Markaðssetning skiptir öllu máli Helga María Guðmundsdóttir skrifar 8. október 2017 20:00 Glerhjúpur Hörpu mun á næstu dögum sýna á táknrænan hátt eyju sem sekkur í sæ til þess að vekja athygli á hnattrænni hlýnun. Þetta er gert í tengslum við ráðstefnu um orkumál sem fer fram á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að þær upplýsingar sem koma fram á ráðstefnunni séu dýrmætar fyrir þá sem tengjast orkumarkaðinum en þátttökugjald á ráðstefnuna eru litlar 1660 evrur eða um 210.000 krónur.Skiptir markaðsetning svona miklu máli? „Já hún gerir það, ef þú hugsar um þau fyrirtæki sem þú þekkir eða koma beint upp í kollinn, það eru fyrst og fremst þau fyrirtæki sem eru góð i að markaðssetja sig, stóru fyrirtækin eins og apple, er apple tölva betri? Hún er betur markaðssett. Tvennt vil ég að gerist annars vegar á alheims mælikvarða að fólk átti sig á því hversu miklu máli markaðssetning skiptir, en hérna heima eru skilaboðin mín þessi. Orka er ekki til í eins miklu magni eins og við vitum, það vantar orku á Íslandi, þess vegna eigum við að selja hana á hæst verði og við eigum að nota lögmál vörumerkjastjórnunnar til að hækka verðið á okkar orku sem við seljum til útlanda,“ segir Dr. Friðrik Larsen, skipuleggjandi ráðstefnunnar. Íslenskt sprotafyrirtæki ætlar að fara nýstárlega leið til að koma skilaboðum áleiðis með því að sýna á táknrænan hátt eyju sem sekkur í sæ og hvernig viðbúnaðarstig er við hnattrænni hlýnun og hækkandi yfirborði sjávar. Þetta ert gert á glerhjúp Hörpunnar. „Við vonum að við náum að kveikja í orkufyrirtækjunum að vilja fara þessa leið að horfa ekki meira á framboðshlutann heldur eftirspurnarhlutann. Það er að segja hjálpa fyrirtækjum að nýta orkuna betur,“ segir Einar Sævarsson, framkvæmdastjóri Activity Stream. Tveir af gestum ráðstefnunnar fóru hringferð um landið á rafmagnsbíl og með ferðinni vildu þeir sýna fram á að það er raunhæfur kostur að skipta yfir í rafmagnsbíl en ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Í eitt skiptið þegar við vorum að hlaða bílinn í ónefndum bæ urðum við að dvelja þar í 6 klukkustundir yfir daginn. Ég skildi bíldyrnar eftir opnar og geit nokkur komst inn í bílinn því hún vildi verða samferða okkur til lokaáfangastaðar,“ segir Stuart McBain, endurskoðandi. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Glerhjúpur Hörpu mun á næstu dögum sýna á táknrænan hátt eyju sem sekkur í sæ til þess að vekja athygli á hnattrænni hlýnun. Þetta er gert í tengslum við ráðstefnu um orkumál sem fer fram á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að þær upplýsingar sem koma fram á ráðstefnunni séu dýrmætar fyrir þá sem tengjast orkumarkaðinum en þátttökugjald á ráðstefnuna eru litlar 1660 evrur eða um 210.000 krónur.Skiptir markaðsetning svona miklu máli? „Já hún gerir það, ef þú hugsar um þau fyrirtæki sem þú þekkir eða koma beint upp í kollinn, það eru fyrst og fremst þau fyrirtæki sem eru góð i að markaðssetja sig, stóru fyrirtækin eins og apple, er apple tölva betri? Hún er betur markaðssett. Tvennt vil ég að gerist annars vegar á alheims mælikvarða að fólk átti sig á því hversu miklu máli markaðssetning skiptir, en hérna heima eru skilaboðin mín þessi. Orka er ekki til í eins miklu magni eins og við vitum, það vantar orku á Íslandi, þess vegna eigum við að selja hana á hæst verði og við eigum að nota lögmál vörumerkjastjórnunnar til að hækka verðið á okkar orku sem við seljum til útlanda,“ segir Dr. Friðrik Larsen, skipuleggjandi ráðstefnunnar. Íslenskt sprotafyrirtæki ætlar að fara nýstárlega leið til að koma skilaboðum áleiðis með því að sýna á táknrænan hátt eyju sem sekkur í sæ og hvernig viðbúnaðarstig er við hnattrænni hlýnun og hækkandi yfirborði sjávar. Þetta ert gert á glerhjúp Hörpunnar. „Við vonum að við náum að kveikja í orkufyrirtækjunum að vilja fara þessa leið að horfa ekki meira á framboðshlutann heldur eftirspurnarhlutann. Það er að segja hjálpa fyrirtækjum að nýta orkuna betur,“ segir Einar Sævarsson, framkvæmdastjóri Activity Stream. Tveir af gestum ráðstefnunnar fóru hringferð um landið á rafmagnsbíl og með ferðinni vildu þeir sýna fram á að það er raunhæfur kostur að skipta yfir í rafmagnsbíl en ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Í eitt skiptið þegar við vorum að hlaða bílinn í ónefndum bæ urðum við að dvelja þar í 6 klukkustundir yfir daginn. Ég skildi bíldyrnar eftir opnar og geit nokkur komst inn í bílinn því hún vildi verða samferða okkur til lokaáfangastaðar,“ segir Stuart McBain, endurskoðandi.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira