Gott að vera orðinn jafningi í fyrsta sinn Benedikt Bóas skrifar 6. júní 2017 07:00 Nanna Hlín Halldórsdóttir og Navid Nouri ásamt guttanum þeirra Omid. vísir/stefán „Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
„Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira