Gott að vera orðinn jafningi í fyrsta sinn Benedikt Bóas skrifar 6. júní 2017 07:00 Nanna Hlín Halldórsdóttir og Navid Nouri ásamt guttanum þeirra Omid. vísir/stefán „Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira