Blíðan sem leikið hefur við landsmenn undanfarið tekur enda. Þetta er mat veðurfræðings á Veðurstofunni sem segir að í dag muni ganga í sunnan og suðvestan kalda eða stinning með rigningu og súld, fyrst vestast á landinu, en síðar einnig austanlands. Við þetta muni kólna nokkuð í veðri.
Heldur hægari norðlæg átt á morgun með skúrum víða, en vestlægari sunnantil á landinu og léttir til seinnipartinn. Síðan er spáð norðlægum áttum næstu daga með vætu af og til og svalara veðri en verið hefur.
Hiti yfirleitt 6 til 16 stig að deginum, hlýjast austan- og suðaustanlands á morgun.
Veðurhorfur næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-10, en vestlægari sunnantil í fyrstu. Víða skúrir eða rigning, en styttir upp að mestu seinnipartinn. Hiti frá 8 stigum á Norðurlandi, upp í 17 stig suðaustanlands.
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 og dálítil væta, heldur hvassara með rigningu við suðurströndina, en úrkomulítið norðvestantil á landinu. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 8-15. Rigning norðaustantil á landinu, en annars þurrt. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag:
Vestan og norðvestan 3-10. Lengst af skýjað og sums staðar væta á köflum, en þurrt og bjart með köflum syðra. Hiti frá 4 stigum í innsveitum norðan heiða, upp í 14 stig syðst að deginum.
Á sunnudag:
Breytilega átt lengst af og skýjað með köflum, en rigning S-til seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og vætu, einkum S-lands. Heldur kólnandi.
