Ástandið á leigumarkaði veldur því að fólk lætur gæludýrin frá sér Baldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Vísir/GVA „Húsnæðismál eru ein aðalástæða þess að fólk þarf að láta frá sér dýr,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, en fyrir tilstuðlan félagsins – sem starfað hefur í næstum áratug – hafa tæplega sex þúsund gæludýr fengið nýtt heimili. Þeir dýralæknar og forsvarsmenn dýraspítala, sem Fréttablaðið hefur rætt við, segja að fyrir tilstuðlan Dýrahjálparinnar hafi mörgum gæludýrum verið þyrmt. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir og einn eigenda Dýraspítalans í Víðidal, segir það oft þyngra en tárum taki þegar eina úrræðið sé að lóga dýrunum. Hún segir að það sé alltaf eitthvað um að fólk þurfi að láta aflífa dýrin sín vegna aðstæðna á leigumarkaði en algengt er að gæludýrahald sé ekki leyft í leiguhúsnæði. Það eigi sérstaklega við eldri borgara, sem flytji í þjónustuíbúðir þar sem dýrahald sé bannað. Lísa segir sorglegt hversu oft sé horft fram hjá rannsóknum sem sýni hvaða jákvæðu áhrif gæludýr geti haft á heilsu eldra fólks. Valgerður segir að með tilkomu samfélagsmiðla reynist nú miklu auðveldara en áður að finna dýrum ný heimili. Fleiri séu reiðubúnir að taka að sér stálpuð dýr. „Áður fyrr var eini sénsinn að svæfa – það var enginn markaður,“ segir hún. Valgerður nefnir þó að það sé ekki sjálfgefið að dýrin taki vistaskiptunum vel. Í sumum tilvikum brjótist fram hegðunarvandamál hjá dýrunum sem séu afleiðing streitu. Hún segir að á hverjum degi komi fram fólk sem þurfi, vegna flutninga eða reglna um dýrahald, að láta frá sér dýrin. Fæstum dýrunum sé þó lógað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
„Húsnæðismál eru ein aðalástæða þess að fólk þarf að láta frá sér dýr,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, en fyrir tilstuðlan félagsins – sem starfað hefur í næstum áratug – hafa tæplega sex þúsund gæludýr fengið nýtt heimili. Þeir dýralæknar og forsvarsmenn dýraspítala, sem Fréttablaðið hefur rætt við, segja að fyrir tilstuðlan Dýrahjálparinnar hafi mörgum gæludýrum verið þyrmt. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir og einn eigenda Dýraspítalans í Víðidal, segir það oft þyngra en tárum taki þegar eina úrræðið sé að lóga dýrunum. Hún segir að það sé alltaf eitthvað um að fólk þurfi að láta aflífa dýrin sín vegna aðstæðna á leigumarkaði en algengt er að gæludýrahald sé ekki leyft í leiguhúsnæði. Það eigi sérstaklega við eldri borgara, sem flytji í þjónustuíbúðir þar sem dýrahald sé bannað. Lísa segir sorglegt hversu oft sé horft fram hjá rannsóknum sem sýni hvaða jákvæðu áhrif gæludýr geti haft á heilsu eldra fólks. Valgerður segir að með tilkomu samfélagsmiðla reynist nú miklu auðveldara en áður að finna dýrum ný heimili. Fleiri séu reiðubúnir að taka að sér stálpuð dýr. „Áður fyrr var eini sénsinn að svæfa – það var enginn markaður,“ segir hún. Valgerður nefnir þó að það sé ekki sjálfgefið að dýrin taki vistaskiptunum vel. Í sumum tilvikum brjótist fram hegðunarvandamál hjá dýrunum sem séu afleiðing streitu. Hún segir að á hverjum degi komi fram fólk sem þurfi, vegna flutninga eða reglna um dýrahald, að láta frá sér dýrin. Fæstum dýrunum sé þó lógað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent