Á slóðum Skam í Ósló 10. febrúar 2017 15:00 Josefine Frida Pettersen sem leikur Nooru í þáttunum. Fólk ruglast oft á persónunni í þáttunum og leikkonunni. Norski unglingaþátturinn Skam (Skömm) hefur aldeilis fallið í kramið hjá áhorfendum. Í þáttunum er fjallað um ástir og örlög nemenda við Hartvig Nissen framhaldsskólann í Osló. Samfara vinsældum þáttanna fyrir utan Noreg eykst áhugi áhorfendanna á Ósló. Forráðamenn Hartvig Nissens skólans verða fyrir talsverðu áreiti vegna erlendra ferðamanna enda er skólinn í stóru hlutverki í þáttunum.Sjá einnig: Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Skólastjórinn, Hanna Norum Eliassen, hefur þurft að vísa fólki út úr skólanum vegna þess að það truflar kennslu. „Það er allt í góðu að skoða skólabygginguna að utanverðu en við getum ekki fyllt skólann af ferðamönum,“ segir Hanna í samtali við sænska blaðið Expressen. Serían hefur slegið rækilega í gegn og Svíar fjölmenna til Óslóar til að skoða staðhætti úr Skam. „Skólinn er opinber bygging svo fólki er heimilt að taka myndir hér fyrir utan,“ segir Hanna. Einn leikaranna sem nefnist Ísak í þáttunum gengur í þennan skóla í raunveruleikanum svo ef aðdáendur eru heppnir gætu þeir rekist á hann. Hartvig Nissens skólinn er á Niels Juels gate 56.Raunveruleiki eða ekkiLeikkonan Josefine Frida Pettersen sem leikur Nooru í þáttunum var gestur hjá spjallþáttastjórnandanum Skavlan þar sem hún sagði frá skemmtilegri uppákomu úr eigin lífi. Leikararnir fá mikla athygli í einkalífinu vegna þáttanna. Josefine fór út að skemmta sér með vinum sínum.Sjá einnig: Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum „Ég fékk mér glas á bar og settist niður með vinum mínum. Þá kom dyravörður og sagði ábúðarmikill: „Má ég sjá skilríkin þín?“ Ég sýndi þau en hann sagði: „Þetta eru fölsuð skilríki.“ Ég reyndi að útskýra að þetta væri ég og að ég væri orðin tvítug. Þá leit hann á mig og svaraði: „Heldurðu að ég þekki þig ekki? Þú ert Noora og ert bara sextán ára.“ Að því búnu hótaði hann að hringja á lögregluna. „Viltu ekki bara gúggla mig frekar?“ sagði leikkonan og dyravörðurinn sannfærðist loks.Aukinn ferðamannastraumur Á meðal staða sem sjást oft í þáttunum er til dæmi Beierbru í Ósló. Þar hanga Noora og vinir hennar. Til að komast á þennan stað er best að taka sporvagninn til Biermanns gate og labba þaðan að brúnni. St. Hanshaugen-garðurinn er þar sem Noora og William rifust eftir að hann slengdi flösku í gaur úr Yakuza-genginu. St. Hanshaugen er einn stærsti skemmtigarðurinn í Ósló. Þar er þekkt sumarkaffihús sem nefnist Festplassen. Íbúðin sem Noora, Linn, Eskild og Ísak leigja saman er raunveruleg. Starfsmaður NRK sem kemur að þáttunum hefur búið í íbúðinni. Innanstokksmunir tilheyra raunverulegum íbúum. Íbúðin er við Deichmans gate 5. Íbúðin sem William býr í er ekki langt frá miðbænum í Ósló og Aker Brygge. Gatan heitir Observatoriegata 14. Noora fór í partí þangað eftir að hafa fengið sms frá Evu. Ef þú vilt gista á sama hóteli og Ísak og Even bókuðu sig inn á þá er það Radisson Blu Plaza að Sonja Henies plass 3. Þeir sem fylgjast með þáttunum kannast við þessa staði. Unglingarnir í Skam hafa mikil áhrif á norræna krakka sem keppast við að læra norsku. Þegar fyrsti þáttur í nýrri seríu var sýndur nýlega hjá danska sjónvarpinu DR voru áhorfendur 560 þúsund. Þar með var slegið met í áhorfi á einstakan þátt í Danmörku. Skam hlaut í desember Norrænu tungumálaverðlaunin fyrir að auka áhuga skandinavískra unglinga á norsku. Nú er verið að undirbúa bandaríska útgáfu af þáttunum.Hér fyrir neðan er búið að kortleggja helstu staði í Osló sem glöggir aðdáendur Skam ættu að kannast við.1. Hartvig Nissens skólinn er til húsa við Juels gate 56 í Frogner-hverfinu í Ósló.2. Sporvagnastöðin í Briskeby þar sem Eva og Jonas verða vinir aftur.3. Skautasvellið í Gamlebyen þar sem Jonas og Ísak fara á skauta.4. Húsið þar sem Noora, Eskild, Linn og Ísak búa.5. Heimili Williams við Observatoriegata 14 í Vika.6. Fyrsta stefnumót Williams og Nooru var á Ekeberg.7. Fyrsti koss Nooru og Williams var á Beier-brúnni.8. Rifrildi milli Nooru og Williams átti sér stað á St. Hanshaugen.9. Þegar Noora útskýrir fyrir Vilde að hún sé skotin í William standa þær á toppnum á St. Hanshaugen.10. Barinn Forest & Brown á Juels gate 31 í Frogner-hverfinu.11. Lögreglustöðin í Grønland þar sem Noora beið eftir William þegar hann var yfirheyrður.12. Bislett Kebab þar sem strákarnir kaupa sér kebab.13. Kaffihúsið Kaffebrenneriet í Skovveien þar sem Ísak bíður eftir Even.14. Hótel Radisson Blu Plaza þar sem Ísak og Even leigðu svítu.15. Svæðið við hótelið þar sem Ísak leitaði að Even eftir að hann hljóp nakinn út.16. Sagena-kirkjan þar sem Ísak fór á jólatónleika með foreldrum sínum. Tengdar fréttir SKAM-áhrifin greinileg hjá norskum foreldrum Norska hagstofan hefur tekið saman gögn um algengustu nöfn sem foreldrar gáfu nýfæddum börnum sínum á síðasta ári. 24. janúar 2017 08:28 SKAM stjarna í tískuþætti í W Magazine Josefine Frida Pettersen, betur þekkt sem Noora úr SKAM, talar um frægðina við W Magazine. 9. febrúar 2017 10:00 Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. 12. janúar 2017 12:30 Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Skam: Endurfæðing Isaks Lokaþáttur þriðju þáttaraðar Skam birtist í gær. Hér er litið yfir farinn veg í þroskasögu Isaks. 17. desember 2016 14:00 NRK lokar fyrir erlenda áhorfendur Skam Frá og með deginum í dag munu NRK loka á aðgang áhorfenda utan Noregs. 13. janúar 2017 10:55 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
Norski unglingaþátturinn Skam (Skömm) hefur aldeilis fallið í kramið hjá áhorfendum. Í þáttunum er fjallað um ástir og örlög nemenda við Hartvig Nissen framhaldsskólann í Osló. Samfara vinsældum þáttanna fyrir utan Noreg eykst áhugi áhorfendanna á Ósló. Forráðamenn Hartvig Nissens skólans verða fyrir talsverðu áreiti vegna erlendra ferðamanna enda er skólinn í stóru hlutverki í þáttunum.Sjá einnig: Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Skólastjórinn, Hanna Norum Eliassen, hefur þurft að vísa fólki út úr skólanum vegna þess að það truflar kennslu. „Það er allt í góðu að skoða skólabygginguna að utanverðu en við getum ekki fyllt skólann af ferðamönum,“ segir Hanna í samtali við sænska blaðið Expressen. Serían hefur slegið rækilega í gegn og Svíar fjölmenna til Óslóar til að skoða staðhætti úr Skam. „Skólinn er opinber bygging svo fólki er heimilt að taka myndir hér fyrir utan,“ segir Hanna. Einn leikaranna sem nefnist Ísak í þáttunum gengur í þennan skóla í raunveruleikanum svo ef aðdáendur eru heppnir gætu þeir rekist á hann. Hartvig Nissens skólinn er á Niels Juels gate 56.Raunveruleiki eða ekkiLeikkonan Josefine Frida Pettersen sem leikur Nooru í þáttunum var gestur hjá spjallþáttastjórnandanum Skavlan þar sem hún sagði frá skemmtilegri uppákomu úr eigin lífi. Leikararnir fá mikla athygli í einkalífinu vegna þáttanna. Josefine fór út að skemmta sér með vinum sínum.Sjá einnig: Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum „Ég fékk mér glas á bar og settist niður með vinum mínum. Þá kom dyravörður og sagði ábúðarmikill: „Má ég sjá skilríkin þín?“ Ég sýndi þau en hann sagði: „Þetta eru fölsuð skilríki.“ Ég reyndi að útskýra að þetta væri ég og að ég væri orðin tvítug. Þá leit hann á mig og svaraði: „Heldurðu að ég þekki þig ekki? Þú ert Noora og ert bara sextán ára.“ Að því búnu hótaði hann að hringja á lögregluna. „Viltu ekki bara gúggla mig frekar?“ sagði leikkonan og dyravörðurinn sannfærðist loks.Aukinn ferðamannastraumur Á meðal staða sem sjást oft í þáttunum er til dæmi Beierbru í Ósló. Þar hanga Noora og vinir hennar. Til að komast á þennan stað er best að taka sporvagninn til Biermanns gate og labba þaðan að brúnni. St. Hanshaugen-garðurinn er þar sem Noora og William rifust eftir að hann slengdi flösku í gaur úr Yakuza-genginu. St. Hanshaugen er einn stærsti skemmtigarðurinn í Ósló. Þar er þekkt sumarkaffihús sem nefnist Festplassen. Íbúðin sem Noora, Linn, Eskild og Ísak leigja saman er raunveruleg. Starfsmaður NRK sem kemur að þáttunum hefur búið í íbúðinni. Innanstokksmunir tilheyra raunverulegum íbúum. Íbúðin er við Deichmans gate 5. Íbúðin sem William býr í er ekki langt frá miðbænum í Ósló og Aker Brygge. Gatan heitir Observatoriegata 14. Noora fór í partí þangað eftir að hafa fengið sms frá Evu. Ef þú vilt gista á sama hóteli og Ísak og Even bókuðu sig inn á þá er það Radisson Blu Plaza að Sonja Henies plass 3. Þeir sem fylgjast með þáttunum kannast við þessa staði. Unglingarnir í Skam hafa mikil áhrif á norræna krakka sem keppast við að læra norsku. Þegar fyrsti þáttur í nýrri seríu var sýndur nýlega hjá danska sjónvarpinu DR voru áhorfendur 560 þúsund. Þar með var slegið met í áhorfi á einstakan þátt í Danmörku. Skam hlaut í desember Norrænu tungumálaverðlaunin fyrir að auka áhuga skandinavískra unglinga á norsku. Nú er verið að undirbúa bandaríska útgáfu af þáttunum.Hér fyrir neðan er búið að kortleggja helstu staði í Osló sem glöggir aðdáendur Skam ættu að kannast við.1. Hartvig Nissens skólinn er til húsa við Juels gate 56 í Frogner-hverfinu í Ósló.2. Sporvagnastöðin í Briskeby þar sem Eva og Jonas verða vinir aftur.3. Skautasvellið í Gamlebyen þar sem Jonas og Ísak fara á skauta.4. Húsið þar sem Noora, Eskild, Linn og Ísak búa.5. Heimili Williams við Observatoriegata 14 í Vika.6. Fyrsta stefnumót Williams og Nooru var á Ekeberg.7. Fyrsti koss Nooru og Williams var á Beier-brúnni.8. Rifrildi milli Nooru og Williams átti sér stað á St. Hanshaugen.9. Þegar Noora útskýrir fyrir Vilde að hún sé skotin í William standa þær á toppnum á St. Hanshaugen.10. Barinn Forest & Brown á Juels gate 31 í Frogner-hverfinu.11. Lögreglustöðin í Grønland þar sem Noora beið eftir William þegar hann var yfirheyrður.12. Bislett Kebab þar sem strákarnir kaupa sér kebab.13. Kaffihúsið Kaffebrenneriet í Skovveien þar sem Ísak bíður eftir Even.14. Hótel Radisson Blu Plaza þar sem Ísak og Even leigðu svítu.15. Svæðið við hótelið þar sem Ísak leitaði að Even eftir að hann hljóp nakinn út.16. Sagena-kirkjan þar sem Ísak fór á jólatónleika með foreldrum sínum.
Tengdar fréttir SKAM-áhrifin greinileg hjá norskum foreldrum Norska hagstofan hefur tekið saman gögn um algengustu nöfn sem foreldrar gáfu nýfæddum börnum sínum á síðasta ári. 24. janúar 2017 08:28 SKAM stjarna í tískuþætti í W Magazine Josefine Frida Pettersen, betur þekkt sem Noora úr SKAM, talar um frægðina við W Magazine. 9. febrúar 2017 10:00 Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. 12. janúar 2017 12:30 Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Skam: Endurfæðing Isaks Lokaþáttur þriðju þáttaraðar Skam birtist í gær. Hér er litið yfir farinn veg í þroskasögu Isaks. 17. desember 2016 14:00 NRK lokar fyrir erlenda áhorfendur Skam Frá og með deginum í dag munu NRK loka á aðgang áhorfenda utan Noregs. 13. janúar 2017 10:55 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
SKAM-áhrifin greinileg hjá norskum foreldrum Norska hagstofan hefur tekið saman gögn um algengustu nöfn sem foreldrar gáfu nýfæddum börnum sínum á síðasta ári. 24. janúar 2017 08:28
SKAM stjarna í tískuþætti í W Magazine Josefine Frida Pettersen, betur þekkt sem Noora úr SKAM, talar um frægðina við W Magazine. 9. febrúar 2017 10:00
Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. 12. janúar 2017 12:30
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04
Skam: Endurfæðing Isaks Lokaþáttur þriðju þáttaraðar Skam birtist í gær. Hér er litið yfir farinn veg í þroskasögu Isaks. 17. desember 2016 14:00
NRK lokar fyrir erlenda áhorfendur Skam Frá og með deginum í dag munu NRK loka á aðgang áhorfenda utan Noregs. 13. janúar 2017 10:55