Sport

Ætla að gera ÓL-medalíur úr gömlum farsímum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Phelps er hér með ÓL-gull í Ríó. Verðlaunapeningarnir verða óhefðbundari næst.
Michael Phelps er hér með ÓL-gull í Ríó. Verðlaunapeningarnir verða óhefðbundari næst. vísir/getty
Skipuleggjendur Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 ætla sér að bjóða íþróttamönnunum upp á einstaka verðlaunapeninga.

Hugmynd þeirra er að gera medalíurnar úr gömlum farsímum og öðrum litlum rafmagnstækjum sem eru úr sér gengin. Þessi tæki fara í endurvinnsluna og enda um háls bestu íþróttamanna heims.

„Þetta er spennandi verkefni sem allir í Japan geta tekið þátt í. Það eru takmörk fyrir auðlindum jarðarinnar og þessi endurvinnsla fær fólk til þess að hugsa um umhverfið,“ segir Koji Murofushi, framkvæmdastjóri leikanna í Japan.

Annað sem Japanir ætla að gera er að lækka kostnaðinn við að halda leikana enda er sá kostnaður löngu farinn í rugl. Þeir hafa ákveðið að minnka kostnaðinn um 14 milljarða dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×