Stefnir til Los Angeles Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 7. apríl 2017 10:15 Rakel Guðjónsdóttir á framtíðina fyrir sér í dansinum. Vísir/Eyþór Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Rakel, nemandi hjá Dansstúdíói World Class, en hún tók þátt í DWC Dance Camp um síðastliðna helgi. Þetta mun vera í annað skipti sem viðburðurinn fer fram, en síðast mætti danshöfundur Beyoncé. Danshöfundurinn Antoine Troupe hrósaði Rakel upp í hástert, sem kom henni verulega á óvart. „Antoine tók eftir mér í fyrsta tímanum og hrósaði mér. Hann sagði að ég væri góður dansari og með góðan skilning á líkamanum en þyrfti bara örlítið meira sjálfstraust. Hann sagðist sjá það í augunum á mér og ég ætti að hætta að fela mig. Í seinni tímanum bað hann mig um að dansa fyrir framan alla. Ég ruglaðist alveg hrikalega mikið vegna þess að ég var svo stressuð. Hann stoppaði tónlistina og talaði svo beint við mig í dágóðan tíma á meðan ég stóð þarna á gólfinu fyrir framan alla og sagði ótrúlega hvetjandi og flotta hluti,“ segir Rakel og bætir við að þetta hafi verið alveg ótrúlegt.Að sögn viðstaddra varð Rakel mjög klökk og brast í grát af gleði, en hún bjóst víst ekki við slíku hrósi frá stjörnunni. Antoine Troupe hefur unnið með Drake, Chris Brown, Kehlani og Prince. Ásamt honum var Josh Killacky einnig að kenna, en hann er samfélagsmiðlastjarna og einn þekktasti ungi dansarinn í dansheiminum í dag. „Þeir eru báðir mjög vinsælir og virtir í dansheiminum í Bandaríkjunum og um allan heim,“ segir Rakel og bætir við að það sé frábært að fá tækifæri til að taka þátt Dance Camp. Rakel hefur æft fimleika frá því hún var ung, en byrjaði ekki í dansi fyrr en árið 2015. „Ég ákvað að prófa að mæta í einn tíma og elskaði þetta strax. Ég hef verið í danshóp Dansstúdíós World Class, frá árinu 2015 og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mörg tækifæri með hópnum og það er ótrúlega gaman,“ segir Rakel Stefnir þú á að fara út og gerast atvinnudansari? „Draumurinn er auðvitað að fara út til Los Angeles og vinna sem atvinnudansari. Ég stefni á að fara þangað sem fyrst, sækja tíma hjá alls konar kennurum, fara í prufur og fá meiri reynslu. Ég hef heyrt að þarna úti sé algengt að fá 100 nei og eitt já í dansprufum, þannig að ég er bara að undirbúa mig vel og ætla mér að ná langt,“ segir Rakel spennt. Mikil gróska er í dansheiminum á Íslandi og óhætt að segja að hér séu ungir krakkar sem stefna hátt. „Dansheimurinn hér á Íslandi er að stækka hratt og áhuginn fyrir dansi á Íslandi er alltaf að verða meiri og meiri. Og ég finn rosalega mikið fyrir því eins og til dæmis þegar ég var nýbyrjuð í menntaskóla, þá könnuðust margir við mig út af danshóp Dansstúdíós World Class þrátt fyrir að vera ekkert inni í dansheiminum. DWC leggur mikið upp úr því að veita manni tækifæri og koma dönsurunum í skólanum á framfæri. Það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Rakel. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Sjá meira
Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Rakel, nemandi hjá Dansstúdíói World Class, en hún tók þátt í DWC Dance Camp um síðastliðna helgi. Þetta mun vera í annað skipti sem viðburðurinn fer fram, en síðast mætti danshöfundur Beyoncé. Danshöfundurinn Antoine Troupe hrósaði Rakel upp í hástert, sem kom henni verulega á óvart. „Antoine tók eftir mér í fyrsta tímanum og hrósaði mér. Hann sagði að ég væri góður dansari og með góðan skilning á líkamanum en þyrfti bara örlítið meira sjálfstraust. Hann sagðist sjá það í augunum á mér og ég ætti að hætta að fela mig. Í seinni tímanum bað hann mig um að dansa fyrir framan alla. Ég ruglaðist alveg hrikalega mikið vegna þess að ég var svo stressuð. Hann stoppaði tónlistina og talaði svo beint við mig í dágóðan tíma á meðan ég stóð þarna á gólfinu fyrir framan alla og sagði ótrúlega hvetjandi og flotta hluti,“ segir Rakel og bætir við að þetta hafi verið alveg ótrúlegt.Að sögn viðstaddra varð Rakel mjög klökk og brast í grát af gleði, en hún bjóst víst ekki við slíku hrósi frá stjörnunni. Antoine Troupe hefur unnið með Drake, Chris Brown, Kehlani og Prince. Ásamt honum var Josh Killacky einnig að kenna, en hann er samfélagsmiðlastjarna og einn þekktasti ungi dansarinn í dansheiminum í dag. „Þeir eru báðir mjög vinsælir og virtir í dansheiminum í Bandaríkjunum og um allan heim,“ segir Rakel og bætir við að það sé frábært að fá tækifæri til að taka þátt Dance Camp. Rakel hefur æft fimleika frá því hún var ung, en byrjaði ekki í dansi fyrr en árið 2015. „Ég ákvað að prófa að mæta í einn tíma og elskaði þetta strax. Ég hef verið í danshóp Dansstúdíós World Class, frá árinu 2015 og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mörg tækifæri með hópnum og það er ótrúlega gaman,“ segir Rakel Stefnir þú á að fara út og gerast atvinnudansari? „Draumurinn er auðvitað að fara út til Los Angeles og vinna sem atvinnudansari. Ég stefni á að fara þangað sem fyrst, sækja tíma hjá alls konar kennurum, fara í prufur og fá meiri reynslu. Ég hef heyrt að þarna úti sé algengt að fá 100 nei og eitt já í dansprufum, þannig að ég er bara að undirbúa mig vel og ætla mér að ná langt,“ segir Rakel spennt. Mikil gróska er í dansheiminum á Íslandi og óhætt að segja að hér séu ungir krakkar sem stefna hátt. „Dansheimurinn hér á Íslandi er að stækka hratt og áhuginn fyrir dansi á Íslandi er alltaf að verða meiri og meiri. Og ég finn rosalega mikið fyrir því eins og til dæmis þegar ég var nýbyrjuð í menntaskóla, þá könnuðust margir við mig út af danshóp Dansstúdíós World Class þrátt fyrir að vera ekkert inni í dansheiminum. DWC leggur mikið upp úr því að veita manni tækifæri og koma dönsurunum í skólanum á framfæri. Það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Rakel.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Sjá meira