Laugardalur til lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fimm heimaleikjum Íslands. vísir/ernir Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið
EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira