Stefnir til Los Angeles Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 7. apríl 2017 10:15 Rakel Guðjónsdóttir á framtíðina fyrir sér í dansinum. Vísir/Eyþór Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Rakel, nemandi hjá Dansstúdíói World Class, en hún tók þátt í DWC Dance Camp um síðastliðna helgi. Þetta mun vera í annað skipti sem viðburðurinn fer fram, en síðast mætti danshöfundur Beyoncé. Danshöfundurinn Antoine Troupe hrósaði Rakel upp í hástert, sem kom henni verulega á óvart. „Antoine tók eftir mér í fyrsta tímanum og hrósaði mér. Hann sagði að ég væri góður dansari og með góðan skilning á líkamanum en þyrfti bara örlítið meira sjálfstraust. Hann sagðist sjá það í augunum á mér og ég ætti að hætta að fela mig. Í seinni tímanum bað hann mig um að dansa fyrir framan alla. Ég ruglaðist alveg hrikalega mikið vegna þess að ég var svo stressuð. Hann stoppaði tónlistina og talaði svo beint við mig í dágóðan tíma á meðan ég stóð þarna á gólfinu fyrir framan alla og sagði ótrúlega hvetjandi og flotta hluti,“ segir Rakel og bætir við að þetta hafi verið alveg ótrúlegt.Að sögn viðstaddra varð Rakel mjög klökk og brast í grát af gleði, en hún bjóst víst ekki við slíku hrósi frá stjörnunni. Antoine Troupe hefur unnið með Drake, Chris Brown, Kehlani og Prince. Ásamt honum var Josh Killacky einnig að kenna, en hann er samfélagsmiðlastjarna og einn þekktasti ungi dansarinn í dansheiminum í dag. „Þeir eru báðir mjög vinsælir og virtir í dansheiminum í Bandaríkjunum og um allan heim,“ segir Rakel og bætir við að það sé frábært að fá tækifæri til að taka þátt Dance Camp. Rakel hefur æft fimleika frá því hún var ung, en byrjaði ekki í dansi fyrr en árið 2015. „Ég ákvað að prófa að mæta í einn tíma og elskaði þetta strax. Ég hef verið í danshóp Dansstúdíós World Class, frá árinu 2015 og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mörg tækifæri með hópnum og það er ótrúlega gaman,“ segir Rakel Stefnir þú á að fara út og gerast atvinnudansari? „Draumurinn er auðvitað að fara út til Los Angeles og vinna sem atvinnudansari. Ég stefni á að fara þangað sem fyrst, sækja tíma hjá alls konar kennurum, fara í prufur og fá meiri reynslu. Ég hef heyrt að þarna úti sé algengt að fá 100 nei og eitt já í dansprufum, þannig að ég er bara að undirbúa mig vel og ætla mér að ná langt,“ segir Rakel spennt. Mikil gróska er í dansheiminum á Íslandi og óhætt að segja að hér séu ungir krakkar sem stefna hátt. „Dansheimurinn hér á Íslandi er að stækka hratt og áhuginn fyrir dansi á Íslandi er alltaf að verða meiri og meiri. Og ég finn rosalega mikið fyrir því eins og til dæmis þegar ég var nýbyrjuð í menntaskóla, þá könnuðust margir við mig út af danshóp Dansstúdíós World Class þrátt fyrir að vera ekkert inni í dansheiminum. DWC leggur mikið upp úr því að veita manni tækifæri og koma dönsurunum í skólanum á framfæri. Það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Rakel. Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Rakel, nemandi hjá Dansstúdíói World Class, en hún tók þátt í DWC Dance Camp um síðastliðna helgi. Þetta mun vera í annað skipti sem viðburðurinn fer fram, en síðast mætti danshöfundur Beyoncé. Danshöfundurinn Antoine Troupe hrósaði Rakel upp í hástert, sem kom henni verulega á óvart. „Antoine tók eftir mér í fyrsta tímanum og hrósaði mér. Hann sagði að ég væri góður dansari og með góðan skilning á líkamanum en þyrfti bara örlítið meira sjálfstraust. Hann sagðist sjá það í augunum á mér og ég ætti að hætta að fela mig. Í seinni tímanum bað hann mig um að dansa fyrir framan alla. Ég ruglaðist alveg hrikalega mikið vegna þess að ég var svo stressuð. Hann stoppaði tónlistina og talaði svo beint við mig í dágóðan tíma á meðan ég stóð þarna á gólfinu fyrir framan alla og sagði ótrúlega hvetjandi og flotta hluti,“ segir Rakel og bætir við að þetta hafi verið alveg ótrúlegt.Að sögn viðstaddra varð Rakel mjög klökk og brast í grát af gleði, en hún bjóst víst ekki við slíku hrósi frá stjörnunni. Antoine Troupe hefur unnið með Drake, Chris Brown, Kehlani og Prince. Ásamt honum var Josh Killacky einnig að kenna, en hann er samfélagsmiðlastjarna og einn þekktasti ungi dansarinn í dansheiminum í dag. „Þeir eru báðir mjög vinsælir og virtir í dansheiminum í Bandaríkjunum og um allan heim,“ segir Rakel og bætir við að það sé frábært að fá tækifæri til að taka þátt Dance Camp. Rakel hefur æft fimleika frá því hún var ung, en byrjaði ekki í dansi fyrr en árið 2015. „Ég ákvað að prófa að mæta í einn tíma og elskaði þetta strax. Ég hef verið í danshóp Dansstúdíós World Class, frá árinu 2015 og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mörg tækifæri með hópnum og það er ótrúlega gaman,“ segir Rakel Stefnir þú á að fara út og gerast atvinnudansari? „Draumurinn er auðvitað að fara út til Los Angeles og vinna sem atvinnudansari. Ég stefni á að fara þangað sem fyrst, sækja tíma hjá alls konar kennurum, fara í prufur og fá meiri reynslu. Ég hef heyrt að þarna úti sé algengt að fá 100 nei og eitt já í dansprufum, þannig að ég er bara að undirbúa mig vel og ætla mér að ná langt,“ segir Rakel spennt. Mikil gróska er í dansheiminum á Íslandi og óhætt að segja að hér séu ungir krakkar sem stefna hátt. „Dansheimurinn hér á Íslandi er að stækka hratt og áhuginn fyrir dansi á Íslandi er alltaf að verða meiri og meiri. Og ég finn rosalega mikið fyrir því eins og til dæmis þegar ég var nýbyrjuð í menntaskóla, þá könnuðust margir við mig út af danshóp Dansstúdíós World Class þrátt fyrir að vera ekkert inni í dansheiminum. DWC leggur mikið upp úr því að veita manni tækifæri og koma dönsurunum í skólanum á framfæri. Það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Rakel.
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira