Forsetinn gefið 1,2 milljónir af launum sínum í góðgerðamál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 18:05 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Ernir Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur gefið alls 1,2 milljónir króna í góðgerðamál frá því í nóvember síðastliðnum þegar hann fékk launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Frá þessu er greint á vef RÚV en það vakti mikla athygli þegar forsetinn kvaðst ekki ætla að þiggja launahækkunina sem nam um hálfri milljón króna. Á blaðamannafundi á Bessastöðum, sem reyndar var haldinn vegna stjórnarmyndunar, var Guðni spurður út í launahækkunina. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði forsetinn þá og bætti við að hann hygðist sjá til þess að hækkunin myndi ekki renna í hans vasa. Hann var þá spurður að því hvort að hann myndi láta mismuninn renna annað. „Þarf ég að segja það?“ spurði Guðni til baka. „Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því?“ Nú er ljóst að forsetinn hefur staðið við orð sín og ekki látið hækkunina renna í eigin vasa að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar kemur fram, og er haft eftir Guðna sjálfum, að þegar skattar hefðu verið greiddir af kauphækkuninni stæðu eftir 260.401 krónur. Frá því í nóvember hafi hann látið 300 þúsund krónur á mánuði renna til góðgerðarmála en vill ekki upplýsa um hvaða góðgerðasamtök- eða félög hann hefur stutt.Upptöku frá blaðamannafundi forseta síðan í nóvember þar sem úrskurður kjararáðs var til umræðu má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir „Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virtist hneykslaður á ákvörðun kjararáðs um að hækka laun sín um hálfa milljón á mánuði. 2. nóvember 2016 12:31 Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Bjarni Benediktsson segist hafa fullan skilning á að fólki þyki úrskurður kjararáðs vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum 2. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur gefið alls 1,2 milljónir króna í góðgerðamál frá því í nóvember síðastliðnum þegar hann fékk launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Frá þessu er greint á vef RÚV en það vakti mikla athygli þegar forsetinn kvaðst ekki ætla að þiggja launahækkunina sem nam um hálfri milljón króna. Á blaðamannafundi á Bessastöðum, sem reyndar var haldinn vegna stjórnarmyndunar, var Guðni spurður út í launahækkunina. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði forsetinn þá og bætti við að hann hygðist sjá til þess að hækkunin myndi ekki renna í hans vasa. Hann var þá spurður að því hvort að hann myndi láta mismuninn renna annað. „Þarf ég að segja það?“ spurði Guðni til baka. „Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því?“ Nú er ljóst að forsetinn hefur staðið við orð sín og ekki látið hækkunina renna í eigin vasa að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar kemur fram, og er haft eftir Guðna sjálfum, að þegar skattar hefðu verið greiddir af kauphækkuninni stæðu eftir 260.401 krónur. Frá því í nóvember hafi hann látið 300 þúsund krónur á mánuði renna til góðgerðarmála en vill ekki upplýsa um hvaða góðgerðasamtök- eða félög hann hefur stutt.Upptöku frá blaðamannafundi forseta síðan í nóvember þar sem úrskurður kjararáðs var til umræðu má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir „Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virtist hneykslaður á ákvörðun kjararáðs um að hækka laun sín um hálfa milljón á mánuði. 2. nóvember 2016 12:31 Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Bjarni Benediktsson segist hafa fullan skilning á að fólki þyki úrskurður kjararáðs vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum 2. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virtist hneykslaður á ákvörðun kjararáðs um að hækka laun sín um hálfa milljón á mánuði. 2. nóvember 2016 12:31
Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Bjarni Benediktsson segist hafa fullan skilning á að fólki þyki úrskurður kjararáðs vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum 2. nóvember 2016 21:15