Kvörtunum hefur snarfækkað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2017 18:45 Ljósbogaofn United Silion virðist vera að ná jafnvægi. vísir/anton brink Kvörtunum vegna lyktamengunar frá kísilverksmiðju United Silicon hefur snarfækkað á undanförnum dögum. Ofninn virðist vera að ná jafnvægi og segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun að verksmiðjan eigi, ef allt er eins og það á að vera, að geta starfað í sátt við umhverfi sitt og nágrenni. Ljósbogaofn United Silicon virðist vera að ná jafnvægi eftir vandræði undanfarna mánuði. Síðustu tíu daga hefur hitastigið í ofninum verið jafnt og samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hafa fáar kvartanir borist. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ekki heldur fengið neinar tilkynningar um öndunarfæravandamál síðustu daga. Slökkt var á ofninum í dag milli klukkan níu og eitt vegna skipulagðs viðhalds en fram að því hefur ofninn verið í gangi eftir að hann var gangsettur aftur eftir að rafskaut brotnaði 25. maí síðast liðinn. Þar áður var slökkt á ofninum í um mánuð og segir öryggisstjóri fyrirtækisins það hafa alltaf legið fyrir að hnökrar yrðu á endurgangsetningu ofnsins sem tæki allt að þrjár vikur. „Eftir svona langt stopp þá er fyllan í ofninum orðin köld og það tekur langan tíma að koma ofninum í jafnvægi. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og í sjálfu sér ekkert komið upp sem að kom á óvart,“ segir Kristleifur Andrésson, framkvæmdastjóri öryggismála hjá United Silicon. „Síðan um þar síðustu helgi þá hefur álag ofnsins verið um þrjátíu megavött. Við viljum auðvitað sjá það fara hærra til þess að hitastigið verði sem mest þannig að það eyði þessum lyktarmengandi efnum út,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Í heildina frá því að ofninn var endurræstur hafa um hundrað og fimmtíu kvartanir borist til Umhverfisstofnunar. „Þeim hefur fækkað verulega frá því að ofninn hefur náð fullu álagi,“ segir Einar. En er ekki komin niðurstaða í greiningu á sýnum sem Umhverfisstofnun hefur sent út til rannsóknar en að hún sé væntanleg á næstu dögum. „Það er búið að eyða í þetta óheyrilegum fjárhæðum. Bæði endurbætur og síðan alls kyns búnaði sem hefur verið bætt við. Framleiðslutapið er mjög stór hluti líka en þetta er eitthvað sem að þarf til og skiptir verulega miklu máli fyrir samfélagið í heild, segir Kristleifur. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir verksmiðjuna eiga að geta starfað í sátt við umhverfi sitt og nágrenni. „Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi og allt verður í lagi,“ segir Einar. Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Ísabella fær loks að blása aftur Ljósbogaofn United Silicon, sem félagið kallar Ísabellu, var ræstur að nýju í gær undir ströngu eftirliti Umhverfisstofnunar. 22. maí 2017 07:00 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 Stefnt að gangsetningu verksmiðju United Silicon á sunnudag Gert með samþykki Umhverfisstofnunar. 19. maí 2017 15:26 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Kvörtunum vegna lyktamengunar frá kísilverksmiðju United Silicon hefur snarfækkað á undanförnum dögum. Ofninn virðist vera að ná jafnvægi og segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun að verksmiðjan eigi, ef allt er eins og það á að vera, að geta starfað í sátt við umhverfi sitt og nágrenni. Ljósbogaofn United Silicon virðist vera að ná jafnvægi eftir vandræði undanfarna mánuði. Síðustu tíu daga hefur hitastigið í ofninum verið jafnt og samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hafa fáar kvartanir borist. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ekki heldur fengið neinar tilkynningar um öndunarfæravandamál síðustu daga. Slökkt var á ofninum í dag milli klukkan níu og eitt vegna skipulagðs viðhalds en fram að því hefur ofninn verið í gangi eftir að hann var gangsettur aftur eftir að rafskaut brotnaði 25. maí síðast liðinn. Þar áður var slökkt á ofninum í um mánuð og segir öryggisstjóri fyrirtækisins það hafa alltaf legið fyrir að hnökrar yrðu á endurgangsetningu ofnsins sem tæki allt að þrjár vikur. „Eftir svona langt stopp þá er fyllan í ofninum orðin köld og það tekur langan tíma að koma ofninum í jafnvægi. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og í sjálfu sér ekkert komið upp sem að kom á óvart,“ segir Kristleifur Andrésson, framkvæmdastjóri öryggismála hjá United Silicon. „Síðan um þar síðustu helgi þá hefur álag ofnsins verið um þrjátíu megavött. Við viljum auðvitað sjá það fara hærra til þess að hitastigið verði sem mest þannig að það eyði þessum lyktarmengandi efnum út,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Í heildina frá því að ofninn var endurræstur hafa um hundrað og fimmtíu kvartanir borist til Umhverfisstofnunar. „Þeim hefur fækkað verulega frá því að ofninn hefur náð fullu álagi,“ segir Einar. En er ekki komin niðurstaða í greiningu á sýnum sem Umhverfisstofnun hefur sent út til rannsóknar en að hún sé væntanleg á næstu dögum. „Það er búið að eyða í þetta óheyrilegum fjárhæðum. Bæði endurbætur og síðan alls kyns búnaði sem hefur verið bætt við. Framleiðslutapið er mjög stór hluti líka en þetta er eitthvað sem að þarf til og skiptir verulega miklu máli fyrir samfélagið í heild, segir Kristleifur. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir verksmiðjuna eiga að geta starfað í sátt við umhverfi sitt og nágrenni. „Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi og allt verður í lagi,“ segir Einar.
Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Ísabella fær loks að blása aftur Ljósbogaofn United Silicon, sem félagið kallar Ísabellu, var ræstur að nýju í gær undir ströngu eftirliti Umhverfisstofnunar. 22. maí 2017 07:00 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 Stefnt að gangsetningu verksmiðju United Silicon á sunnudag Gert með samþykki Umhverfisstofnunar. 19. maí 2017 15:26 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44
Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54
Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00
Ísabella fær loks að blása aftur Ljósbogaofn United Silicon, sem félagið kallar Ísabellu, var ræstur að nýju í gær undir ströngu eftirliti Umhverfisstofnunar. 22. maí 2017 07:00
Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14
Stefnt að gangsetningu verksmiðju United Silicon á sunnudag Gert með samþykki Umhverfisstofnunar. 19. maí 2017 15:26
„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03