Kolbeinn: „Hef aldrei hlustað á umræður í þingsal án þess að vera á netinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 21:25 Kolbeinn segir að sér finnist umræðan um símanotkun þingmanna í þingsal vera skrítin. Vísir/Anton Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna, segir að sér finnist umræðan um notkun þingmanna á farsímum og spjaldtölvum í þingsal vera skrýtin. Þetta kemur fram á Facebook síðu Kolbeins. Töluverð umræða var á samfélagsmiðlum í gær um símanotkun þingmanna í þingsal, á meðan Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína og umræða um hana fór fram í þingsal og sýnt var frá í sjónvarpinu. Sást til margra þingmanna í símum sínum á meðan umræðum fór fram. Þannig hefur til að mynda sést til þingmanna við spilun tölvuleiksins Candy crush á meðan þingfundi stendur.Í færslu sinni segir Kolbeinn að umræðan virðist ganga út frá því að ekki sé hægt að hlusta á fólk tala nema horfa á það og hafa ekkert í höndunum. Því er Kolbeinn ósammála, en að eigin sögn hefur hann aldrei hlustað á umræður í þingsal án þess að vera á netinu um leið, en Kolbeinn er fyrrverandi blaðamaður og segir að sér hafi þrátt fyrir það tekist að skrifa heilu fréttaskýringarnar um umræðurnar. „Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi var ég miskunnarlaust á netinu, Feisbúkk, Twitter, fréttamiðlum, svaraði sms-um og öðrum skilaboðum. En heyrði nú bara býsna vel það sem sagt var í pontu,“ segir Kolbeinn sem segir jafnframt að í dag hafi hann lesið skýrslu verkefnastjórnar um Rammáætlun í þingsal, á meðan hann hafi hlustað á umræður. „Hver veit hvað ég mun lesa á þingfundinum á morgun,“ segir Kolbeinn sem segir að kannski muni hann nú láta verða af því að kaupa sér einfaldan síma, sem kemst ekki á netið. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna, segir að sér finnist umræðan um notkun þingmanna á farsímum og spjaldtölvum í þingsal vera skrýtin. Þetta kemur fram á Facebook síðu Kolbeins. Töluverð umræða var á samfélagsmiðlum í gær um símanotkun þingmanna í þingsal, á meðan Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína og umræða um hana fór fram í þingsal og sýnt var frá í sjónvarpinu. Sást til margra þingmanna í símum sínum á meðan umræðum fór fram. Þannig hefur til að mynda sést til þingmanna við spilun tölvuleiksins Candy crush á meðan þingfundi stendur.Í færslu sinni segir Kolbeinn að umræðan virðist ganga út frá því að ekki sé hægt að hlusta á fólk tala nema horfa á það og hafa ekkert í höndunum. Því er Kolbeinn ósammála, en að eigin sögn hefur hann aldrei hlustað á umræður í þingsal án þess að vera á netinu um leið, en Kolbeinn er fyrrverandi blaðamaður og segir að sér hafi þrátt fyrir það tekist að skrifa heilu fréttaskýringarnar um umræðurnar. „Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi var ég miskunnarlaust á netinu, Feisbúkk, Twitter, fréttamiðlum, svaraði sms-um og öðrum skilaboðum. En heyrði nú bara býsna vel það sem sagt var í pontu,“ segir Kolbeinn sem segir jafnframt að í dag hafi hann lesið skýrslu verkefnastjórnar um Rammáætlun í þingsal, á meðan hann hafi hlustað á umræður. „Hver veit hvað ég mun lesa á þingfundinum á morgun,“ segir Kolbeinn sem segir að kannski muni hann nú láta verða af því að kaupa sér einfaldan síma, sem kemst ekki á netið.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira