Erlent

Þrír létust í bruna í gufubaðsklúbbi í Berlín

atli ísleifsson skrifar
Steam Works er í hverfinu Schöneberg.
Steam Works er í hverfinu Schöneberg. Vísir/EPA
Þrír eru látnir og einn slasaður eftir að eldur kom upp á gufubaðsklúbbi í þýsku höfuðborginni Berlín í gærkvöldi.

Skemmtistaðurinn er líkt og völdundarhús í laginu með um sextíu minni herbergjum sem gerði slökkviliði erfitt fyrir.

Skemmtistaðurinn Steam Works er í hverfinu Schöneberg og er vinsæll meðal samkynhneigðra karlmanna.

Í frétt SVT kemur fram að mennirnir hafi látist af völdum reykeitrunar. Flestir af þeim 25 gestum sem sóttu staðinn þegar eldurinn kom upp tókst sjálfum að yfirgefa staðinn áður en slökkvilið mætti á staðinn.

Eigandi Steam Works segir staðinn vera um tvö þúsund fermetrar að stærð, með fjölmörgum ólíkum gufuböðum, myrkravölundarhús og um sextíu smærri herbergi.

Ekki er vitað um upptök eldsins á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×