Stefnir til Los Angeles Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 7. apríl 2017 10:15 Rakel Guðjónsdóttir á framtíðina fyrir sér í dansinum. Vísir/Eyþór Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Rakel, nemandi hjá Dansstúdíói World Class, en hún tók þátt í DWC Dance Camp um síðastliðna helgi. Þetta mun vera í annað skipti sem viðburðurinn fer fram, en síðast mætti danshöfundur Beyoncé. Danshöfundurinn Antoine Troupe hrósaði Rakel upp í hástert, sem kom henni verulega á óvart. „Antoine tók eftir mér í fyrsta tímanum og hrósaði mér. Hann sagði að ég væri góður dansari og með góðan skilning á líkamanum en þyrfti bara örlítið meira sjálfstraust. Hann sagðist sjá það í augunum á mér og ég ætti að hætta að fela mig. Í seinni tímanum bað hann mig um að dansa fyrir framan alla. Ég ruglaðist alveg hrikalega mikið vegna þess að ég var svo stressuð. Hann stoppaði tónlistina og talaði svo beint við mig í dágóðan tíma á meðan ég stóð þarna á gólfinu fyrir framan alla og sagði ótrúlega hvetjandi og flotta hluti,“ segir Rakel og bætir við að þetta hafi verið alveg ótrúlegt.Að sögn viðstaddra varð Rakel mjög klökk og brast í grát af gleði, en hún bjóst víst ekki við slíku hrósi frá stjörnunni. Antoine Troupe hefur unnið með Drake, Chris Brown, Kehlani og Prince. Ásamt honum var Josh Killacky einnig að kenna, en hann er samfélagsmiðlastjarna og einn þekktasti ungi dansarinn í dansheiminum í dag. „Þeir eru báðir mjög vinsælir og virtir í dansheiminum í Bandaríkjunum og um allan heim,“ segir Rakel og bætir við að það sé frábært að fá tækifæri til að taka þátt Dance Camp. Rakel hefur æft fimleika frá því hún var ung, en byrjaði ekki í dansi fyrr en árið 2015. „Ég ákvað að prófa að mæta í einn tíma og elskaði þetta strax. Ég hef verið í danshóp Dansstúdíós World Class, frá árinu 2015 og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mörg tækifæri með hópnum og það er ótrúlega gaman,“ segir Rakel Stefnir þú á að fara út og gerast atvinnudansari? „Draumurinn er auðvitað að fara út til Los Angeles og vinna sem atvinnudansari. Ég stefni á að fara þangað sem fyrst, sækja tíma hjá alls konar kennurum, fara í prufur og fá meiri reynslu. Ég hef heyrt að þarna úti sé algengt að fá 100 nei og eitt já í dansprufum, þannig að ég er bara að undirbúa mig vel og ætla mér að ná langt,“ segir Rakel spennt. Mikil gróska er í dansheiminum á Íslandi og óhætt að segja að hér séu ungir krakkar sem stefna hátt. „Dansheimurinn hér á Íslandi er að stækka hratt og áhuginn fyrir dansi á Íslandi er alltaf að verða meiri og meiri. Og ég finn rosalega mikið fyrir því eins og til dæmis þegar ég var nýbyrjuð í menntaskóla, þá könnuðust margir við mig út af danshóp Dansstúdíós World Class þrátt fyrir að vera ekkert inni í dansheiminum. DWC leggur mikið upp úr því að veita manni tækifæri og koma dönsurunum í skólanum á framfæri. Það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Rakel. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Rakel, nemandi hjá Dansstúdíói World Class, en hún tók þátt í DWC Dance Camp um síðastliðna helgi. Þetta mun vera í annað skipti sem viðburðurinn fer fram, en síðast mætti danshöfundur Beyoncé. Danshöfundurinn Antoine Troupe hrósaði Rakel upp í hástert, sem kom henni verulega á óvart. „Antoine tók eftir mér í fyrsta tímanum og hrósaði mér. Hann sagði að ég væri góður dansari og með góðan skilning á líkamanum en þyrfti bara örlítið meira sjálfstraust. Hann sagðist sjá það í augunum á mér og ég ætti að hætta að fela mig. Í seinni tímanum bað hann mig um að dansa fyrir framan alla. Ég ruglaðist alveg hrikalega mikið vegna þess að ég var svo stressuð. Hann stoppaði tónlistina og talaði svo beint við mig í dágóðan tíma á meðan ég stóð þarna á gólfinu fyrir framan alla og sagði ótrúlega hvetjandi og flotta hluti,“ segir Rakel og bætir við að þetta hafi verið alveg ótrúlegt.Að sögn viðstaddra varð Rakel mjög klökk og brast í grát af gleði, en hún bjóst víst ekki við slíku hrósi frá stjörnunni. Antoine Troupe hefur unnið með Drake, Chris Brown, Kehlani og Prince. Ásamt honum var Josh Killacky einnig að kenna, en hann er samfélagsmiðlastjarna og einn þekktasti ungi dansarinn í dansheiminum í dag. „Þeir eru báðir mjög vinsælir og virtir í dansheiminum í Bandaríkjunum og um allan heim,“ segir Rakel og bætir við að það sé frábært að fá tækifæri til að taka þátt Dance Camp. Rakel hefur æft fimleika frá því hún var ung, en byrjaði ekki í dansi fyrr en árið 2015. „Ég ákvað að prófa að mæta í einn tíma og elskaði þetta strax. Ég hef verið í danshóp Dansstúdíós World Class, frá árinu 2015 og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mörg tækifæri með hópnum og það er ótrúlega gaman,“ segir Rakel Stefnir þú á að fara út og gerast atvinnudansari? „Draumurinn er auðvitað að fara út til Los Angeles og vinna sem atvinnudansari. Ég stefni á að fara þangað sem fyrst, sækja tíma hjá alls konar kennurum, fara í prufur og fá meiri reynslu. Ég hef heyrt að þarna úti sé algengt að fá 100 nei og eitt já í dansprufum, þannig að ég er bara að undirbúa mig vel og ætla mér að ná langt,“ segir Rakel spennt. Mikil gróska er í dansheiminum á Íslandi og óhætt að segja að hér séu ungir krakkar sem stefna hátt. „Dansheimurinn hér á Íslandi er að stækka hratt og áhuginn fyrir dansi á Íslandi er alltaf að verða meiri og meiri. Og ég finn rosalega mikið fyrir því eins og til dæmis þegar ég var nýbyrjuð í menntaskóla, þá könnuðust margir við mig út af danshóp Dansstúdíós World Class þrátt fyrir að vera ekkert inni í dansheiminum. DWC leggur mikið upp úr því að veita manni tækifæri og koma dönsurunum í skólanum á framfæri. Það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Rakel.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira