Hvorki eigandinn né ráðuneytið vill borga uppsagnarfrest á Kumbaravogi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. janúar 2017 11:00 „Við höfum í raun og veru ekki neinn sérstakan áhuga á því að reyna að snúa þessu við – ekki nema það sé eitthvað betra framundan,“ segir Guðni Kristjánsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Kumbaravogi sem verður lokað í lok mars. Nýleg ráðherraskipti í heilbrigðisráðuneytinu munu að sögn Guðna vísast engu breyta um þá ákvörðun fyrrverandi ráðherra að loka heimilinu á Kumbaravogi. Hann segir minnst helming íbúanna ekki enn vita hvar þeir muni búa eftir 31. mars. „Við erum mjög ósáttir við hvernig þeir fara að þessu. Það eru svo mikil læti og erfiðleikar í kring um þetta að setja gamalt fólk í þá aðstöðu að þurfa að vera í óvissu um hvar það á að vera. En í sjálfu sér þá höfum við ekki beinan áhuga á því að halda þessu áfram vegna þess að þessi rekstur er það erfiður,“ segir Guðni. Af þrjátíu heimilismönnum á Kumbaravogi segir Guðni aðeins fjóra flutta út nú þegar; þrjá á Eyrarbakka og einn á Fellsenda í Dölum. Til standi að einhverjir fari í Hveragerði, aðrir á Hellu og einn á Eskifjörð. „Okkur er bara sagt að þessi sé að fara þangað og hinn hingað en fólkið er nú hérna enn þá,“ segir hann. Um fimmtíu manns starfa á Kumbaravogi, sumir þó aðeins í hlutastarfi. Allir missa vinnuna. „Það er náttúrlega dálítið bágt og óöruggt enda framtíðin óljós,“ segir Guðni um stemninguna hjá starfsfólkinu. Hann viti aðeins um tvo sem hafi fengið nýtt starf. Þess utan hafi ein kona hvort sem er ætlað að hætta til að snúa sér að öðru. Allt að sex starfsmenn eru með sex mánaða uppsagnarfrest en óljóst er hver borgar laun þeirra eftir 31. mars. „Svo eiga allir sinn orlofsrétt eftir það, það er líka peningur. Það hefur eitt verkalýðsfélag rætt við þá í ráðuneytinu og þeir hafa svarað að þetta sé alfarið okkar mál hér og komi þeim ekkert við. Það gengur náttúrlega ekki.“ Mikil mannvirki eru á Kumbaravogi sem Guðni segir ekki ákveðið hvernig verði nýtt. „Við erum bara að jafna okkur á þessu. Húsin fara svo sem ekki neitt. Einhvern veginn þurfa þau að vinna fyrir sér. Við vitum ekki hvort við eigum að vera með einhverja starfsemi hérna, leigja þetta öðrum eða jafnvel selja.“ Guðni segir að sér hefði þótt eðlilegt að bíða með lokun Kumbaravogs þar til áformað hjúkrunarheimili á Selfossi er risið. „Það getur varla verið dýrara að setja einhvern smá pening í að gera við þessa fáu hluti hér sem þeir eru með athugasemdir við heldur en að vera að þessum látum – að þeyta gömlu fólki hér út og suður í óþarfa óvissu. Það er enginn í lífshættu hérna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Við höfum í raun og veru ekki neinn sérstakan áhuga á því að reyna að snúa þessu við – ekki nema það sé eitthvað betra framundan,“ segir Guðni Kristjánsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Kumbaravogi sem verður lokað í lok mars. Nýleg ráðherraskipti í heilbrigðisráðuneytinu munu að sögn Guðna vísast engu breyta um þá ákvörðun fyrrverandi ráðherra að loka heimilinu á Kumbaravogi. Hann segir minnst helming íbúanna ekki enn vita hvar þeir muni búa eftir 31. mars. „Við erum mjög ósáttir við hvernig þeir fara að þessu. Það eru svo mikil læti og erfiðleikar í kring um þetta að setja gamalt fólk í þá aðstöðu að þurfa að vera í óvissu um hvar það á að vera. En í sjálfu sér þá höfum við ekki beinan áhuga á því að halda þessu áfram vegna þess að þessi rekstur er það erfiður,“ segir Guðni. Af þrjátíu heimilismönnum á Kumbaravogi segir Guðni aðeins fjóra flutta út nú þegar; þrjá á Eyrarbakka og einn á Fellsenda í Dölum. Til standi að einhverjir fari í Hveragerði, aðrir á Hellu og einn á Eskifjörð. „Okkur er bara sagt að þessi sé að fara þangað og hinn hingað en fólkið er nú hérna enn þá,“ segir hann. Um fimmtíu manns starfa á Kumbaravogi, sumir þó aðeins í hlutastarfi. Allir missa vinnuna. „Það er náttúrlega dálítið bágt og óöruggt enda framtíðin óljós,“ segir Guðni um stemninguna hjá starfsfólkinu. Hann viti aðeins um tvo sem hafi fengið nýtt starf. Þess utan hafi ein kona hvort sem er ætlað að hætta til að snúa sér að öðru. Allt að sex starfsmenn eru með sex mánaða uppsagnarfrest en óljóst er hver borgar laun þeirra eftir 31. mars. „Svo eiga allir sinn orlofsrétt eftir það, það er líka peningur. Það hefur eitt verkalýðsfélag rætt við þá í ráðuneytinu og þeir hafa svarað að þetta sé alfarið okkar mál hér og komi þeim ekkert við. Það gengur náttúrlega ekki.“ Mikil mannvirki eru á Kumbaravogi sem Guðni segir ekki ákveðið hvernig verði nýtt. „Við erum bara að jafna okkur á þessu. Húsin fara svo sem ekki neitt. Einhvern veginn þurfa þau að vinna fyrir sér. Við vitum ekki hvort við eigum að vera með einhverja starfsemi hérna, leigja þetta öðrum eða jafnvel selja.“ Guðni segir að sér hefði þótt eðlilegt að bíða með lokun Kumbaravogs þar til áformað hjúkrunarheimili á Selfossi er risið. „Það getur varla verið dýrara að setja einhvern smá pening í að gera við þessa fáu hluti hér sem þeir eru með athugasemdir við heldur en að vera að þessum látum – að þeyta gömlu fólki hér út og suður í óþarfa óvissu. Það er enginn í lífshættu hérna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira