Segir viðræður án innihalds Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Málið snýst um tæp 100 störf í fiskvinnslu á Akranesi sem munu tapast. vísir/eyþór Hugur fylgir ekki máli hjá forsvarsmönnum HB Granda í viðræðum fyrirtækisins við Akranesbæ um leiðir til að halda starfsemi áfram í bænum – um „algjörar sýndarviðræður“ er að ræða,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er ekki hægt að lesa neitt annað út úr viðtölum við forstjórann og skrif fyrirtækisins að það sé fyrir löngu búið að taka þessa ákvörðun. Því er ekkert sem stendur eftir annað, en að ekkert sé raunverulega að baki þessum viðræðum. Ég óttast það mjög,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar hér til viðtals við nafna sinn Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, í sjávarútvegstímaritinu Ægi. Þar segir forstjóri HB Granda að hagræðingin sem felst í því að hætta vinnslu á Akranesi sé svo ótvíræð að ekki sé hægt að horfa fram hjá henni. Þess vegna verði vart hjá áformum um að hætta vinnslunni og færa hana til Reykjavíkur komist. Hann slær þó þann varnagla að niðurstaða viðræðna fyrirtækisins við Akranesbæ og Faxaflóahafnir verði að liggja fyrir áður en endanlega verði tekin ákvörðun en þegar allt komi til alls sé það samfélagsleg skylda fyrirtækisins að reka fyrirtækið með hagnaði og gefa þannig til baka til samfélagsins. Frá sjónarhóli Vilhjálms Birgissonar er þó ljóst að 99,9% líkur séu á því að viðræðurnar við bæjaryfirvöld séu yfirvarp – ákvörðun um lokun á Akranesi hafi þegar verið tekin, segir Vilhjálmur vegna málsins.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags AkranessHann rifjar það upp að árið 2002 var 167 þúsundum tonna landað á Akranesi og 350 manns unnu hjá fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni, sem á þeim tíma var stærsti launagreiðandi í fjórðungnum. Í viðtalinu í Ægi, sem og í viðtali við Viðskiptablaðið á miðvikudaginn var, kemur fram, eins og þegar málið kom upp í fyrstu, að skip HB Granda hafa landað afla sínum í Reykjavík og þúsundir tonna verið flutt landleiðina til Akraness til vinnslu, og síðan til baka aftur til útflutnings í gámum eða í flug í Keflavík. Þetta fyrirkomulag hafi borið sig fram til þessa þótt óhagkvæmt sé en nú blasi töluvert tap við starfseminni í óbreyttri mynd. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvernig það á að geta orðið breyting á þessum áformum eða hvernig menn ætla að geta afstýrt þessum áformum núna. Menn geta sett upp framtíðarsýn með ýmsum hætti en þetta blasir við okkur núna og ég sé ekki nein úrræði sem gætu komið í veg fyrir þessi áform,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson í viðtali við Viðskiptablaðið, en yfirstandandi viðræður snúa að uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Hugur fylgir ekki máli hjá forsvarsmönnum HB Granda í viðræðum fyrirtækisins við Akranesbæ um leiðir til að halda starfsemi áfram í bænum – um „algjörar sýndarviðræður“ er að ræða,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er ekki hægt að lesa neitt annað út úr viðtölum við forstjórann og skrif fyrirtækisins að það sé fyrir löngu búið að taka þessa ákvörðun. Því er ekkert sem stendur eftir annað, en að ekkert sé raunverulega að baki þessum viðræðum. Ég óttast það mjög,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar hér til viðtals við nafna sinn Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, í sjávarútvegstímaritinu Ægi. Þar segir forstjóri HB Granda að hagræðingin sem felst í því að hætta vinnslu á Akranesi sé svo ótvíræð að ekki sé hægt að horfa fram hjá henni. Þess vegna verði vart hjá áformum um að hætta vinnslunni og færa hana til Reykjavíkur komist. Hann slær þó þann varnagla að niðurstaða viðræðna fyrirtækisins við Akranesbæ og Faxaflóahafnir verði að liggja fyrir áður en endanlega verði tekin ákvörðun en þegar allt komi til alls sé það samfélagsleg skylda fyrirtækisins að reka fyrirtækið með hagnaði og gefa þannig til baka til samfélagsins. Frá sjónarhóli Vilhjálms Birgissonar er þó ljóst að 99,9% líkur séu á því að viðræðurnar við bæjaryfirvöld séu yfirvarp – ákvörðun um lokun á Akranesi hafi þegar verið tekin, segir Vilhjálmur vegna málsins.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags AkranessHann rifjar það upp að árið 2002 var 167 þúsundum tonna landað á Akranesi og 350 manns unnu hjá fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni, sem á þeim tíma var stærsti launagreiðandi í fjórðungnum. Í viðtalinu í Ægi, sem og í viðtali við Viðskiptablaðið á miðvikudaginn var, kemur fram, eins og þegar málið kom upp í fyrstu, að skip HB Granda hafa landað afla sínum í Reykjavík og þúsundir tonna verið flutt landleiðina til Akraness til vinnslu, og síðan til baka aftur til útflutnings í gámum eða í flug í Keflavík. Þetta fyrirkomulag hafi borið sig fram til þessa þótt óhagkvæmt sé en nú blasi töluvert tap við starfseminni í óbreyttri mynd. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvernig það á að geta orðið breyting á þessum áformum eða hvernig menn ætla að geta afstýrt þessum áformum núna. Menn geta sett upp framtíðarsýn með ýmsum hætti en þetta blasir við okkur núna og ég sé ekki nein úrræði sem gætu komið í veg fyrir þessi áform,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson í viðtali við Viðskiptablaðið, en yfirstandandi viðræður snúa að uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira