Lítið mál að smygla á Hraunið Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2017 06:00 Halldór Valur Pálsson, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, segir alla fíkniefnafundi þar gerða að lögreglumáli. vísir/stefán Talsvert minna fannst af amfetamíni, kókaíni og kannabisefnum í fangelsinu á Litla-Hrauni í fyrra en árið á undan. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, segir að svo virðist vera sem nýja lyfið spice sé notað í staðinn. Samkvæmt tölum frá fangelsinu fundust 170 grömm af efninu í fyrra en ekkert árið á undan. Á móti kemur að árið 2015 fundust 150 grömm af kókaíni, 90 grömm af amfetamíni og 53 grömm af kannabisefnum. Í fyrra fundust hins vegar 26 grömm af kókaíni, 13,6 grömm af amfetamíni og 11,6 grömm af kannabis. „Það var óvenju mikið magn af kókaíni árið 2015 sem tengist einu máli. Þetta er ekki dæmigerð tala fyrir magn kókaíns sem við erum að finna hérna,“ segir Halldór Valur. Hann bendir á að þyngd efnanna miðist við bráðabirgðamælingu sem gerð er á Litla-Hrauni. „En þegar við finnum efni þá gerum við það alltaf að lögreglumáli og þyngdin er bráðabirgðamæling sem við gerum hjá okkur og stemmir kannski ekki endilega við þær mælingar sem lögreglan gerir. Þetta eru áætlaðar tölur hjá okkur,“ segir hann. Halldór Valur bendir líka á fíkniefnasendingar sem eru stöðvaðar áður en þær koma inn í fangelsið. „Til dæmis ef lögregla stoppar bíl á Hellisheiði og það finnast í honum efni og svo kemur í ljós að hann var á leiðinni á Litla-Hraun,“ segir hann og bendir á að slíkar upplýsingar séu ekki í tölum Fangelsismálastofnunar. Einnig geta efni fundist á stöðum þar sem von er á fanga, í dómsal eða á læknisstofu eða annars staðar. Halldór segir erfitt að segja til um hve stóran hluta af fíkniefnum sem berast í fangelsið sé lagt hald á. „Ef við finnum mikið af efnum þá er minni neysla eftir á. En við getum ekki fullyrt það hvort við erum að ná 10, 50 eða 90 prósentum.“ Halldór segir að fangelsið geti aldrei komið fullkomlega í veg fyrir fíkniefnasmygl. „Það er ekkert flóknara að koma fíkniefnum hingað inn heldur en milli landa. Menn fá gesti, það koma öll aðföng hingað utan að og það er ekkert mál fyrir þá sem skipuleggja sig vel að koma fíkniefnum hingað inn eins og annars staðar. Og við viljum ekki að fíkniefnaherferðir hér bitni á mannréttindum manna,“ segir hann. Fangelsið reyni hins vegar að takmarka framboðið um leið og reynt er að bjóða föngum lausnir til þess að komast út úr vandanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Talsvert minna fannst af amfetamíni, kókaíni og kannabisefnum í fangelsinu á Litla-Hrauni í fyrra en árið á undan. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, segir að svo virðist vera sem nýja lyfið spice sé notað í staðinn. Samkvæmt tölum frá fangelsinu fundust 170 grömm af efninu í fyrra en ekkert árið á undan. Á móti kemur að árið 2015 fundust 150 grömm af kókaíni, 90 grömm af amfetamíni og 53 grömm af kannabisefnum. Í fyrra fundust hins vegar 26 grömm af kókaíni, 13,6 grömm af amfetamíni og 11,6 grömm af kannabis. „Það var óvenju mikið magn af kókaíni árið 2015 sem tengist einu máli. Þetta er ekki dæmigerð tala fyrir magn kókaíns sem við erum að finna hérna,“ segir Halldór Valur. Hann bendir á að þyngd efnanna miðist við bráðabirgðamælingu sem gerð er á Litla-Hrauni. „En þegar við finnum efni þá gerum við það alltaf að lögreglumáli og þyngdin er bráðabirgðamæling sem við gerum hjá okkur og stemmir kannski ekki endilega við þær mælingar sem lögreglan gerir. Þetta eru áætlaðar tölur hjá okkur,“ segir hann. Halldór Valur bendir líka á fíkniefnasendingar sem eru stöðvaðar áður en þær koma inn í fangelsið. „Til dæmis ef lögregla stoppar bíl á Hellisheiði og það finnast í honum efni og svo kemur í ljós að hann var á leiðinni á Litla-Hraun,“ segir hann og bendir á að slíkar upplýsingar séu ekki í tölum Fangelsismálastofnunar. Einnig geta efni fundist á stöðum þar sem von er á fanga, í dómsal eða á læknisstofu eða annars staðar. Halldór segir erfitt að segja til um hve stóran hluta af fíkniefnum sem berast í fangelsið sé lagt hald á. „Ef við finnum mikið af efnum þá er minni neysla eftir á. En við getum ekki fullyrt það hvort við erum að ná 10, 50 eða 90 prósentum.“ Halldór segir að fangelsið geti aldrei komið fullkomlega í veg fyrir fíkniefnasmygl. „Það er ekkert flóknara að koma fíkniefnum hingað inn heldur en milli landa. Menn fá gesti, það koma öll aðföng hingað utan að og það er ekkert mál fyrir þá sem skipuleggja sig vel að koma fíkniefnum hingað inn eins og annars staðar. Og við viljum ekki að fíkniefnaherferðir hér bitni á mannréttindum manna,“ segir hann. Fangelsið reyni hins vegar að takmarka framboðið um leið og reynt er að bjóða föngum lausnir til þess að komast út úr vandanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira