Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.

Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“

Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“
Leiðrétting
Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar.
Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl.