Segir valdahóp í dómskerfinu hafa komið Hönnu Birnu úr ráðherrastóli Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 18:33 Jón Steinar Gunnlaugsson. Vísir/GVA Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að valdahópur í dómskerfinu hafi bolað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, úr starfi. Þetta segir Jón Steinar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Á árinu 2013 gaf ég út bók sem ég nefndi „Veikburða Hæstiréttur.“ Þar var að finna umfjöllun um afar slæmt ástand við þennan æðsta dómstól þjóðarinnar og rökstuddar tillögur um úrbætur. Svo var að sjá í fyrstu að þetta hefði haft einhver áhrif, því Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, skipaði þriggja manna nefnd til að gera tillögur til úrbót,“ skrifar Jón Steinar. „Þetta var „utankerfisnefnd“ í þeim skilningi að valdahópurinn í dómskerfinu fékk ekki að ráða vali nefndarmanna. Það þótti þeim dauðasynd. Við þessu varð hópurinn að bregðast og við þesu brást hann svo um munaði.Fyrst var tekið til að koma ráðherranum frá. Til þess voru notaðar tylliástæður sem dugðu. Þegar nefndin skilaði tillögum sínum var kominn nýr og „samstarfsfúsari“ ráðherra.“Vill umbætur í dómskerfinu „Nefndin var sett af og einn af búsmölum valdahópsins fenginn til að þynna út tillögur nefndarinnar í samráði við nefndan valdahóp í dómskerfinu,“ skrifar Jón Steinar sem segir atburðarrásina umræddu „dapurlega.“ „Nú er komin ný ríkisstjórn. Í sæti dómsmálaráðherra er sest kona sem hefur sýnt að hún hafi skoðanir og sé tilbúin til að láta gott af sér leiða á grundvelli málefnalegra röksemda en ekki þrýstings klíkuhópa.“ Jón segir ástæðu til að skora á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðra í ríkisstjórninni að hrista af sér „hlekkina“ og ráðast til þeirra verka í dómskerfnu sem til þess eru fallin að bæta kerfið til hagsbóta fyrir almenning. Meðal þess sem Jón Steinar telur upp að þurfi að gera er að birta opinberlega upplýsingar aftur í tímann um fjármálatengsl dómaranna í öllum íslensku bönkunum og aðrar stofnanir eftir atvikum. Þá vill hann að um leið verði kortlagt hvernig dómararnir hafi raðast í mál gegn forsvarsmönnum þeirra stofnana á síðustu árum. Jafnframt nefnir Jón að breyta þurfi reglum um nýskipan dómara og afnema sjálfdæmi þeirra í þeim efnum. „Þá ætti einnig að fækka dómurum bæði í Hæstarétti og Landsrétti. Núna starfa 10 dómarar á áfrýjunarstigi í landinu (í Hæstarétti). Eftir breytingarnar um næstu áramót eiga þeir að verða 22 talsins (7 í Hæstarétti og 15 í Landsrétti). Þetta er glórulaus vitleysa. Heildarumfang starfa á áfrýjunarstigi mun eitthvað breytast við kerfisbreytinguna en það er fjarri öllu lagi að nauðsynlegt verði að meira en tvöfalda fjölda dómaranna.“ Þá telur Jón Steinar að réttast sé að í Hæstarétti sitji fimm dómarar sem allir dæmi í öllum málum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að valdahópur í dómskerfinu hafi bolað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, úr starfi. Þetta segir Jón Steinar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Á árinu 2013 gaf ég út bók sem ég nefndi „Veikburða Hæstiréttur.“ Þar var að finna umfjöllun um afar slæmt ástand við þennan æðsta dómstól þjóðarinnar og rökstuddar tillögur um úrbætur. Svo var að sjá í fyrstu að þetta hefði haft einhver áhrif, því Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, skipaði þriggja manna nefnd til að gera tillögur til úrbót,“ skrifar Jón Steinar. „Þetta var „utankerfisnefnd“ í þeim skilningi að valdahópurinn í dómskerfinu fékk ekki að ráða vali nefndarmanna. Það þótti þeim dauðasynd. Við þessu varð hópurinn að bregðast og við þesu brást hann svo um munaði.Fyrst var tekið til að koma ráðherranum frá. Til þess voru notaðar tylliástæður sem dugðu. Þegar nefndin skilaði tillögum sínum var kominn nýr og „samstarfsfúsari“ ráðherra.“Vill umbætur í dómskerfinu „Nefndin var sett af og einn af búsmölum valdahópsins fenginn til að þynna út tillögur nefndarinnar í samráði við nefndan valdahóp í dómskerfinu,“ skrifar Jón Steinar sem segir atburðarrásina umræddu „dapurlega.“ „Nú er komin ný ríkisstjórn. Í sæti dómsmálaráðherra er sest kona sem hefur sýnt að hún hafi skoðanir og sé tilbúin til að láta gott af sér leiða á grundvelli málefnalegra röksemda en ekki þrýstings klíkuhópa.“ Jón segir ástæðu til að skora á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðra í ríkisstjórninni að hrista af sér „hlekkina“ og ráðast til þeirra verka í dómskerfnu sem til þess eru fallin að bæta kerfið til hagsbóta fyrir almenning. Meðal þess sem Jón Steinar telur upp að þurfi að gera er að birta opinberlega upplýsingar aftur í tímann um fjármálatengsl dómaranna í öllum íslensku bönkunum og aðrar stofnanir eftir atvikum. Þá vill hann að um leið verði kortlagt hvernig dómararnir hafi raðast í mál gegn forsvarsmönnum þeirra stofnana á síðustu árum. Jafnframt nefnir Jón að breyta þurfi reglum um nýskipan dómara og afnema sjálfdæmi þeirra í þeim efnum. „Þá ætti einnig að fækka dómurum bæði í Hæstarétti og Landsrétti. Núna starfa 10 dómarar á áfrýjunarstigi í landinu (í Hæstarétti). Eftir breytingarnar um næstu áramót eiga þeir að verða 22 talsins (7 í Hæstarétti og 15 í Landsrétti). Þetta er glórulaus vitleysa. Heildarumfang starfa á áfrýjunarstigi mun eitthvað breytast við kerfisbreytinguna en það er fjarri öllu lagi að nauðsynlegt verði að meira en tvöfalda fjölda dómaranna.“ Þá telur Jón Steinar að réttast sé að í Hæstarétti sitji fimm dómarar sem allir dæmi í öllum málum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira