Nístandi naumhyggja Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2017 07:00 Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun