Fátækir fá enga pelsa sem fara í dýraathvörf með blessun PETA Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Fjölskylduhjálp Íslands er hætt við að úthluta fátækum pelsum sem dýraverndunarsamtökin PETA fluttu til landsins í því skyni. „Skjólstæðingar okkar skipta þúsundum og því getum við ekki gert upp á milli þeirra fjölmörgu sem búa við fátækt á Íslandi. Heimilislausir hafa nú þegar fengið pelsa til að halda á sér hita í óupphituðum húsakynnum og hriplekum kofum,“ segir í tilkynningu Fjölskylduhjálparinnar, sem kveðst munu ráðstafa pelsunum í dýraathvörf hérlendis. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, upplýsti á þriðjudag að tekist hefði að þvo úr tveimur pelsum umdeildar merkingar sem PETA málaði til að hindra endursölu og þar með að pelsarnir yrðu gerðir að féþúfu. Sonul Badiani Hamment, sem fylgdi PETA-pelsunum hingað til lands, tók slíkt hins vegar ekki í mál og sagðist mundu fara með pelsana aftur utan ef það stæði til. Eins og kunnugt er var úthlutun pelsanna gagnrýnd harðlega og sögð meðal annars siðferðislega ámælisverð með því að merkja fátækt fólk sem slíkt og nota það í kynningarstarfsemi. Olivia Jordan, fjölmiðlafulltrúi hjá PETA, segir samtökin áður hafa gefið pelsa með þessum hætti allt frá San Francisco til Sýrlands og ávallt fengið þakkir fyrir. Þau viti af gagnrýni á úthlutun pelsanna hérlendis og séu sátt við ráðstöfun þeirra. „Við erum ánægð með að allir ónotaðir pelsar verði gefnir í dýraathvörf í bæli til að hlúa að særðum og munaðarlausum dýrum,“ segir Olivia sem kveður þessa leið einmitt áður hafa verið farna á Englandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki geta gert upp á milli fjölmargra fátækra og úthluta því ekki pelsum Pelsarnir verða gefnir í þau dýraathvörf sem starfandi eru hér á landi. 25. janúar 2017 10:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er hætt við að úthluta fátækum pelsum sem dýraverndunarsamtökin PETA fluttu til landsins í því skyni. „Skjólstæðingar okkar skipta þúsundum og því getum við ekki gert upp á milli þeirra fjölmörgu sem búa við fátækt á Íslandi. Heimilislausir hafa nú þegar fengið pelsa til að halda á sér hita í óupphituðum húsakynnum og hriplekum kofum,“ segir í tilkynningu Fjölskylduhjálparinnar, sem kveðst munu ráðstafa pelsunum í dýraathvörf hérlendis. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, upplýsti á þriðjudag að tekist hefði að þvo úr tveimur pelsum umdeildar merkingar sem PETA málaði til að hindra endursölu og þar með að pelsarnir yrðu gerðir að féþúfu. Sonul Badiani Hamment, sem fylgdi PETA-pelsunum hingað til lands, tók slíkt hins vegar ekki í mál og sagðist mundu fara með pelsana aftur utan ef það stæði til. Eins og kunnugt er var úthlutun pelsanna gagnrýnd harðlega og sögð meðal annars siðferðislega ámælisverð með því að merkja fátækt fólk sem slíkt og nota það í kynningarstarfsemi. Olivia Jordan, fjölmiðlafulltrúi hjá PETA, segir samtökin áður hafa gefið pelsa með þessum hætti allt frá San Francisco til Sýrlands og ávallt fengið þakkir fyrir. Þau viti af gagnrýni á úthlutun pelsanna hérlendis og séu sátt við ráðstöfun þeirra. „Við erum ánægð með að allir ónotaðir pelsar verði gefnir í dýraathvörf í bæli til að hlúa að særðum og munaðarlausum dýrum,“ segir Olivia sem kveður þessa leið einmitt áður hafa verið farna á Englandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki geta gert upp á milli fjölmargra fátækra og úthluta því ekki pelsum Pelsarnir verða gefnir í þau dýraathvörf sem starfandi eru hér á landi. 25. janúar 2017 10:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Segjast ekki geta gert upp á milli fjölmargra fátækra og úthluta því ekki pelsum Pelsarnir verða gefnir í þau dýraathvörf sem starfandi eru hér á landi. 25. janúar 2017 10:57