Innlent

Pósturinn biður fólk um að moka snjó og salta við hús og innkeyrslur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snjórinn á höfuðborgarsvæðinu er kominn til að vera næstu daga.
Snjórinn á höfuðborgarsvæðinu er kominn til að vera næstu daga. vísir/gva
Pósturinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessa mikla snjós sem er nú ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu og biður fólk um „að huga að aðgengi að húsunum sínum með því að moka snjó og salta við hús og innkeyrslur.“

Í tilkynningu póstsins segir að eftir snjókomuna um  helgina og svo frostið sem komið hefur í kjölfarið „er viðbúið að bréfberar og bílstjórar Póstsins geti átt erfitt með að komast að póstkössum og húsum þar sem mikill snjór og hálka er til staðar.

Hættulegar aðstæður geta skapast við þessa færð en gott aðgengi skiptir mjög miklu máli til að starfsmenn geti komið sendingum til skila á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.