Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 11:40 Sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshæli var kynnt í gær. vísir/gva Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15