Sport

Eyþór Örn frábær á Íslandsmótinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyþór Örn gerði fína hluti í dag.
Eyþór Örn gerði fína hluti í dag.
Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram um helgina í Laugardalshöllinni. Fjölmargir keppendur fóru á kostum og var stemningin góð báða dagana.

Dominiqua Alma Belányi, Ármanni, stóð sig virkilega vel í gólfæfingunum og fékk 12.500 stig  og stóð því uppi sem sigurvegari. Irina Sazonova, Ármanni, hafnaði í öðru sæti en hún fékk 12.350 stig og Katharina Jóhannsdóttir, Fylki, fékk aðeins fimmtíu stigum minna.

Á slánni var það Irina Sazonova sem stóð uppi sem sigurvegari en hún fékk 12.550 stig. Í öðru sæti kom Tinna Óðinsdóttir með 12.450 stig.

Valgarð Reinhardsson, Gerplu, hélt áfram uppteknum hætti í dag þegar hann vann keppnina á svifrá en hann fékk 12.750 stig.

Stefán Ingvarsson, Björk, varð Íslandsmeistari á tvíslá og fékk fyrir það 12.450 stig.

Eyþór Örn Baldursson, Gerplu, stóð sig einstaklega vel í dag og varð hann Íslandsmeistari í stökki og í gólfæfingum.

Hér má sjá stigaskor dagsins.

Eyþór flottur.vísir/andri marínó
Dominiqua Alma Belányi var frábær á gólfinu í dag.vísir/andri marínó
Valgarð Reinhardsson vann keppnina á svifrávísir/andri marínó
Irina Sazonova er búin að fara á kostum um helgina.vísir/andri marínó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×