Fagna 20 árum af sviðsetningu víkingabardaga Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Meðal þess sem Rimmugýgur gerir er að sviðsetja víkingabardaga og almennt víkingatíma. Vísir/Valli Víkingafélagið Rimmugýgur fagnaði á dögunum þeim áfanga að tuttugu ár voru liðin frá því að félagið var formlega stofnað við Öxarárfoss á Þingvöllum þann 7. júní 1997. Rimmugýgur er félag áhugamanna um menningu og bardagalist víkinga. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar. „Við byrjuðum í raun árið 1996, það var Víkingahátíð Hafnarfjarðar árið 1995 sem kveikti áhugann hjá okkur. Við byrjuðum 1996 og tókum þátt í okkar fyrstu hátíð árið 1997 og þá stofnuðum við þetta félag formlega,“ segir Hafsteinn Kúld Pétursson, formaður félagsins. „Það eru um 200 manns sem hafa komið að þessu félagi, virkir félagar núna eru milli 110 og 120. Það eru fleiri svona félög á ferli, en við erum elsta og trúlega stærsta félagið,“ segir Hafsteinn. Félagið sviðsetur víkingatíma. „Við gerum það með handverki og bardögum og því sem til fellur. Við erum með útbúinn fatnað sem á að endurspegla þennan tíma,“ segir Hafsteinn. „Við störfum allt árið. Til að geta sviðsett bardaga án þess að drepa einhvern í alvöru þá þurfum við að æfa og við æfum tvisvar í viku allt árið. Þetta er ágætis íþrótt til að halda sér í formi,“ segir Hafsteinn. Æft er í bílakjallaranum undir verslunarmiðstöðinni Firði. En bogmenn æfa svo einu sinni í viku í Bogfimisetrinu. Þeir sem fást við handverk hafa svo aðstöðu til þess. „Það er hellings umstang í kringum þetta og mikið líf í þessu félagi,“ segir Hafsteinn. Stefnt er að því að halda upp á afmæli félagsins þann 8. til 13. ágúst á Víðistaðatúni og hefur félagið óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar vegna þessa. Í erindi til bæjarins segir að félagið vilji halda veglega afmælishátíð og bjóða fólki frá öðrum víkingafélögum á Íslandi og erlendum vinum að fagna með sér. Félagið hyggst hafa opið almenningi um helgina 11. til 13. ágúst án endurgjalds. Félagið fer meðal annars fram á leyfi til að vera á Víðistaðatúni, grafa eldgryfjur og kveikja elda. Bæjarráð hefur tekið jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Sjá meira
Víkingafélagið Rimmugýgur fagnaði á dögunum þeim áfanga að tuttugu ár voru liðin frá því að félagið var formlega stofnað við Öxarárfoss á Þingvöllum þann 7. júní 1997. Rimmugýgur er félag áhugamanna um menningu og bardagalist víkinga. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar. „Við byrjuðum í raun árið 1996, það var Víkingahátíð Hafnarfjarðar árið 1995 sem kveikti áhugann hjá okkur. Við byrjuðum 1996 og tókum þátt í okkar fyrstu hátíð árið 1997 og þá stofnuðum við þetta félag formlega,“ segir Hafsteinn Kúld Pétursson, formaður félagsins. „Það eru um 200 manns sem hafa komið að þessu félagi, virkir félagar núna eru milli 110 og 120. Það eru fleiri svona félög á ferli, en við erum elsta og trúlega stærsta félagið,“ segir Hafsteinn. Félagið sviðsetur víkingatíma. „Við gerum það með handverki og bardögum og því sem til fellur. Við erum með útbúinn fatnað sem á að endurspegla þennan tíma,“ segir Hafsteinn. „Við störfum allt árið. Til að geta sviðsett bardaga án þess að drepa einhvern í alvöru þá þurfum við að æfa og við æfum tvisvar í viku allt árið. Þetta er ágætis íþrótt til að halda sér í formi,“ segir Hafsteinn. Æft er í bílakjallaranum undir verslunarmiðstöðinni Firði. En bogmenn æfa svo einu sinni í viku í Bogfimisetrinu. Þeir sem fást við handverk hafa svo aðstöðu til þess. „Það er hellings umstang í kringum þetta og mikið líf í þessu félagi,“ segir Hafsteinn. Stefnt er að því að halda upp á afmæli félagsins þann 8. til 13. ágúst á Víðistaðatúni og hefur félagið óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar vegna þessa. Í erindi til bæjarins segir að félagið vilji halda veglega afmælishátíð og bjóða fólki frá öðrum víkingafélögum á Íslandi og erlendum vinum að fagna með sér. Félagið hyggst hafa opið almenningi um helgina 11. til 13. ágúst án endurgjalds. Félagið fer meðal annars fram á leyfi til að vera á Víðistaðatúni, grafa eldgryfjur og kveikja elda. Bæjarráð hefur tekið jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning