Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2017 07:00 Kirkjan telur ríkið seilast harkalega ofan í vasa kirkjunnar. vísir/gva Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. Telur þjóðkirkjan sig hlunnfarna og ríkið seilast ofan í vasa kirkjunnar af mikilli hörku. Telur þjóðkirkjan sig vanta hundruð milljóna króna inn í reksturinn. Þetta kemur fram í fundargerð Kirkjuráðs. Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru sóknargjöld skorin niður til kirkjunnar. Sóknargjald er reiknað út frá meðaltekjuskattstofni og var síðast gert árið 2009. Þrátt fyrir hækkun meðaltekjuskattstofnsins hefur sóknargjaldið ekki hækkað. Því innheimtir ríkið sóknargjald af þegnum sínum en skilar aðeins hluta af gjaldinu til kirkjunnar að mati Agnesar Sigurðardóttur, biskups Íslands. Brást hún við því með að senda prestum bréf. „Kirkjan lét þetta yfir sig ganga en fljótlega kom í ljós að gengið hafði verið miklu lengra gagnvart henni og öðrum rétthöfum sóknargjaldanna heldur en gagnvart öðrum sem sættu skerðingu á framlögum á fjárlögum og í raun var ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en sem aðför að kirkjunni vegna þess hversu sértæk og íþyngjandi þessi aðgerð var,“ segir í bréfi forseta og framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekaði biskup í orðsendingu til presta þann 22. desember og bað þá að senda öllum nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins bréf og skora á þá að auka fé til kirkjunnar. Um fimm hundruð tölvupóstar bárust nefndarmönnum þennan daginn frá vígðum prestum sem og sóknarnefndarmönnum vítt og breitt um landið. „Siðmennt hefur alltaf verið á móti sóknargjaldafyrirkomulaginu fyrir trú- og lífsskoðunarfélög. Félagið telur að félagsmenn eigi sjálfir að greiða félagsgjöld til þeirra til þess að standa undir rekstri,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og bendir á að frá árinu 1988 hafa sóknargjöld numið 74 milljörðum króna á verðgildi ársins 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. Telur þjóðkirkjan sig hlunnfarna og ríkið seilast ofan í vasa kirkjunnar af mikilli hörku. Telur þjóðkirkjan sig vanta hundruð milljóna króna inn í reksturinn. Þetta kemur fram í fundargerð Kirkjuráðs. Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru sóknargjöld skorin niður til kirkjunnar. Sóknargjald er reiknað út frá meðaltekjuskattstofni og var síðast gert árið 2009. Þrátt fyrir hækkun meðaltekjuskattstofnsins hefur sóknargjaldið ekki hækkað. Því innheimtir ríkið sóknargjald af þegnum sínum en skilar aðeins hluta af gjaldinu til kirkjunnar að mati Agnesar Sigurðardóttur, biskups Íslands. Brást hún við því með að senda prestum bréf. „Kirkjan lét þetta yfir sig ganga en fljótlega kom í ljós að gengið hafði verið miklu lengra gagnvart henni og öðrum rétthöfum sóknargjaldanna heldur en gagnvart öðrum sem sættu skerðingu á framlögum á fjárlögum og í raun var ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en sem aðför að kirkjunni vegna þess hversu sértæk og íþyngjandi þessi aðgerð var,“ segir í bréfi forseta og framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekaði biskup í orðsendingu til presta þann 22. desember og bað þá að senda öllum nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins bréf og skora á þá að auka fé til kirkjunnar. Um fimm hundruð tölvupóstar bárust nefndarmönnum þennan daginn frá vígðum prestum sem og sóknarnefndarmönnum vítt og breitt um landið. „Siðmennt hefur alltaf verið á móti sóknargjaldafyrirkomulaginu fyrir trú- og lífsskoðunarfélög. Félagið telur að félagsmenn eigi sjálfir að greiða félagsgjöld til þeirra til þess að standa undir rekstri,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og bendir á að frá árinu 1988 hafa sóknargjöld numið 74 milljörðum króna á verðgildi ársins 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira