Mikill fjöldi þingmannafrumvarpa á Alþingi endurfluttur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2017 20:00 Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu. Alþingi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu.
Alþingi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira