Lífið

Borgarfulltrúi myndaði afturenda í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveinbjörg stóð sig vel... til að byrja með.
Sveinbjörg stóð sig vel... til að byrja með. vísir/garðar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, var mætt í dag í Hólavallakirkjugarð til að til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni kvenréttindagsins.

Sveinbjörg nýtti sér farsíma sinn og sýndi fylgjendum sínum á Twitter frá hátíðarhöldunum. Þar tók Ragnheiðar Gröndal meðal annars lagið en Sveinbjörg nýtt sér tækni Periscope til að vera í beinni útsendingu.

Allt gekk vel til að byrja með og bar sig Sveinbjörg sig að eins og sannur fagmaður í útsendingu á netinu. Þegar leið á útsendinguna fór sími Sveinbjargar að síga þannig að við áhorfendum blasti einungis afturendi þeirra sem fyrir framan hana stóðu.

Upptökuna má sjá hér að neðan en uppákoman minnir nokkuð á beina útsendingu sem Elín Hirst, fjölmiðlakona og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bauð upp á þegar hún nýtti Facebook-live í fyrsta skipti.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×