Fjölskylda varð fyrir sýruárás í Lundúnum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2017 20:07 Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty Karlmaður, kona og tveggja ára drengur urðu fyrir sýruárás í norðurhluta Lundúnum í dag. The Guardian greinir frá. Sjónarvottar að atburðinum segja að fjölskyldan hafi verið á gangi með drenginn í kerru í Islington-hverfinu í Lundúnum um hádegisbil í dag þegar árásin varð. Árásarmaðurinn kom að fólkinu og skvetti á það ætandi efni með þeim afleiðingum að það hlaut brunasár af. Áverkar fólksins benda til þess að um sýru hafi verið að ræða. Fjölskyldan er af kínversku bergi brotin en hefur verðið búsett í norðurhluta Lundúna til langs tíma. Kunningjar fjölskylduföðurins segjast fullvissir um að árásin hafi verið skipulögð og beinst sérstaklega að honum.Islington er stórt hverfi í norðurhluta Lundúna.vísir/googlemapsLögregla ásamt sjúkraliði var kölluð á vettvang eftir atlöguna og var fjölskyldan flutt á sjúkrahús með hraði. Breska rannsóknarlögreglan fullyrti í samtali við The Guardian að áverkar fjölskyldunnar væru ekki lífshættulegir. Brunasár þeirra voru helst á höndum og andliti. Móðirin og drengurinn sluppu með minniháttar meiðsl en læknar telja að faðirinn komi til með að hljóta varanleg lýti vegna brunans. Lögregla leitar enn tilræðismannsins.Sýruárásir tíðkast í mörgum ríkjum Asíu. Hér lítur kambódískt fórnarlamb á andlit sitt í spegli.vísir/gettySýruárásir eru algengar í nokkrum ríkjum Asíu, sér í lagi á Indlandi, Bangladess og í Pakistan. Stjórnvöld í ríkjunum þremur hafa gripið til lagabreytinga til þess að stemma stigu við faraldrinum. Indverjar hafa skilgreint sýruárásir sérstaklega í innlendri refsilöggjöf og er lágmarksrefsing fyrir slíkt brot tíu ár. Í Bangladess geta þeir sem sakfelldir eru fyrir sýruárás átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þrátt fyrir að árásir af þessu tagi séu fátíðari í Evrópu þrefaldaðist fjöldi sýruárása í Bretlandi frá árunum 1996 til 2012. Árið 2012 var tilkynnt um 144 árásir vegna sýru eða annarra ætandi efna þar í landi. Sérfræðingar telja að stór hluti þessara tilvika komi upp meðal asískra innflytjenda í Bretlandi. Oftar en ekki skilja árásir, þar sem ætandi efnum er beitt, eftir sig varanleg ör sem geta verið skaðleg sálarlífi fórnarlambanna. Alvarlegar sýruárásir geta jafnframt leitt til dauða. Þrátt fyrir það eru sýruárásir skilgreindar sem alvarlegar líkamsárásir en ekki tilraun til manndráps í breskum lögum Tengdar fréttir 12 ára fangelsi fyrir sýruárás Vinkona Naomi Oni skvetti sýru á hana eftir að Naomi kallaði hana ljóta. 21. mars 2014 15:03 Missti allt eftir sýruárás og árásarmennirnir ganga lausir "Það var eins og einhver hefði hent mér á bál,“ segir Sonali Mukherjee um sýruárás sem hún varð fyrir árið 2003. 21. maí 2013 13:48 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Karlmaður, kona og tveggja ára drengur urðu fyrir sýruárás í norðurhluta Lundúnum í dag. The Guardian greinir frá. Sjónarvottar að atburðinum segja að fjölskyldan hafi verið á gangi með drenginn í kerru í Islington-hverfinu í Lundúnum um hádegisbil í dag þegar árásin varð. Árásarmaðurinn kom að fólkinu og skvetti á það ætandi efni með þeim afleiðingum að það hlaut brunasár af. Áverkar fólksins benda til þess að um sýru hafi verið að ræða. Fjölskyldan er af kínversku bergi brotin en hefur verðið búsett í norðurhluta Lundúna til langs tíma. Kunningjar fjölskylduföðurins segjast fullvissir um að árásin hafi verið skipulögð og beinst sérstaklega að honum.Islington er stórt hverfi í norðurhluta Lundúna.vísir/googlemapsLögregla ásamt sjúkraliði var kölluð á vettvang eftir atlöguna og var fjölskyldan flutt á sjúkrahús með hraði. Breska rannsóknarlögreglan fullyrti í samtali við The Guardian að áverkar fjölskyldunnar væru ekki lífshættulegir. Brunasár þeirra voru helst á höndum og andliti. Móðirin og drengurinn sluppu með minniháttar meiðsl en læknar telja að faðirinn komi til með að hljóta varanleg lýti vegna brunans. Lögregla leitar enn tilræðismannsins.Sýruárásir tíðkast í mörgum ríkjum Asíu. Hér lítur kambódískt fórnarlamb á andlit sitt í spegli.vísir/gettySýruárásir eru algengar í nokkrum ríkjum Asíu, sér í lagi á Indlandi, Bangladess og í Pakistan. Stjórnvöld í ríkjunum þremur hafa gripið til lagabreytinga til þess að stemma stigu við faraldrinum. Indverjar hafa skilgreint sýruárásir sérstaklega í innlendri refsilöggjöf og er lágmarksrefsing fyrir slíkt brot tíu ár. Í Bangladess geta þeir sem sakfelldir eru fyrir sýruárás átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þrátt fyrir að árásir af þessu tagi séu fátíðari í Evrópu þrefaldaðist fjöldi sýruárása í Bretlandi frá árunum 1996 til 2012. Árið 2012 var tilkynnt um 144 árásir vegna sýru eða annarra ætandi efna þar í landi. Sérfræðingar telja að stór hluti þessara tilvika komi upp meðal asískra innflytjenda í Bretlandi. Oftar en ekki skilja árásir, þar sem ætandi efnum er beitt, eftir sig varanleg ör sem geta verið skaðleg sálarlífi fórnarlambanna. Alvarlegar sýruárásir geta jafnframt leitt til dauða. Þrátt fyrir það eru sýruárásir skilgreindar sem alvarlegar líkamsárásir en ekki tilraun til manndráps í breskum lögum
Tengdar fréttir 12 ára fangelsi fyrir sýruárás Vinkona Naomi Oni skvetti sýru á hana eftir að Naomi kallaði hana ljóta. 21. mars 2014 15:03 Missti allt eftir sýruárás og árásarmennirnir ganga lausir "Það var eins og einhver hefði hent mér á bál,“ segir Sonali Mukherjee um sýruárás sem hún varð fyrir árið 2003. 21. maí 2013 13:48 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
12 ára fangelsi fyrir sýruárás Vinkona Naomi Oni skvetti sýru á hana eftir að Naomi kallaði hana ljóta. 21. mars 2014 15:03
Missti allt eftir sýruárás og árásarmennirnir ganga lausir "Það var eins og einhver hefði hent mér á bál,“ segir Sonali Mukherjee um sýruárás sem hún varð fyrir árið 2003. 21. maí 2013 13:48