Lífið

Chris Martin heimsótti aðdáanda sem berst fyrir lífi sínu rétt fyrir tónleika

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg gert hjá Martin.
Falleg gert hjá Martin.
Ken Valiant Santiago fékk á dögunum óvæntan glaðning  þegar átrúnaðargoð hans Chris Martin mætti í heimsókn á spítalann, en Santiago berst fyrir lífi sínu og er hann með krabbamein á fjórða stigi.

Eins og margir vita er Martin söngvarinn í hljómsveitinni Coldplay og átti sveitin að stíga á svið nokkrum klukkustundum eftir að hann mætti til Santiago.

Ken er læknanemi við Manila háskólann á Filippseyjum og hafði hann tryggt sér miða á tónleikana í Mall-Asia höllinni í Manila en vegna veikindanna gat hann ekki verið viðstaddur.

Kheil, bróðir Ken, hafði því samband við Martin í gegnum aðdáendasíðu hans á Facebook og skilaboðin rötuðu alla leið til söngvarans sem vildi endilega fá að hitta aðdáandi númer eitt á Filippseyjum.

Sökum veikinda gat Ken ekki talað þegar Martin mætti á svæðið en skrifaði niður skilaboð til hans og þar stóð; „Ég get ekki þakkað þér nægilega mikið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×