetta kemur fyrir, því miður, og þetta á helst ekki að koma fyrir,“ segir Leifur Bárðarson starfandi landlæknir. Tilkynningum um mál af þessum toga hefur fjölgað hjá Embætti landlæknis, sem Leifur segir jákvætt. Þannig sé tekið á málunum og þau sett í ákveðið ferli. „Það hefur farið mjög vaxandi núna síðustu ár. Menn eru orðnir mjög meðvitaðir um að það sé gott að skrá þetta og vinna úr þessu. Þetta er tekið bráðalvarlega og það er ekkert verið að sópa einu eða neinu undir teppið. Spítalarnir og stöðvarnar tilkynna til okkar alveg hreint hægri vinstri ef maður segir svo,“ segir Leifur. Hann hvetur foreldra til að veigra sér ekki við því að leita til læknis með veik börn. Oft sé ekki nóg að hringja. „Það er gríðarlega erfitt og vandasamt að greina eitthvað í gegnum síma og hættan er auðvitað alltaf sú að það komi ekki alveg fram í símtalinu það sem foreldrarnir eru að reyna að koma til skila. Þá er nú ágætt að hafa þessa einföldu reglu í huga að mestu sérfræðingarnir í börnum eru yfirleitt alltaf foreldrarnir. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem gamall barnaskurðlæknir.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Tilkynningum um mál, þar sem læknum yfirsést alvarleg veikindi barna, hefur fjölgað hjá embætti landlæknis undanfarin ár. Starfandi landlæknir segir slík tilfelli alltaf tekin alvarlega.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að ungt par hefði nýlega þurft að berjast fyrir læknisþjónustu fyrir dóttur sína, sem svo reyndist vera með heilahimnubólgu. Þeim hafði verið ráðlagt af nokkrum læknum að gefa barninu stíl, en hún endaði á gjörgæslu sökum þess hve seint heilahimnubólgan var greind. „Það kemur auðvitað alltaf illa við okkur þegar svona er. Og auðvitað dapurt að þegar þannig er að það er kannski ekki hlustað nægilega vel á foreldra. Því miður þá er hættan auðvitað miklu meiri þegar óreynt fólk er í framlínunni. Þetta er ekki algengt en þetta kemur fyrir, því miður, og þetta á helst ekki að koma fyrir,“ segir Leifur Bárðarson starfandi landlæknir. Tilkynningum um mál af þessum toga hefur fjölgað hjá Embætti landlæknis, sem Leifur segir jákvætt. Þannig sé tekið á málunum og þau sett í ákveðið ferli. „Það hefur farið mjög vaxandi núna síðustu ár. Menn eru orðnir mjög meðvitaðir um að það sé gott að skrá þetta og vinna úr þessu. Þetta er tekið bráðalvarlega og það er ekkert verið að sópa einu eða neinu undir teppið. Spítalarnir og stöðvarnar tilkynna til okkar alveg hreint hægri vinstri ef maður segir svo,“ segir Leifur. Hann hvetur foreldra til að veigra sér ekki við því að leita til læknis með veik börn. Oft sé ekki nóg að hringja. „Það er gríðarlega erfitt og vandasamt að greina eitthvað í gegnum síma og hættan er auðvitað alltaf sú að það komi ekki alveg fram í símtalinu það sem foreldrarnir eru að reyna að koma til skila. Þá er nú ágætt að hafa þessa einföldu reglu í huga að mestu sérfræðingarnir í börnum eru yfirleitt alltaf foreldrarnir. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem gamall barnaskurðlæknir.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira