Selur syndir upp í Svarfaðardalsá Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2017 17:27 Selurinn lá rólegur á sandeyri í Svarfaðardalsá á móts við eyðibýlið Gröf. Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson. Óvenjuleg sjón mætti hestamönnum í útreiðartúr meðfram bökkum Svarfaðardalsár á dögunum. Á sandeyri í ánni á móts við jörðina Gröf lá selur í makindum sínum. Hann hafði þá synt um tíu kílómetra upp með ánni frá ós hennar sunnan við Dalvík. Að sögn viðmælanda fréttastofu lá selurinn drjúga stund á sandeyrinni, en þegar hestamennirnir komu nær stakk hann sér til sunds í ánni. Hann var þá kominn inn fyrir kirkjustaðina Tjörn og Velli. Kvaðst viðmælandinn ekki hafa heyrt um að selur hafi synt svo langt upp í ána.Selurinn á sandeyrinni í Svarfaðardalsá.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Það er væntanlega silungurinn í ánni sem freistar selsins en Svarfaðardalsá þykir góð bleikjuveiðiá. Einnig veiðist urriði í ánni og nokkrir laxar nást einnig á land á sumrin. Selir eru því ekki vel séðir af veiðimönnum né veiðiréttareigendum, eins og dagbókarfærsla veiðimanns í rafræna veiðibók Svarfaðardalsár fyrir þremur árum ber með sér, skráð 7. september 2014: „Selur skotinn neðan við Sökku. Sem veiðimanni finnst mér ekki að eiga sér stað að það sé selur upp um alla á. Er óánægður með þetta að það sé ekki fylgst með þessu.“ Þessi selur virðist hafa verið skotinn innan Friðlands Svarfdæla, sem nær um dalbotninn frá sjó og að merkjum Tjarnar og Grundar. Skotveiði er bönnuð innan friðlandsins.Selurinn á sundi í Svarfaðardalsá um síðustu helgi.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Mörg dæmi eru um að selir syndi upp með veiðiám langt inn í land. Örnefnið Selfoss í Ölfusá vísar raunar til þess. Þannig sást selur í Soginu fyrir landi Bíldsfells í byrjun september og var þá kominn upp fyrir bæði Þrastarlund og Álftavatn. Laxveiðimenn voru ekki á því að gefa þeim sel grið, eins og álykta má af frásögn Morgunblaðsins: „Var þetta tilkynnt strax en hann var á bak og burt þegar selaskyttan mætti á svæðið.“ Í sömu frétt kvartar laxveiðimaður undan því að selur sé ekki lengur skotinn í ósi Ölfusár „..þar sem það fer víst fyrir brjóstið á blessuðum túristunum sem flykkist þangað til að dáðst að honum“. Hér má sjá myndband af selnum í Svarfaðardalsá sem Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson tók um síðustu helgi: Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Óvenjuleg sjón mætti hestamönnum í útreiðartúr meðfram bökkum Svarfaðardalsár á dögunum. Á sandeyri í ánni á móts við jörðina Gröf lá selur í makindum sínum. Hann hafði þá synt um tíu kílómetra upp með ánni frá ós hennar sunnan við Dalvík. Að sögn viðmælanda fréttastofu lá selurinn drjúga stund á sandeyrinni, en þegar hestamennirnir komu nær stakk hann sér til sunds í ánni. Hann var þá kominn inn fyrir kirkjustaðina Tjörn og Velli. Kvaðst viðmælandinn ekki hafa heyrt um að selur hafi synt svo langt upp í ána.Selurinn á sandeyrinni í Svarfaðardalsá.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Það er væntanlega silungurinn í ánni sem freistar selsins en Svarfaðardalsá þykir góð bleikjuveiðiá. Einnig veiðist urriði í ánni og nokkrir laxar nást einnig á land á sumrin. Selir eru því ekki vel séðir af veiðimönnum né veiðiréttareigendum, eins og dagbókarfærsla veiðimanns í rafræna veiðibók Svarfaðardalsár fyrir þremur árum ber með sér, skráð 7. september 2014: „Selur skotinn neðan við Sökku. Sem veiðimanni finnst mér ekki að eiga sér stað að það sé selur upp um alla á. Er óánægður með þetta að það sé ekki fylgst með þessu.“ Þessi selur virðist hafa verið skotinn innan Friðlands Svarfdæla, sem nær um dalbotninn frá sjó og að merkjum Tjarnar og Grundar. Skotveiði er bönnuð innan friðlandsins.Selurinn á sundi í Svarfaðardalsá um síðustu helgi.Mynd/Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson.Mörg dæmi eru um að selir syndi upp með veiðiám langt inn í land. Örnefnið Selfoss í Ölfusá vísar raunar til þess. Þannig sást selur í Soginu fyrir landi Bíldsfells í byrjun september og var þá kominn upp fyrir bæði Þrastarlund og Álftavatn. Laxveiðimenn voru ekki á því að gefa þeim sel grið, eins og álykta má af frásögn Morgunblaðsins: „Var þetta tilkynnt strax en hann var á bak og burt þegar selaskyttan mætti á svæðið.“ Í sömu frétt kvartar laxveiðimaður undan því að selur sé ekki lengur skotinn í ósi Ölfusár „..þar sem það fer víst fyrir brjóstið á blessuðum túristunum sem flykkist þangað til að dáðst að honum“. Hér má sjá myndband af selnum í Svarfaðardalsá sem Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson tók um síðustu helgi:
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira