Starfsmenn United Silicon mæta áfram í vinnuna Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. september 2017 20:00 Forsvarsmenn United Silicon hafa ekki áformað að segja upp starfsfólki eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði reksturinn í gærkvöldi. Ákvörðun stofnunarinnar var tilkynnt með bréfi þar sem rakin eru í átta liðum margþætt frávik frá eðlilegum rekstri verksmiðjunnar auk þess sem ítrekað er að yfir þúsund kvartanir hafi borist frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Umhverfisstofnun tilkynnti fyrst um áformaða stöðvun með bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að reksturinn skyldi stöðvaður ekki síðar en 10. september en þó fyrr ef ofn verksmiðjunnar stöðvaðist í klukkustund eða meira, eða færi niður fyrir tiltekið lágmark. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að boltinn væri nú hjá United Silicon, enda væri það þeirra að bregðast við ákvörðuninni og gera nauðsynlegar úrbætur.Vildu ekki viðtal en halda áfram rekstri Forsvarsmenn United Silicon neituðu að veita Fréttastofu viðtal vegna málsins. Kristleifur Andrésson, umhverfis- og öryggisstjóri fyrirtækisins, sagði þó að rekstrinum yrði haldið áfram venju samkvæmt. Þannig myndu allir 85 starfsmenn verksmiðjunnar halda áfram að mæta til starfa og myndu þeir m.a. vinna að þeim úrbótum sem Umhverfisstofnun hefur krafist. Sagði hann enn fremur að ekki væri verið að stöðva starfsemina í heild sinni, enda kveði bréf stofnunarinnar einvörðungu á um að óheimilt sé að endurræsa ofn verksmiðjunnar, fyrr en að undangengnum úrbótum. Það liggur því ekki fyrir hvort og þá hvenær starfsemi kísilverksmiðjunnar verður fram haldið. Ljóst er þó að af því verður ekki fyrr en brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar, en engin tímamörk eru sett um hvenær þeim úrbótum skuli vera lokið. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Forsvarsmenn United Silicon hafa ekki áformað að segja upp starfsfólki eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði reksturinn í gærkvöldi. Ákvörðun stofnunarinnar var tilkynnt með bréfi þar sem rakin eru í átta liðum margþætt frávik frá eðlilegum rekstri verksmiðjunnar auk þess sem ítrekað er að yfir þúsund kvartanir hafi borist frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Umhverfisstofnun tilkynnti fyrst um áformaða stöðvun með bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að reksturinn skyldi stöðvaður ekki síðar en 10. september en þó fyrr ef ofn verksmiðjunnar stöðvaðist í klukkustund eða meira, eða færi niður fyrir tiltekið lágmark. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að boltinn væri nú hjá United Silicon, enda væri það þeirra að bregðast við ákvörðuninni og gera nauðsynlegar úrbætur.Vildu ekki viðtal en halda áfram rekstri Forsvarsmenn United Silicon neituðu að veita Fréttastofu viðtal vegna málsins. Kristleifur Andrésson, umhverfis- og öryggisstjóri fyrirtækisins, sagði þó að rekstrinum yrði haldið áfram venju samkvæmt. Þannig myndu allir 85 starfsmenn verksmiðjunnar halda áfram að mæta til starfa og myndu þeir m.a. vinna að þeim úrbótum sem Umhverfisstofnun hefur krafist. Sagði hann enn fremur að ekki væri verið að stöðva starfsemina í heild sinni, enda kveði bréf stofnunarinnar einvörðungu á um að óheimilt sé að endurræsa ofn verksmiðjunnar, fyrr en að undangengnum úrbótum. Það liggur því ekki fyrir hvort og þá hvenær starfsemi kísilverksmiðjunnar verður fram haldið. Ljóst er þó að af því verður ekki fyrr en brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar, en engin tímamörk eru sett um hvenær þeim úrbótum skuli vera lokið.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira