Eiður Svanberg er látinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 14:39 Eiður Svanberg Guðnason. vísir/valli Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 30. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans. Eiður fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1939. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í stjórnmálafræði við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum 1960-61, varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku 1962, lauk BA-prófi í ensku og enskum bókmenntum við HÍ 1967 og stundaði nám í sjónvarpsfræðum og upptökustjórn hjá ITV í London 1967 og hjá sænska sjónvarpinu 1968. Eiður var blaðamaður og síðar ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublaðinu 1962-67, var yfirþýðandi og fréttamaður Sjónvarpsins 1967-78 og varafréttastjóri 1971-78. Eiður skrifaði reglulega fréttapistla í American Scandinavian Review 1962-72, var fréttaritari vikuritsins Time 1965-78 og fréttaritari CBS útvarpsstöðvanna 1970-76. Hann var alþingismaður Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi 1978-93, þingflokksformaður Alþýðuflokksins 1983-91 og umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 1991-93. Eiður var sendiherra Íslands í Osló í Noregi 1993-98 og fleiri umdæmislöndum sendiráðsins, fyrsti skrifstofustjóri Auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 1998-2001, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada 2001-2002 og sendiherra Íslands í Kína og umdæmislöndum þess sendiráðs 2002-2006 og skrifstofustjóri menningarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 2006. Eiður var skipaður aðalræðismaður Íslands í Færeyjum 2007 og var fyrsti diplómatíski embættismaður annars ríkis í Færeyjum. Hann lét af störfum í utanríkisþjónustunni í ársbyrjun 2009. Eiður stjórnaði gerð fjölda heimildarkvikmynda og þýddi útvarpsleikrit og útvarpssögur. Hann sat m.a. í stjórn Skátafélags Reykjavíkur 1959-60, Fulbright stofnunarinnar 1964-69, Blaðamannafélags Íslands 1968-73 og var formaður þess 1971-72. Eiður sat í flokkstjórn Alþýðuflokksins 1964-69 og 1978-93, var varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík 1966-70, sat í útvarpsráði 1978-87 og var formaður fjárveitinganefndar Alþingis 1979-80. Hann sat í Norðurlandaráði 1978-79 og 1981-89, var formaður Íslandsdeildar ráðsins 1978-79 og í forsætisnefnd þess. Hann var formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs 1981-87 og laganefndar 1987-89 og sat í fjárlaganefnd 1981-89. Eiður var fulltrúi á ráðgjafaþingi Evrópuráðs 1989-91, fulltrúi á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 1980 og sat í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu frá 1982. Eiður var formaður Skátasambands Reykjavíkur 1988-89. Eiður kvæntist Eygló Helgu Haraldsdóttur píanókennara 16. mars 1963. Hún lést 13. maí 2015. Börn Eiðs og Eyglóar eru Helga Þóra, Þórunn Svanhildur og Haraldur Guðni. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 30. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans. Eiður fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1939. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í stjórnmálafræði við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum 1960-61, varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku 1962, lauk BA-prófi í ensku og enskum bókmenntum við HÍ 1967 og stundaði nám í sjónvarpsfræðum og upptökustjórn hjá ITV í London 1967 og hjá sænska sjónvarpinu 1968. Eiður var blaðamaður og síðar ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublaðinu 1962-67, var yfirþýðandi og fréttamaður Sjónvarpsins 1967-78 og varafréttastjóri 1971-78. Eiður skrifaði reglulega fréttapistla í American Scandinavian Review 1962-72, var fréttaritari vikuritsins Time 1965-78 og fréttaritari CBS útvarpsstöðvanna 1970-76. Hann var alþingismaður Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi 1978-93, þingflokksformaður Alþýðuflokksins 1983-91 og umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 1991-93. Eiður var sendiherra Íslands í Osló í Noregi 1993-98 og fleiri umdæmislöndum sendiráðsins, fyrsti skrifstofustjóri Auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 1998-2001, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada 2001-2002 og sendiherra Íslands í Kína og umdæmislöndum þess sendiráðs 2002-2006 og skrifstofustjóri menningarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 2006. Eiður var skipaður aðalræðismaður Íslands í Færeyjum 2007 og var fyrsti diplómatíski embættismaður annars ríkis í Færeyjum. Hann lét af störfum í utanríkisþjónustunni í ársbyrjun 2009. Eiður stjórnaði gerð fjölda heimildarkvikmynda og þýddi útvarpsleikrit og útvarpssögur. Hann sat m.a. í stjórn Skátafélags Reykjavíkur 1959-60, Fulbright stofnunarinnar 1964-69, Blaðamannafélags Íslands 1968-73 og var formaður þess 1971-72. Eiður sat í flokkstjórn Alþýðuflokksins 1964-69 og 1978-93, var varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík 1966-70, sat í útvarpsráði 1978-87 og var formaður fjárveitinganefndar Alþingis 1979-80. Hann sat í Norðurlandaráði 1978-79 og 1981-89, var formaður Íslandsdeildar ráðsins 1978-79 og í forsætisnefnd þess. Hann var formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs 1981-87 og laganefndar 1987-89 og sat í fjárlaganefnd 1981-89. Eiður var fulltrúi á ráðgjafaþingi Evrópuráðs 1989-91, fulltrúi á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 1980 og sat í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu frá 1982. Eiður var formaður Skátasambands Reykjavíkur 1988-89. Eiður kvæntist Eygló Helgu Haraldsdóttur píanókennara 16. mars 1963. Hún lést 13. maí 2015. Börn Eiðs og Eyglóar eru Helga Þóra, Þórunn Svanhildur og Haraldur Guðni.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira