Telur borgarmeirihlutann svara meiri umferðarþunga með hroka Benedikt Bóas skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Sérstaklega var spurt um hvað ætti að gera varðandi umferð einkabíla. vísir/ernir „Þetta svar kom mér á óvart og það óþægilega. Mér finnst það lýsa hroka meirihlutans gagnvart upplýsingabeiðni okkar í minnihlutanum,“ segir Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en flokkurinn fékk svar í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudag um hvernig takast eigi á við vaxandi umferðarþunga.Halldór Halldórssonvísir/daníelSvarið frá meirihlutanum var eitt A4 blað þar sem reifaðar voru allar áætlanir sem unnið er eftir. Fyrirspurnin var lögð fram í desember. Áætlanirnar eru svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Samgönguáætlun og aðalskipulag Reykjavíkur. Til viðbótar eru samningar sem borgin er aðili að eins og samkomulag um næstu skref Borgarlínunnar. Einnig við Vegagerðina um þróun stofnvegakerfisins, þróun stofnleiða hjólreiða, þróun almenningssamgangna og sjálfbæra samgönguáætlun og þá er í gildi samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Þetta fannst Sjálfstæðisflokknum heldur þunnt og bókaði þakkir til meirihlutans fyrir þetta A4 blað. „Þó verður að segjast að svar meirihlutans svarar engu efnislega um það sem spurt er um. Spurningin er um hvernig meirihlutinn hyggst takast á við vandamál sem er vaxandi í umferðarmálum borgarinnar. Bent er á samkomulag við önnur sveitarfélög, Vegagerð o.s.frv. Ábyrgðinni er vísað annað eins og í fleiri málum hjá meirihlutanum í borgarstjórn,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
„Þetta svar kom mér á óvart og það óþægilega. Mér finnst það lýsa hroka meirihlutans gagnvart upplýsingabeiðni okkar í minnihlutanum,“ segir Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en flokkurinn fékk svar í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudag um hvernig takast eigi á við vaxandi umferðarþunga.Halldór Halldórssonvísir/daníelSvarið frá meirihlutanum var eitt A4 blað þar sem reifaðar voru allar áætlanir sem unnið er eftir. Fyrirspurnin var lögð fram í desember. Áætlanirnar eru svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Samgönguáætlun og aðalskipulag Reykjavíkur. Til viðbótar eru samningar sem borgin er aðili að eins og samkomulag um næstu skref Borgarlínunnar. Einnig við Vegagerðina um þróun stofnvegakerfisins, þróun stofnleiða hjólreiða, þróun almenningssamgangna og sjálfbæra samgönguáætlun og þá er í gildi samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Þetta fannst Sjálfstæðisflokknum heldur þunnt og bókaði þakkir til meirihlutans fyrir þetta A4 blað. „Þó verður að segjast að svar meirihlutans svarar engu efnislega um það sem spurt er um. Spurningin er um hvernig meirihlutinn hyggst takast á við vandamál sem er vaxandi í umferðarmálum borgarinnar. Bent er á samkomulag við önnur sveitarfélög, Vegagerð o.s.frv. Ábyrgðinni er vísað annað eins og í fleiri málum hjá meirihlutanum í borgarstjórn,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira