Ítalir vilja launaða frídaga vegna blæðinga Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2017 22:54 Meirihluti kvenna glímir við sársaukafulla tíðaverki einhvern tímann á lífsleiðinni. vísir/getty Neðri deild ítalska þingsins hefur hafið umræður um frumvarp til laga sem skylda fyrirtæki til þess að gefa konum sem þjást af sársaukafullum tíðaverkjum þrjá frídaga í mánuði. Frídagarnir yrðu launaðir að fullu. Greint er frá þessu í Independent. Þrátt fyrir að fjölmargir Ítalir hafi lýst yfir ánægju sinni með tillöguna hefur hún einnig verið gagnrýnd, jafnvel af konum sem taka virkan þátt í atvinnulífinu. Helsti ótti þeirra er að lögin komi til með að hafa þveröfug áhrif og virki hamlandi fyrir konur sem eiga erfitt uppdráttar á vinnumarkaðnum nú þegar. „Ef konur fá þrjá launaða frídaga aukalega í mánuði, þá er miklu líklegra að vinnuveitendur ráði frekar karla til starfa í stað kvenna,“ skrifaði Lorenza Pleuteri í ítalska kvennablaðið Donna Moderna. Aðeins 61 prósent ítalskra kvenna vinna utan heimilisins en til samanburðar má nefna að atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er 78 prósent.Ítalska þingið í Róm.vísir/gettyÞessi kynjahalli er eflaust orsakaður af mörgum þáttum en sumir hafa skellt skuldinni á hina ítölsku löggjöf um barneignarleyfi. Samkvæmt henni er vinnuveitendum skylt að veita nýbökuðum mæðrum fimm mánuði í leyfi og greiða þeim 80 prósent af launum þeirra. Mörgum þykir þessar reglur hljóma vel á blaði en þó eru uppi meiningar um að vinnuveitendur kjósi heldur að ráða karla en konur vegna þeirra. Var þessi orðrómur að mörgu leyti staðfestur í skýrslu tölfræðistofnunar Ítalíu en þar kom fram að næstum fjórðungi ófrískra kvenna á vinnumarkaði er sagt upp meðan á meðgöngu stendur eða stuttu eftir barnsburð. „Konur eru nú þegar að taka sér frídaga vegna tíðaverkja en nýju lögin myndu gera þeim kleift að halda því áfram án þess að taka sér veikindaleyfi eða notast við önnur úrræði,“ sagði hagfræðingurinn Daniela Piazzalunga í samtali við Independent. „Hins vegar get ég ekki útilokað að áhrif laganna gætu orðið neikvæð: Eftirspurn fyrirtækja eftir kvenkyns starfsfólki gæti minnkað eða þá að konum verði refsað enn frekar bæði hvað varðar laun og hreyfanleika í starfi.“Kínverska sundkonan Fu Yuanhui vakti athygli á ÓL í Ríó vegna ummæla sinna um blæðingar. Kínverjar eru á meðal þeirra sem veita frí í vinnu vegna tíða.vísir/gettySlæmir tíðaverkir eru afar algengir á meðal kvenna, sérstaklega hjá konum undir þrítugu. Talið er að flestar konur upplifi tíðaverki reglulega en misjafnt er milli einkstaklinga hve algengir verkirnir eru og hversu sárir. Í því tilliti má geta þess að um 25 prósent kvenna þjást af kvilla sem nefnist tíðaþrautir en hann lýsir sér í einstaklega slæmum verkjum sem stundum fylgja ógleði, niðurgangur, höfuðverkur og svimi. Hugmyndin um launað frí á meðan tíðum stendur er ekki ný af nálinni. Gedis Grudzinskas, kvensjúkdómalæknir á Harley Street-sjúkrahúsinu í Lundúnum, hefur talað fyrir því árum saman að æskilegt væri að veita konum launað leyfi vegna blæðinga. „Karlar þurfa ekki að verða barnshafandi og fæða börn. Þeir munu aldrei skilja þetta,“ sagði hann í samtali við vefmiðilinn HC Online. Ef frumvarpið sem rætt er á ítalska þinginu verður að lögum mun Ítalía verða fyrsta vestræna ríkið til þess að veita konum launað leyfi vegna blæðinga. Nú þegar hefur slíkt verið gert í Suður-Kóreu, Taívan, Indónesíu, Japan og nokkrum héruðum í Kína. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Neðri deild ítalska þingsins hefur hafið umræður um frumvarp til laga sem skylda fyrirtæki til þess að gefa konum sem þjást af sársaukafullum tíðaverkjum þrjá frídaga í mánuði. Frídagarnir yrðu launaðir að fullu. Greint er frá þessu í Independent. Þrátt fyrir að fjölmargir Ítalir hafi lýst yfir ánægju sinni með tillöguna hefur hún einnig verið gagnrýnd, jafnvel af konum sem taka virkan þátt í atvinnulífinu. Helsti ótti þeirra er að lögin komi til með að hafa þveröfug áhrif og virki hamlandi fyrir konur sem eiga erfitt uppdráttar á vinnumarkaðnum nú þegar. „Ef konur fá þrjá launaða frídaga aukalega í mánuði, þá er miklu líklegra að vinnuveitendur ráði frekar karla til starfa í stað kvenna,“ skrifaði Lorenza Pleuteri í ítalska kvennablaðið Donna Moderna. Aðeins 61 prósent ítalskra kvenna vinna utan heimilisins en til samanburðar má nefna að atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er 78 prósent.Ítalska þingið í Róm.vísir/gettyÞessi kynjahalli er eflaust orsakaður af mörgum þáttum en sumir hafa skellt skuldinni á hina ítölsku löggjöf um barneignarleyfi. Samkvæmt henni er vinnuveitendum skylt að veita nýbökuðum mæðrum fimm mánuði í leyfi og greiða þeim 80 prósent af launum þeirra. Mörgum þykir þessar reglur hljóma vel á blaði en þó eru uppi meiningar um að vinnuveitendur kjósi heldur að ráða karla en konur vegna þeirra. Var þessi orðrómur að mörgu leyti staðfestur í skýrslu tölfræðistofnunar Ítalíu en þar kom fram að næstum fjórðungi ófrískra kvenna á vinnumarkaði er sagt upp meðan á meðgöngu stendur eða stuttu eftir barnsburð. „Konur eru nú þegar að taka sér frídaga vegna tíðaverkja en nýju lögin myndu gera þeim kleift að halda því áfram án þess að taka sér veikindaleyfi eða notast við önnur úrræði,“ sagði hagfræðingurinn Daniela Piazzalunga í samtali við Independent. „Hins vegar get ég ekki útilokað að áhrif laganna gætu orðið neikvæð: Eftirspurn fyrirtækja eftir kvenkyns starfsfólki gæti minnkað eða þá að konum verði refsað enn frekar bæði hvað varðar laun og hreyfanleika í starfi.“Kínverska sundkonan Fu Yuanhui vakti athygli á ÓL í Ríó vegna ummæla sinna um blæðingar. Kínverjar eru á meðal þeirra sem veita frí í vinnu vegna tíða.vísir/gettySlæmir tíðaverkir eru afar algengir á meðal kvenna, sérstaklega hjá konum undir þrítugu. Talið er að flestar konur upplifi tíðaverki reglulega en misjafnt er milli einkstaklinga hve algengir verkirnir eru og hversu sárir. Í því tilliti má geta þess að um 25 prósent kvenna þjást af kvilla sem nefnist tíðaþrautir en hann lýsir sér í einstaklega slæmum verkjum sem stundum fylgja ógleði, niðurgangur, höfuðverkur og svimi. Hugmyndin um launað frí á meðan tíðum stendur er ekki ný af nálinni. Gedis Grudzinskas, kvensjúkdómalæknir á Harley Street-sjúkrahúsinu í Lundúnum, hefur talað fyrir því árum saman að æskilegt væri að veita konum launað leyfi vegna blæðinga. „Karlar þurfa ekki að verða barnshafandi og fæða börn. Þeir munu aldrei skilja þetta,“ sagði hann í samtali við vefmiðilinn HC Online. Ef frumvarpið sem rætt er á ítalska þinginu verður að lögum mun Ítalía verða fyrsta vestræna ríkið til þess að veita konum launað leyfi vegna blæðinga. Nú þegar hefur slíkt verið gert í Suður-Kóreu, Taívan, Indónesíu, Japan og nokkrum héruðum í Kína.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira