Lífið

Er Á­gætis byrjun með Sigur Rós upp­á­halds­plata Chris Martin?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin hlustar greinilega á Sigur Rós.
Martin hlustar greinilega á Sigur Rós.
Fyrr í dag greindi Lífið frá heimsókn Chris Martin til Ken Valiant Santiago á spítalann í Manila í Filippseyjum. 

Sjá einnig: Chris Martin heimsótti aðdáanda sem berst fyrir lífi sínu rétt fyrir tónleika

Santiago berst við fjórða stigs krabbamein um þessar mundir og vegna veikindanna getur hann ekki talað. 

Þeir félagarnir töluðu því saman með því að skrifa á töflu. Fjölmargar myndir eru frá heimsókninni á Facebook og tók glöggur lesandi Lífsins eftir því að á einni myndinni stendur: „Sigur Rós Ágætis byrjun.“

Líklega hefur Ken spurt Martin um uppáhaldsplötuna hans og svarið hafi verið platan frá íslensku sveitinni. 

Hér að neðan má hlusta á plötuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×