Lýsa yfir áhyggjum af stöðu læknamála í Rangárvallasýslu magnús hlynur hreiðarsson skrifar 29. janúar 2017 19:55 Íbúar í Rangárvallasýslu hafa áhyggjur af stöðu læknamála í sýslunni því læknirinn sem hefur þjónað þeim í tæplega þrjátíu ár hefur látið af störfum því hann fær ekki fullt starf. Sveitarstjórnirnar á Hellu og Hvolsvelli ætla að berjast fyrir fullu starfi þannig að læknirinn hætti við að hætta. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir stöðuna í læknamálum á Hellu, Hvolsvelli og sveitunum í kring slæma. Ofan á það bætist allir ferðamennirnir sem fari í gegnum sýsluna eða dvelji í henni á hótelum og þurfa á læknisaðstoð að halda. Það voru alltaf þrír læknar í fullu starfi í sýslunni en eftir kreppu voru stöðuhlutföllin skorin niður í 2,75 stöður og þannig hefur það verið síðan. „Við þurfum með öllum ráðum að ná því að fjölga þessu aftur upp í þrjár stöður, það er bara þannig. Við sjáum það að þetta frábæra fólk sem við höfum haft á að skipa hérna, ef það fær ekki fulla stöðu hér þá er það bara farið eitthvað annað. Það er ekkert hægt að lifa af því. Því miður er það þannig að Þórir Kolbeinsson er líklega að fara frá okkur, sem hefur verið okkar trausta stoð í áratugi og á hér heima og á sína fjölskyldu hér. En hann er bara í þremur fjórðungsstarfi og það finnst okkur ómögulegt. Lykillinn af þessu er bara að auka þetta upp í þrjár stöður og það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Ágúst. Ágúst segir að íbúar í Rangárþingi séu langt frá því að vera sáttir við stöðu læknamála. „Það eru mjög mjög margir með miklar áhyggjur af þessu.“ Þórir Kolbeinsson segist svo gjarnan vilja starfa áfram í Rangárvallasýslu hefði hann fengið fullt starf áfram. „Ég á erfitt með að hugsa mér það að þurfa að leita mér að vinnu í þrjá mánuði á ári meðan ég er búinn að vera hér í föstu starfi. Þannig að eftir íhugun og yfirvegun þá ákvað ég að segja starfi mínu lausu. Það var erfið ákvörðun. Ég er orðinn mjög rótgróinn hér og búinn að koma mér upp hér minni aðstöðu og heimili en mér er misboðið að láta fara svona með mig eftir þetta langa starf,“ segir Þórir. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er búið að ráða lækni í tímabundna afleysingu fyrir Þórir. Þá mun framkvæmdastjórn stofnunarinnar eiga fund á þriðjudaginn með fulltrúum sveitarstjórna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra til að fara yfir læknamálin og önnur mál sem tengjast svæðinu. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Íbúar í Rangárvallasýslu hafa áhyggjur af stöðu læknamála í sýslunni því læknirinn sem hefur þjónað þeim í tæplega þrjátíu ár hefur látið af störfum því hann fær ekki fullt starf. Sveitarstjórnirnar á Hellu og Hvolsvelli ætla að berjast fyrir fullu starfi þannig að læknirinn hætti við að hætta. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir stöðuna í læknamálum á Hellu, Hvolsvelli og sveitunum í kring slæma. Ofan á það bætist allir ferðamennirnir sem fari í gegnum sýsluna eða dvelji í henni á hótelum og þurfa á læknisaðstoð að halda. Það voru alltaf þrír læknar í fullu starfi í sýslunni en eftir kreppu voru stöðuhlutföllin skorin niður í 2,75 stöður og þannig hefur það verið síðan. „Við þurfum með öllum ráðum að ná því að fjölga þessu aftur upp í þrjár stöður, það er bara þannig. Við sjáum það að þetta frábæra fólk sem við höfum haft á að skipa hérna, ef það fær ekki fulla stöðu hér þá er það bara farið eitthvað annað. Það er ekkert hægt að lifa af því. Því miður er það þannig að Þórir Kolbeinsson er líklega að fara frá okkur, sem hefur verið okkar trausta stoð í áratugi og á hér heima og á sína fjölskyldu hér. En hann er bara í þremur fjórðungsstarfi og það finnst okkur ómögulegt. Lykillinn af þessu er bara að auka þetta upp í þrjár stöður og það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Ágúst. Ágúst segir að íbúar í Rangárþingi séu langt frá því að vera sáttir við stöðu læknamála. „Það eru mjög mjög margir með miklar áhyggjur af þessu.“ Þórir Kolbeinsson segist svo gjarnan vilja starfa áfram í Rangárvallasýslu hefði hann fengið fullt starf áfram. „Ég á erfitt með að hugsa mér það að þurfa að leita mér að vinnu í þrjá mánuði á ári meðan ég er búinn að vera hér í föstu starfi. Þannig að eftir íhugun og yfirvegun þá ákvað ég að segja starfi mínu lausu. Það var erfið ákvörðun. Ég er orðinn mjög rótgróinn hér og búinn að koma mér upp hér minni aðstöðu og heimili en mér er misboðið að láta fara svona með mig eftir þetta langa starf,“ segir Þórir. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er búið að ráða lækni í tímabundna afleysingu fyrir Þórir. Þá mun framkvæmdastjórn stofnunarinnar eiga fund á þriðjudaginn með fulltrúum sveitarstjórna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra til að fara yfir læknamálin og önnur mál sem tengjast svæðinu.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira