Brjóta lög með sjálfboðaliðum Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða vinnur í dreifbýli við landbúnað. vísir/stefán Bændur fá til sín hundruð sjálfboðaliða á hverju ári frá útlöndum sem ganga í hin ýmsu verk fyrir bændur. Alþýðusambandið hefur skorið upp herör gegn sjálfboðavinnu í landbúnaði í sameiningu með Starfsgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins. Að mati ASÍ er um klárt lögbrot að ræða. Formaður Bændasamtakanna tekur í sama streng. Á síðunni Workaway má nú finna um 180 auglýsingar þar sem Íslendingar óska eftir sjálfboðaliðum til vinnu. Langflestar auglýsingar koma úr landbúnaði þar sem hjálpa á til við bústörf, kaffihús í ferðaþjónustu, sauðburð og allt mögulegt sem snýr að störfum í landbúnaði. Á annarri vefsíðu, Helpx, eru 76 auglýsingar frá Íslandi. Þar er óskað eftir sjálfboðaliðum við ísframleiðslu í Holtseli í Eyjafirði, sem er ísframleiðsla í samkeppnisrekstri.„Bændur eru að okkar mati stórtækir í því að fá til sín sjálfboðaliða að utan,“ segir Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. „En um störf í landbúnaði gilda kjarasamningar og því í trássi við lög og kjarasamninga að ráða ólaunað vinnuafl í þessi störf.“ Fréttablaðið hefur áður greint frá starfsemi Umhverfisstofnunar og umfangi sjálfboðaliða í þeirra starfsemi en þeir sinna rúmlega 1.700 vinnudögum fyrir stofnunina.Dröfn segir mikilvægt að bændur hætti þessum undirboðum því að um lögbrot sé að ræð. „Við höfum með ýmsum leiðum reynt að sporna við þessari þróun. Síðasta vor sendu bæði Alþýðusambandið og Starfsgreinasambandið út bréf til flestallra þeirra sem þá voru með auglýsingu á þessum vefjum. Fáir sinntu því nokkuð og auglýsingum fjölgaði. Við höfum einnig farið þess á leit við Bændasamtökin að þau skrifuðu undir svipaða yfirlýsingu og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir með okkur en því var hafnað,“ segir Dröfn. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er sammála Alþýðusambandinu og hvetur bændur til að greiða laun eftir kjarasamningum. „Það er alveg skýrt af okkar hálfu. Við erum með samning við Starfsgreinasambandið fyrir hönd bænda. Menn skulu fara eftir þeim samningum og við hvetjum alla bændur til að gera það,“ segir Sindri. „Ef menn eru að ráða starfsfólk þá eiga þeir að vera tilbúnir að greiða því í samræmi við kjarasamninga.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Bændur fá til sín hundruð sjálfboðaliða á hverju ári frá útlöndum sem ganga í hin ýmsu verk fyrir bændur. Alþýðusambandið hefur skorið upp herör gegn sjálfboðavinnu í landbúnaði í sameiningu með Starfsgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins. Að mati ASÍ er um klárt lögbrot að ræða. Formaður Bændasamtakanna tekur í sama streng. Á síðunni Workaway má nú finna um 180 auglýsingar þar sem Íslendingar óska eftir sjálfboðaliðum til vinnu. Langflestar auglýsingar koma úr landbúnaði þar sem hjálpa á til við bústörf, kaffihús í ferðaþjónustu, sauðburð og allt mögulegt sem snýr að störfum í landbúnaði. Á annarri vefsíðu, Helpx, eru 76 auglýsingar frá Íslandi. Þar er óskað eftir sjálfboðaliðum við ísframleiðslu í Holtseli í Eyjafirði, sem er ísframleiðsla í samkeppnisrekstri.„Bændur eru að okkar mati stórtækir í því að fá til sín sjálfboðaliða að utan,“ segir Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. „En um störf í landbúnaði gilda kjarasamningar og því í trássi við lög og kjarasamninga að ráða ólaunað vinnuafl í þessi störf.“ Fréttablaðið hefur áður greint frá starfsemi Umhverfisstofnunar og umfangi sjálfboðaliða í þeirra starfsemi en þeir sinna rúmlega 1.700 vinnudögum fyrir stofnunina.Dröfn segir mikilvægt að bændur hætti þessum undirboðum því að um lögbrot sé að ræð. „Við höfum með ýmsum leiðum reynt að sporna við þessari þróun. Síðasta vor sendu bæði Alþýðusambandið og Starfsgreinasambandið út bréf til flestallra þeirra sem þá voru með auglýsingu á þessum vefjum. Fáir sinntu því nokkuð og auglýsingum fjölgaði. Við höfum einnig farið þess á leit við Bændasamtökin að þau skrifuðu undir svipaða yfirlýsingu og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir með okkur en því var hafnað,“ segir Dröfn. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er sammála Alþýðusambandinu og hvetur bændur til að greiða laun eftir kjarasamningum. „Það er alveg skýrt af okkar hálfu. Við erum með samning við Starfsgreinasambandið fyrir hönd bænda. Menn skulu fara eftir þeim samningum og við hvetjum alla bændur til að gera það,“ segir Sindri. „Ef menn eru að ráða starfsfólk þá eiga þeir að vera tilbúnir að greiða því í samræmi við kjarasamninga.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði