Fagnar fimmtugsafmælinu á Cancun í skugga sjómannadeilu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2017 14:30 Einn sætasti sigurinn á þjálfaraferli Teits var bikarsigur Stjörnunnar á stórskotaliði KR í Laugardalshöllinni árið 2009. Vísir/Daníel Einn sigursælasti körfuboltamaður Íslandssögunnar, Teitur Örlygsson, fæddist 9. janúar 1967 og er því fimmtugur í dag. Hann var staddur í Leifsstöð á leiðinni til Mexíkó þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann ætlar að vera í viku í Cancun ásamt konu sinni.Teitur Örlygsson þekkir Íslandsmeistarabikarinn betur en flestir.Ekki mikið afmælisbarn Teitur segist vera lítið afmælisbarn og er ekki gefinn fyrir það að halda upp á daginn. „Ég held ég hafi haldið síðast upp á tvítugsafmælið. En það var reyndar mjög gott partí,“ segir hann og bætir við að það hafi bara verið partí eins og menn halda þegar þeir verða tvítugir. Hann segist ekki hafa neina dagskrá fyrir ferðina til Mexíkó. „Þetta verður bara afslöppun, góður matur og sól.“ Auk þess að vera viðloðandi körfuboltaþjálfun starfar Teitur við fiskútflutning og hefur unnið við það í meira en áratug. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða vegna verkfalls sjómanna. „Það er hrikaleg staða þar og leiðinlegt að sjá hvernig þetta er að fara í hart. Þetta virðist bara harðna með hverjum deginum,“ segir Teitur og bætir við að það sé því ágætt að kúpla sig bara út og fara í frí.Fyrstur til að vinna tíu titla Teitur átti farsælan ferli sem körfuboltamaður. Hann lék allan tímann með Njarðvík, ef undanskilið er tímabilið 1996-1997. Þá lék hann með Larissa í Grikklandi. Hann lék samtals 405 deildarleiki og skoraði í þeim 6.579 stig, eða 16,2 stig að meðaltali í leik. Á vef Körfuknattleikssambands Íslands kemur fram að Teitur varð fyrstur leikmanna til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla í úrvalsdeild. Agnar Friðriksson, leikmaður ÍR, vann sama afrek í gömlu 1. deildinni, sem var forveri úrvalsdeildarinnar, á árunum 1962-1977. Eftir að ferli hans sem leikmanns lauk hefur hann verið þjálfari, bæði hjá Njarðvík og Stjörnunni. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Einn sigursælasti körfuboltamaður Íslandssögunnar, Teitur Örlygsson, fæddist 9. janúar 1967 og er því fimmtugur í dag. Hann var staddur í Leifsstöð á leiðinni til Mexíkó þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann ætlar að vera í viku í Cancun ásamt konu sinni.Teitur Örlygsson þekkir Íslandsmeistarabikarinn betur en flestir.Ekki mikið afmælisbarn Teitur segist vera lítið afmælisbarn og er ekki gefinn fyrir það að halda upp á daginn. „Ég held ég hafi haldið síðast upp á tvítugsafmælið. En það var reyndar mjög gott partí,“ segir hann og bætir við að það hafi bara verið partí eins og menn halda þegar þeir verða tvítugir. Hann segist ekki hafa neina dagskrá fyrir ferðina til Mexíkó. „Þetta verður bara afslöppun, góður matur og sól.“ Auk þess að vera viðloðandi körfuboltaþjálfun starfar Teitur við fiskútflutning og hefur unnið við það í meira en áratug. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða vegna verkfalls sjómanna. „Það er hrikaleg staða þar og leiðinlegt að sjá hvernig þetta er að fara í hart. Þetta virðist bara harðna með hverjum deginum,“ segir Teitur og bætir við að það sé því ágætt að kúpla sig bara út og fara í frí.Fyrstur til að vinna tíu titla Teitur átti farsælan ferli sem körfuboltamaður. Hann lék allan tímann með Njarðvík, ef undanskilið er tímabilið 1996-1997. Þá lék hann með Larissa í Grikklandi. Hann lék samtals 405 deildarleiki og skoraði í þeim 6.579 stig, eða 16,2 stig að meðaltali í leik. Á vef Körfuknattleikssambands Íslands kemur fram að Teitur varð fyrstur leikmanna til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla í úrvalsdeild. Agnar Friðriksson, leikmaður ÍR, vann sama afrek í gömlu 1. deildinni, sem var forveri úrvalsdeildarinnar, á árunum 1962-1977. Eftir að ferli hans sem leikmanns lauk hefur hann verið þjálfari, bæði hjá Njarðvík og Stjörnunni.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira