Lífið

Afsökunarbeiðni Ágústu Evu til Manúelu endaði með blokki á Facebook

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manúela svarar fyrir sig.
Manúela svarar fyrir sig. Vísir
„Við þekkjumst ekki neitt og ég held ég hafi einu sinni hitt Ágústu Evu og þá var hún í Línu Langsokks búningi og ég fékk mynd af dóttir minni með henni,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir í Brennslunni á FM957 í morgun. Hún mætti í þáttinn til að ræða prufurnar sem framundan eru í Miss Universe og standa þær yfir út apríl.

Manúela ræddi einnig uppákomuna á dögunum þegar Ágústa Eva Erlendsdóttir setti inn athugasemd við Instagram-mynd hennar og skrifaði „borða“. Þar átti hún við að Manúela væri of mjó og þyrfti að borða.

Sjá einnig: Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“

„Þetta kom mér rosalega á óvart og ég vissi ekki einu sinni að hún væri að fylgja mér á Instagram. Ég er ekki að fylgja henni á Instagram og við höfum ekki einu sinni verið í þannig samskiptum að læka myndir hjá hvor annarri.“

Manúela segist hafa ákveðið að taka umræðuna um líkamsvirðingu á Snapchat þar sem henni hafi brugðið svo mikið.

„Mér fannst þetta svo undarlegt og þetta var svo skrítin athugasemd og því fór ég aðeins að pæla í þessu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona. Ég persónulega er ekkert sérstaklega viðkvæm fyrir þessu en komandi frá þjóðþekktri manneskju þá fannst mér þetta svolítið skrítin skilaboð sem hún var að gefa. Ég fékk rosalega mikil viðbrögð á Snapchat og margir sem sendu mér skilaboð - hvað það væri mikil þörf fyrir þessa umræðu. Umræðu um að þótt þú sért grannur, þá getur þér alveg liðið illa með líkama þinn.“

Hún vonar að þessi umræða hafi hjálpað mörgum.

„Hún sendi mér Facebook-skilaboð sem var held ég tilraun til þess að biðjast afsökunar en það fór einhvern veginn rosalega úr skorðum að það endaði með því að hún blokkaði mig á Facebook. Ég hafði aldrei ætlað mér að áreita Ágústu Evu á Facebook svo það var algjör óþarfi að blokka mig. Ef hún vill adda mér aftur þá er ég opin fyrir því, það eru enginn leiðindi í gangi. Oftast þegar ég grennist rosalega mikið þá er það útaf því að mér líður ekki vel í lífinu og þá er fólk ekkert mjög spennt fyrir svona löguðu, svona neteinelti í raun og veru.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið.


Tengdar fréttir

Athugasemdir um vöxt ekki hjálplegar

Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×