90 hjólreiðamenn slösuðust í umferðinni á síðasta ári Benedikt Bóas skrifar 15. apríl 2017 07:00 Hjólreiðamenn mega vera á götunni en ekki er gert ráð fyrir þeim þar. Samlífið sé því ekki gott. vísir/hanna 90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira