Vilja tryggja öldruðum rétt til sambúðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 10:40 Öldruð hjón geta þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar annað þeirra þarf að fara á stofnun sökum skertrar heilsu. vísir/valli Tíu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp til laga sem tryggir öldruðum hjónum og sambúðarfólki rétt til að vera áfram samvistum þó annað þurfi að dvelja til langframa á hjúkrunarheimili. Þessi réttur er ekki tryggður nú og því geta öldruð hjón þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar annað þeirra þarf að fara á stofnun sökum skertrar heilsu. Þá gerir frumvarpið jafnframt ráð fyrir því að maki geti dvalið á stofnuninni í allt að átta vikur eftir fráfall heimilismanns. Á þeim tíma er þar til gerðri nefnd falið að meta forsendur fyrir áframhaldandi dvöl á stofnuninni. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta löggjafarþingi og gekk það til velferðarnefndar sem óskaði eftir umsögnum. Efnislegar athugasemdir lutu einkum að greiðslum vegna búsetu maka á hjúkrunarheimilinu og stöðu hans við andlát heimilismanns. Enginn lýsti sig andvígan því sjónarmiði að æskilegt væri að hjón og sambúðarfólk gæti haldið áfram sambúð sinni, þrátt fyrir dvöl á stofnun. Hins vegar var bent á ýmis atriði sem stæðu í veg fyrir þeirri tilhögun, svo sem mikinn skort á dvalarrými fyrir aldraða, langa biðlista eftir dvöl og rekstrarvanda stofnana. „Undir það skal tekið að erfið staða margra stofnana fyrir aldraða er ærið áhyggjuefni og álag á starfslið þeirra er mikið. En sú staða mála getur ekki orðið að átyllu yfir því að láta hjá líða að virða mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt aldraðra eða láta undir höfuð leggjast að rækja skyldur samfélagsins við aldraða yfirleitt. Þvert á móti hlýtur það að vera keppikefli að allar ráðstafanir í þágu aldraðra byggist af virðingu við þá og rétt til mannlegrar reisnar,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Réttur para til sambúðar á stofnun er við lýði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en er misjafnlega tryggður og útfærður. Réttur sambúðarfólks í þeim löndum byggist á þeirri grunnforsendu að með því aukist réttindi og lífsgæði aldraðra. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir flutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Tíu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp til laga sem tryggir öldruðum hjónum og sambúðarfólki rétt til að vera áfram samvistum þó annað þurfi að dvelja til langframa á hjúkrunarheimili. Þessi réttur er ekki tryggður nú og því geta öldruð hjón þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar annað þeirra þarf að fara á stofnun sökum skertrar heilsu. Þá gerir frumvarpið jafnframt ráð fyrir því að maki geti dvalið á stofnuninni í allt að átta vikur eftir fráfall heimilismanns. Á þeim tíma er þar til gerðri nefnd falið að meta forsendur fyrir áframhaldandi dvöl á stofnuninni. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta löggjafarþingi og gekk það til velferðarnefndar sem óskaði eftir umsögnum. Efnislegar athugasemdir lutu einkum að greiðslum vegna búsetu maka á hjúkrunarheimilinu og stöðu hans við andlát heimilismanns. Enginn lýsti sig andvígan því sjónarmiði að æskilegt væri að hjón og sambúðarfólk gæti haldið áfram sambúð sinni, þrátt fyrir dvöl á stofnun. Hins vegar var bent á ýmis atriði sem stæðu í veg fyrir þeirri tilhögun, svo sem mikinn skort á dvalarrými fyrir aldraða, langa biðlista eftir dvöl og rekstrarvanda stofnana. „Undir það skal tekið að erfið staða margra stofnana fyrir aldraða er ærið áhyggjuefni og álag á starfslið þeirra er mikið. En sú staða mála getur ekki orðið að átyllu yfir því að láta hjá líða að virða mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt aldraðra eða láta undir höfuð leggjast að rækja skyldur samfélagsins við aldraða yfirleitt. Þvert á móti hlýtur það að vera keppikefli að allar ráðstafanir í þágu aldraðra byggist af virðingu við þá og rétt til mannlegrar reisnar,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Réttur para til sambúðar á stofnun er við lýði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en er misjafnlega tryggður og útfærður. Réttur sambúðarfólks í þeim löndum byggist á þeirri grunnforsendu að með því aukist réttindi og lífsgæði aldraðra. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir flutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira