Líkaði ekki að grænlenskir skipverjar færu huldu höfði á Norðfirði og bauð þeim í mat Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2017 06:00 Áhöfn Polar Amaroq var ánægð með móttökurnar þegar hún kom til Norðfjarðar. mynd/halldór Jónasson Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16