Vill sannanir fyrir því að ráðherra hafi ekki farið fram með gerræðislegum hætti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 11:24 Gunnar kallar eftir sameiginlegri yfirlýsingu frá sjómönnum og sjávarútvegsráðherra svo það sé hafið yfir allan vafa að ráðherra hafi ekki farið fram með óeðlilegum hætti. Þá komi það jafnframt í veg fyrir að aðilar bendi hver á annan. Vísir/Eyþór Gunnar I. Guðmundsson, varaþingmaður Pírata, fór í dag fram á sannanir fyrir því að sjávarútvegsráðherra hafi ekki farið fram með „gerræðislegum hætti“ í sjómannadeilunni. Hann kallaði eftir sameiginlegri yfirlýsingu frá forystu sjómanna og ráðherranum. Gunnar óskaði eftir svörum um hver óformleg aðkoma Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hafi verið að deilu sjómanna og útvegsmanna og vildi vita hvaða tilboð hún hafi lagt fram sem sjómenn hefðu ekki getað hafnað. Hann sagði þessi svör nauðsynleg svo „það sé hafið yfir allan vafa að ráðherrann hafi ekki farið fram með gerræðislegum hætti.“ Þorgerður Katrín ítrekaði í svörum sínum að deilan hafi verið leyst án formlegrar aðkomu ríkisins. Fyrst og fremst hafi hún lagt áherslu á þátt útgerðarinnar í deilunni. „Það lá alveg ljóst fyrir af minni hálfu, og það var margítrekað í margra vikna samtölum, meðal annars við sjómannahreyfinguna og útgerðarmenn, að ég myndi ekki fara þá leið sem hefur verið nefnd sértæk leið, að endurvekja sjómannaafsláttinn með einum eða öðrum hætti,“ sagði Þorgerður. „Ég var að reyna að tengjast kröfu sjómanna, sem var eðlilega hér á árum áður. Þá var eðlilegt, að minnsta kosti ekkert óeðlilegt við að menn hefðu hér sjómannaafslátt. En í dag eru viðhorfin önnur. Þannig að ég reyndi að tengja aðrar stéttir inn í slík hlunnindi. Fleiri heldur en sjómenn, með ákveðnum takmörkunum þó. Það verður að segjast eins og er að það er ekki hægt nema með aðkomu útgerðarinnar,“ bætti hún við. Þorgerður tók jafnframt fram að aðalatriðið sé það að deilan sé leyst. Næstu skref séu að byggja upp traust á milli sjómanna og útvegsmanna. Það eigi að vera stóra málið í dag. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Gunnar I. Guðmundsson, varaþingmaður Pírata, fór í dag fram á sannanir fyrir því að sjávarútvegsráðherra hafi ekki farið fram með „gerræðislegum hætti“ í sjómannadeilunni. Hann kallaði eftir sameiginlegri yfirlýsingu frá forystu sjómanna og ráðherranum. Gunnar óskaði eftir svörum um hver óformleg aðkoma Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hafi verið að deilu sjómanna og útvegsmanna og vildi vita hvaða tilboð hún hafi lagt fram sem sjómenn hefðu ekki getað hafnað. Hann sagði þessi svör nauðsynleg svo „það sé hafið yfir allan vafa að ráðherrann hafi ekki farið fram með gerræðislegum hætti.“ Þorgerður Katrín ítrekaði í svörum sínum að deilan hafi verið leyst án formlegrar aðkomu ríkisins. Fyrst og fremst hafi hún lagt áherslu á þátt útgerðarinnar í deilunni. „Það lá alveg ljóst fyrir af minni hálfu, og það var margítrekað í margra vikna samtölum, meðal annars við sjómannahreyfinguna og útgerðarmenn, að ég myndi ekki fara þá leið sem hefur verið nefnd sértæk leið, að endurvekja sjómannaafsláttinn með einum eða öðrum hætti,“ sagði Þorgerður. „Ég var að reyna að tengjast kröfu sjómanna, sem var eðlilega hér á árum áður. Þá var eðlilegt, að minnsta kosti ekkert óeðlilegt við að menn hefðu hér sjómannaafslátt. En í dag eru viðhorfin önnur. Þannig að ég reyndi að tengja aðrar stéttir inn í slík hlunnindi. Fleiri heldur en sjómenn, með ákveðnum takmörkunum þó. Það verður að segjast eins og er að það er ekki hægt nema með aðkomu útgerðarinnar,“ bætti hún við. Þorgerður tók jafnframt fram að aðalatriðið sé það að deilan sé leyst. Næstu skref séu að byggja upp traust á milli sjómanna og útvegsmanna. Það eigi að vera stóra málið í dag.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira