Körfubolti

Keppt í nýrri útgáfu af körfubolta á næstu Ólympíuleikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
3X3 körfubolti nýtur æ meiri vinsælda.
3X3 körfubolti nýtur æ meiri vinsælda. vísir/getty
Alþjóða Ólympíunefndin kynnti í dag að 3X3 körfubolti verði meðal nýrra keppnisgreina á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Átta karlalið og átta kvennalið taka þátt í þessari nýju grein á næstu Ólympíuleikum.

Frá 2010 hefur FIBA staðið fyrir alþjóðlegum mótum í 3X3 fyrirkomulaginu. FIBA kynnti 3X3 körfubolta árið 2007 og voru þá settar inn sérstakar reglur og t.a.m. er 12 sekúndna skotklukka. Leikið er á eina körfu og leikurinn er mjög hraður.

FIBA hefur lagt mikla áherslu á uppgang 3X3 og nýtur greinin mikilla vinsælda víða um heim og er öflugt tæki til að efla körfubolta á þeim svæðum þar sem mannvirki og aðbúnaður eru af skornum skammti.

Einnig hafa fámennari lönd nýtt sér þessa útgáfu af körfubolta til að efla íþróttina og þess má geta að Andorra hefur nýtt sér 3X3 og er með mjög öflugt lið á alþjóðavísu í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×