Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2017 07:00 Kirkjan telur ríkið seilast harkalega ofan í vasa kirkjunnar. vísir/gva Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. Telur þjóðkirkjan sig hlunnfarna og ríkið seilast ofan í vasa kirkjunnar af mikilli hörku. Telur þjóðkirkjan sig vanta hundruð milljóna króna inn í reksturinn. Þetta kemur fram í fundargerð Kirkjuráðs. Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru sóknargjöld skorin niður til kirkjunnar. Sóknargjald er reiknað út frá meðaltekjuskattstofni og var síðast gert árið 2009. Þrátt fyrir hækkun meðaltekjuskattstofnsins hefur sóknargjaldið ekki hækkað. Því innheimtir ríkið sóknargjald af þegnum sínum en skilar aðeins hluta af gjaldinu til kirkjunnar að mati Agnesar Sigurðardóttur, biskups Íslands. Brást hún við því með að senda prestum bréf. „Kirkjan lét þetta yfir sig ganga en fljótlega kom í ljós að gengið hafði verið miklu lengra gagnvart henni og öðrum rétthöfum sóknargjaldanna heldur en gagnvart öðrum sem sættu skerðingu á framlögum á fjárlögum og í raun var ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en sem aðför að kirkjunni vegna þess hversu sértæk og íþyngjandi þessi aðgerð var,“ segir í bréfi forseta og framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekaði biskup í orðsendingu til presta þann 22. desember og bað þá að senda öllum nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins bréf og skora á þá að auka fé til kirkjunnar. Um fimm hundruð tölvupóstar bárust nefndarmönnum þennan daginn frá vígðum prestum sem og sóknarnefndarmönnum vítt og breitt um landið. „Siðmennt hefur alltaf verið á móti sóknargjaldafyrirkomulaginu fyrir trú- og lífsskoðunarfélög. Félagið telur að félagsmenn eigi sjálfir að greiða félagsgjöld til þeirra til þess að standa undir rekstri,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og bendir á að frá árinu 1988 hafa sóknargjöld numið 74 milljörðum króna á verðgildi ársins 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. Telur þjóðkirkjan sig hlunnfarna og ríkið seilast ofan í vasa kirkjunnar af mikilli hörku. Telur þjóðkirkjan sig vanta hundruð milljóna króna inn í reksturinn. Þetta kemur fram í fundargerð Kirkjuráðs. Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru sóknargjöld skorin niður til kirkjunnar. Sóknargjald er reiknað út frá meðaltekjuskattstofni og var síðast gert árið 2009. Þrátt fyrir hækkun meðaltekjuskattstofnsins hefur sóknargjaldið ekki hækkað. Því innheimtir ríkið sóknargjald af þegnum sínum en skilar aðeins hluta af gjaldinu til kirkjunnar að mati Agnesar Sigurðardóttur, biskups Íslands. Brást hún við því með að senda prestum bréf. „Kirkjan lét þetta yfir sig ganga en fljótlega kom í ljós að gengið hafði verið miklu lengra gagnvart henni og öðrum rétthöfum sóknargjaldanna heldur en gagnvart öðrum sem sættu skerðingu á framlögum á fjárlögum og í raun var ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en sem aðför að kirkjunni vegna þess hversu sértæk og íþyngjandi þessi aðgerð var,“ segir í bréfi forseta og framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekaði biskup í orðsendingu til presta þann 22. desember og bað þá að senda öllum nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins bréf og skora á þá að auka fé til kirkjunnar. Um fimm hundruð tölvupóstar bárust nefndarmönnum þennan daginn frá vígðum prestum sem og sóknarnefndarmönnum vítt og breitt um landið. „Siðmennt hefur alltaf verið á móti sóknargjaldafyrirkomulaginu fyrir trú- og lífsskoðunarfélög. Félagið telur að félagsmenn eigi sjálfir að greiða félagsgjöld til þeirra til þess að standa undir rekstri,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og bendir á að frá árinu 1988 hafa sóknargjöld numið 74 milljörðum króna á verðgildi ársins 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira