Lýsa yfir áhyggjum af stöðu læknamála í Rangárvallasýslu magnús hlynur hreiðarsson skrifar 29. janúar 2017 19:55 Íbúar í Rangárvallasýslu hafa áhyggjur af stöðu læknamála í sýslunni því læknirinn sem hefur þjónað þeim í tæplega þrjátíu ár hefur látið af störfum því hann fær ekki fullt starf. Sveitarstjórnirnar á Hellu og Hvolsvelli ætla að berjast fyrir fullu starfi þannig að læknirinn hætti við að hætta. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir stöðuna í læknamálum á Hellu, Hvolsvelli og sveitunum í kring slæma. Ofan á það bætist allir ferðamennirnir sem fari í gegnum sýsluna eða dvelji í henni á hótelum og þurfa á læknisaðstoð að halda. Það voru alltaf þrír læknar í fullu starfi í sýslunni en eftir kreppu voru stöðuhlutföllin skorin niður í 2,75 stöður og þannig hefur það verið síðan. „Við þurfum með öllum ráðum að ná því að fjölga þessu aftur upp í þrjár stöður, það er bara þannig. Við sjáum það að þetta frábæra fólk sem við höfum haft á að skipa hérna, ef það fær ekki fulla stöðu hér þá er það bara farið eitthvað annað. Það er ekkert hægt að lifa af því. Því miður er það þannig að Þórir Kolbeinsson er líklega að fara frá okkur, sem hefur verið okkar trausta stoð í áratugi og á hér heima og á sína fjölskyldu hér. En hann er bara í þremur fjórðungsstarfi og það finnst okkur ómögulegt. Lykillinn af þessu er bara að auka þetta upp í þrjár stöður og það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Ágúst. Ágúst segir að íbúar í Rangárþingi séu langt frá því að vera sáttir við stöðu læknamála. „Það eru mjög mjög margir með miklar áhyggjur af þessu.“ Þórir Kolbeinsson segist svo gjarnan vilja starfa áfram í Rangárvallasýslu hefði hann fengið fullt starf áfram. „Ég á erfitt með að hugsa mér það að þurfa að leita mér að vinnu í þrjá mánuði á ári meðan ég er búinn að vera hér í föstu starfi. Þannig að eftir íhugun og yfirvegun þá ákvað ég að segja starfi mínu lausu. Það var erfið ákvörðun. Ég er orðinn mjög rótgróinn hér og búinn að koma mér upp hér minni aðstöðu og heimili en mér er misboðið að láta fara svona með mig eftir þetta langa starf,“ segir Þórir. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er búið að ráða lækni í tímabundna afleysingu fyrir Þórir. Þá mun framkvæmdastjórn stofnunarinnar eiga fund á þriðjudaginn með fulltrúum sveitarstjórna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra til að fara yfir læknamálin og önnur mál sem tengjast svæðinu. Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira
Íbúar í Rangárvallasýslu hafa áhyggjur af stöðu læknamála í sýslunni því læknirinn sem hefur þjónað þeim í tæplega þrjátíu ár hefur látið af störfum því hann fær ekki fullt starf. Sveitarstjórnirnar á Hellu og Hvolsvelli ætla að berjast fyrir fullu starfi þannig að læknirinn hætti við að hætta. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir stöðuna í læknamálum á Hellu, Hvolsvelli og sveitunum í kring slæma. Ofan á það bætist allir ferðamennirnir sem fari í gegnum sýsluna eða dvelji í henni á hótelum og þurfa á læknisaðstoð að halda. Það voru alltaf þrír læknar í fullu starfi í sýslunni en eftir kreppu voru stöðuhlutföllin skorin niður í 2,75 stöður og þannig hefur það verið síðan. „Við þurfum með öllum ráðum að ná því að fjölga þessu aftur upp í þrjár stöður, það er bara þannig. Við sjáum það að þetta frábæra fólk sem við höfum haft á að skipa hérna, ef það fær ekki fulla stöðu hér þá er það bara farið eitthvað annað. Það er ekkert hægt að lifa af því. Því miður er það þannig að Þórir Kolbeinsson er líklega að fara frá okkur, sem hefur verið okkar trausta stoð í áratugi og á hér heima og á sína fjölskyldu hér. En hann er bara í þremur fjórðungsstarfi og það finnst okkur ómögulegt. Lykillinn af þessu er bara að auka þetta upp í þrjár stöður og það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Ágúst. Ágúst segir að íbúar í Rangárþingi séu langt frá því að vera sáttir við stöðu læknamála. „Það eru mjög mjög margir með miklar áhyggjur af þessu.“ Þórir Kolbeinsson segist svo gjarnan vilja starfa áfram í Rangárvallasýslu hefði hann fengið fullt starf áfram. „Ég á erfitt með að hugsa mér það að þurfa að leita mér að vinnu í þrjá mánuði á ári meðan ég er búinn að vera hér í föstu starfi. Þannig að eftir íhugun og yfirvegun þá ákvað ég að segja starfi mínu lausu. Það var erfið ákvörðun. Ég er orðinn mjög rótgróinn hér og búinn að koma mér upp hér minni aðstöðu og heimili en mér er misboðið að láta fara svona með mig eftir þetta langa starf,“ segir Þórir. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er búið að ráða lækni í tímabundna afleysingu fyrir Þórir. Þá mun framkvæmdastjórn stofnunarinnar eiga fund á þriðjudaginn með fulltrúum sveitarstjórna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra til að fara yfir læknamálin og önnur mál sem tengjast svæðinu.
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira