Afsökunarbeiðni Ágústu Evu til Manúelu endaði með blokki á Facebook Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2017 11:30 Manúela svarar fyrir sig. Vísir „Við þekkjumst ekki neitt og ég held ég hafi einu sinni hitt Ágústu Evu og þá var hún í Línu Langsokks búningi og ég fékk mynd af dóttir minni með henni,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir í Brennslunni á FM957 í morgun. Hún mætti í þáttinn til að ræða prufurnar sem framundan eru í Miss Universe og standa þær yfir út apríl. Manúela ræddi einnig uppákomuna á dögunum þegar Ágústa Eva Erlendsdóttir setti inn athugasemd við Instagram-mynd hennar og skrifaði „borða“. Þar átti hún við að Manúela væri of mjó og þyrfti að borða. Sjá einnig: Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ „Þetta kom mér rosalega á óvart og ég vissi ekki einu sinni að hún væri að fylgja mér á Instagram. Ég er ekki að fylgja henni á Instagram og við höfum ekki einu sinni verið í þannig samskiptum að læka myndir hjá hvor annarri.“ Manúela segist hafa ákveðið að taka umræðuna um líkamsvirðingu á Snapchat þar sem henni hafi brugðið svo mikið. „Mér fannst þetta svo undarlegt og þetta var svo skrítin athugasemd og því fór ég aðeins að pæla í þessu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona. Ég persónulega er ekkert sérstaklega viðkvæm fyrir þessu en komandi frá þjóðþekktri manneskju þá fannst mér þetta svolítið skrítin skilaboð sem hún var að gefa. Ég fékk rosalega mikil viðbrögð á Snapchat og margir sem sendu mér skilaboð - hvað það væri mikil þörf fyrir þessa umræðu. Umræðu um að þótt þú sért grannur, þá getur þér alveg liðið illa með líkama þinn.“ Hún vonar að þessi umræða hafi hjálpað mörgum. „Hún sendi mér Facebook-skilaboð sem var held ég tilraun til þess að biðjast afsökunar en það fór einhvern veginn rosalega úr skorðum að það endaði með því að hún blokkaði mig á Facebook. Ég hafði aldrei ætlað mér að áreita Ágústu Evu á Facebook svo það var algjör óþarfi að blokka mig. Ef hún vill adda mér aftur þá er ég opin fyrir því, það eru enginn leiðindi í gangi. Oftast þegar ég grennist rosalega mikið þá er það útaf því að mér líður ekki vel í lífinu og þá er fólk ekkert mjög spennt fyrir svona löguðu, svona neteinelti í raun og veru.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Tengdar fréttir Tara Margrét segir ummæli Ágústu Evu afar óviðeigandi Allir eiga rétt á að elska líkama sinn segir formaður Samtaka um líkamsvirðingu. 20. mars 2017 12:22 Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Athugasemdir um vöxt ekki hjálplegar Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum. 21. mars 2017 08:15 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Við þekkjumst ekki neitt og ég held ég hafi einu sinni hitt Ágústu Evu og þá var hún í Línu Langsokks búningi og ég fékk mynd af dóttir minni með henni,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir í Brennslunni á FM957 í morgun. Hún mætti í þáttinn til að ræða prufurnar sem framundan eru í Miss Universe og standa þær yfir út apríl. Manúela ræddi einnig uppákomuna á dögunum þegar Ágústa Eva Erlendsdóttir setti inn athugasemd við Instagram-mynd hennar og skrifaði „borða“. Þar átti hún við að Manúela væri of mjó og þyrfti að borða. Sjá einnig: Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ „Þetta kom mér rosalega á óvart og ég vissi ekki einu sinni að hún væri að fylgja mér á Instagram. Ég er ekki að fylgja henni á Instagram og við höfum ekki einu sinni verið í þannig samskiptum að læka myndir hjá hvor annarri.“ Manúela segist hafa ákveðið að taka umræðuna um líkamsvirðingu á Snapchat þar sem henni hafi brugðið svo mikið. „Mér fannst þetta svo undarlegt og þetta var svo skrítin athugasemd og því fór ég aðeins að pæla í þessu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona. Ég persónulega er ekkert sérstaklega viðkvæm fyrir þessu en komandi frá þjóðþekktri manneskju þá fannst mér þetta svolítið skrítin skilaboð sem hún var að gefa. Ég fékk rosalega mikil viðbrögð á Snapchat og margir sem sendu mér skilaboð - hvað það væri mikil þörf fyrir þessa umræðu. Umræðu um að þótt þú sért grannur, þá getur þér alveg liðið illa með líkama þinn.“ Hún vonar að þessi umræða hafi hjálpað mörgum. „Hún sendi mér Facebook-skilaboð sem var held ég tilraun til þess að biðjast afsökunar en það fór einhvern veginn rosalega úr skorðum að það endaði með því að hún blokkaði mig á Facebook. Ég hafði aldrei ætlað mér að áreita Ágústu Evu á Facebook svo það var algjör óþarfi að blokka mig. Ef hún vill adda mér aftur þá er ég opin fyrir því, það eru enginn leiðindi í gangi. Oftast þegar ég grennist rosalega mikið þá er það útaf því að mér líður ekki vel í lífinu og þá er fólk ekkert mjög spennt fyrir svona löguðu, svona neteinelti í raun og veru.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Tengdar fréttir Tara Margrét segir ummæli Ágústu Evu afar óviðeigandi Allir eiga rétt á að elska líkama sinn segir formaður Samtaka um líkamsvirðingu. 20. mars 2017 12:22 Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Athugasemdir um vöxt ekki hjálplegar Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum. 21. mars 2017 08:15 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Tara Margrét segir ummæli Ágústu Evu afar óviðeigandi Allir eiga rétt á að elska líkama sinn segir formaður Samtaka um líkamsvirðingu. 20. mars 2017 12:22
Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16
Athugasemdir um vöxt ekki hjálplegar Athugasemd á Instagram hratt af stað mikilli umræðu um líkamsvirðingu og fordóma um helgina. Það kemur varaformanni Samtaka um líkamsvirðingu ekki á óvart að málið skuli snerta við mörgum. 21. mars 2017 08:15
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein