Líkaði ekki að grænlenskir skipverjar færu huldu höfði á Norðfirði og bauð þeim í mat Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2017 06:00 Áhöfn Polar Amaroq var ánægð með móttökurnar þegar hún kom til Norðfjarðar. mynd/halldór Jónasson Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16