Kvenfangar segja fyrstu vikurnar á Hólmsheiði hafa verið erfiðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2017 20:00 Kvenfangar í fangelsinu á Hólmsheiði segja fyrstu vikurnar í nýja fangelsinu þar hafa verið erfiðar. Þær séu oft eirðarlausar og vanti eitthvað að gera. Hátt í átta hundruð manns hafa skráð sig í Fangahjálpina, sem er hópur fyrir þá sem vilja veita föngum aðstoð. Aðstæður kvenfanga á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni uppá síðkastið en í fangelsinu á Hólmsheiði afplána nú sex konur. Fangelsið var nýlega tekið í notkun en þar er pláss fyrir 56 fanga. Nýlega var Facebook-síðan Fangahjálpin stofnuð af stjórnarmanni Afstöðu, félags fanga, vegna áhyggja af því að fangar á Hólmsheiði hefðu lítið að gera og væru þar í algjöru reiðuleysi. Í dag er meðlimir á síðunni hátt í 800 og hafa fjölmargir boðið fram sína aðstoð meðal annars með gjöfum, námskeiðahaldi og ýmsu öðru sem getur orðið föngum til betrunar.Andrúmsloftið annað en á Akureyri Mirjam Foekje van Twuijver er ein þeirra sem afplánar nú á Hólmsheiði. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir konurnar að flytja á Hólmsheiðina. Andrúmsloftið sé annað en í fangelsinu á Akureyri. Mirjam segir að það sé ekki nógu mikið að gera á daginn og að konurnar upplifi oft mikið eirðarleysi. Hún útskýrir að þann tíma sem hún hafi verið í fangelsi sjái hún sömu konur koma inn aftur og aftur. Mirjam segir að það sé mun erfiðara fyrir konur en karla að fá að fara í opin fangelsi. Það sé því lítil hvatning fyrir konurnar að standa sig vel. Konurnar sem fréttamaður ræddi við á Hólmsheiði eru sammála Mirjam um að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta. Allar eru þær sammála um að þó það séu störf í boði, þyrftu þau að vera fjölbreyttari og meira krefjandi. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, segist ekki geta tekið undir það að fangarnir séu í reiðuleysi. Reiðuleysi snúist ekki endilega alltaf um það hvort boðið sé uppá eitthvað heldur hvort fólk vilji taka þátt í því. Til að mynda hafi eins ein kona mætt í jóga-tíma sem var í boði í dag.Hægt er að sjá viðtal við Mirjam og Guðmund í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Kvenfangar í fangelsinu á Hólmsheiði segja fyrstu vikurnar í nýja fangelsinu þar hafa verið erfiðar. Þær séu oft eirðarlausar og vanti eitthvað að gera. Hátt í átta hundruð manns hafa skráð sig í Fangahjálpina, sem er hópur fyrir þá sem vilja veita föngum aðstoð. Aðstæður kvenfanga á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni uppá síðkastið en í fangelsinu á Hólmsheiði afplána nú sex konur. Fangelsið var nýlega tekið í notkun en þar er pláss fyrir 56 fanga. Nýlega var Facebook-síðan Fangahjálpin stofnuð af stjórnarmanni Afstöðu, félags fanga, vegna áhyggja af því að fangar á Hólmsheiði hefðu lítið að gera og væru þar í algjöru reiðuleysi. Í dag er meðlimir á síðunni hátt í 800 og hafa fjölmargir boðið fram sína aðstoð meðal annars með gjöfum, námskeiðahaldi og ýmsu öðru sem getur orðið föngum til betrunar.Andrúmsloftið annað en á Akureyri Mirjam Foekje van Twuijver er ein þeirra sem afplánar nú á Hólmsheiði. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir konurnar að flytja á Hólmsheiðina. Andrúmsloftið sé annað en í fangelsinu á Akureyri. Mirjam segir að það sé ekki nógu mikið að gera á daginn og að konurnar upplifi oft mikið eirðarleysi. Hún útskýrir að þann tíma sem hún hafi verið í fangelsi sjái hún sömu konur koma inn aftur og aftur. Mirjam segir að það sé mun erfiðara fyrir konur en karla að fá að fara í opin fangelsi. Það sé því lítil hvatning fyrir konurnar að standa sig vel. Konurnar sem fréttamaður ræddi við á Hólmsheiði eru sammála Mirjam um að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta. Allar eru þær sammála um að þó það séu störf í boði, þyrftu þau að vera fjölbreyttari og meira krefjandi. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, segist ekki geta tekið undir það að fangarnir séu í reiðuleysi. Reiðuleysi snúist ekki endilega alltaf um það hvort boðið sé uppá eitthvað heldur hvort fólk vilji taka þátt í því. Til að mynda hafi eins ein kona mætt í jóga-tíma sem var í boði í dag.Hægt er að sjá viðtal við Mirjam og Guðmund í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira