124 útskrifuðust frá Bifröst Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. júní 2017 21:33 Vilhjálmur Egilsson rektor við útskriftarathöfnina í dag. Mynd/Bifröst 124 nemendur voru í dag útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst úr öllum deildum skólans, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Í útskriftarræðu sinni til nemenda vék Vilhjálmur Egilsson rektor að því að skólinn hafi treyst stöðu sína sem gæðaskóli og að áfram verði sótt fram á þeim vettvangi. Þá hafi aðsókn í meistaranám verið sérstaklega góð og hópur meistaranema sem hefji nám í haust verði sá stærsti sem sést hefur. „Það er gaman að fylgjast með Bifrestingum á vinnumarkaðnum. Við sjáum víða fréttir af þeim og lesum um hvað þeir eru að gera og hvernig námið á Bifröst hefur gagnast. Við bíðum spennt eftir því að sjá hvaða afrek útskriftarnemar okkar í dag eiga eftir að vinna. Þau munu örugglega láta að sér kveða,“ sagði Vilhjálmur meðal annars í ræðu sinni. Þá ræddi Vilhjálmur einnig um að stjórn skólans hafi ákveðið að boða til mikils stefnumótunarfundar á Bifröst næsta haust og vonast sé eftir breiðri þátttöku úr hópi aðstandenda skólans, starfsfólki og nemendum. Vonast sé til þess að fundurinn muni styrkja enn frekar innviði skólans og samstöðu. Útskriftarverðlaun hlutu í grunnnámi Þórdís Sif Arnarsdóttir viðskiptadeild, Ásdís Hrönn Pedersen Oddsdóttir, lagadeild og Ingunn Bylgja Einarsdóttir, félagsvísindadeild. Útskriftarverðlaun hlutu í meistaranámi Helga Dröfn Þórarinsdóttir viðskiptadeild, Lilja Björg Ágústsdóttir lagadeild og Ása Fanney Gestsdóttir félagsvísindadeild. Að auki fengu eftirfarandi þrír nemendur felld niður skólagjöld á haustönn í tilefni af framúrskarandi námsárangri, þau Vera Dögg Höskuldsdóttir viðskiptadeild, Sonja Hafdís Pálsdóttir lagadeild og Pétur Steinn Pétursson félagsvísindadeild. Verðlaunanemandi í Háskólagátt var Fanney Valsdóttir. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
124 nemendur voru í dag útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst úr öllum deildum skólans, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Í útskriftarræðu sinni til nemenda vék Vilhjálmur Egilsson rektor að því að skólinn hafi treyst stöðu sína sem gæðaskóli og að áfram verði sótt fram á þeim vettvangi. Þá hafi aðsókn í meistaranám verið sérstaklega góð og hópur meistaranema sem hefji nám í haust verði sá stærsti sem sést hefur. „Það er gaman að fylgjast með Bifrestingum á vinnumarkaðnum. Við sjáum víða fréttir af þeim og lesum um hvað þeir eru að gera og hvernig námið á Bifröst hefur gagnast. Við bíðum spennt eftir því að sjá hvaða afrek útskriftarnemar okkar í dag eiga eftir að vinna. Þau munu örugglega láta að sér kveða,“ sagði Vilhjálmur meðal annars í ræðu sinni. Þá ræddi Vilhjálmur einnig um að stjórn skólans hafi ákveðið að boða til mikils stefnumótunarfundar á Bifröst næsta haust og vonast sé eftir breiðri þátttöku úr hópi aðstandenda skólans, starfsfólki og nemendum. Vonast sé til þess að fundurinn muni styrkja enn frekar innviði skólans og samstöðu. Útskriftarverðlaun hlutu í grunnnámi Þórdís Sif Arnarsdóttir viðskiptadeild, Ásdís Hrönn Pedersen Oddsdóttir, lagadeild og Ingunn Bylgja Einarsdóttir, félagsvísindadeild. Útskriftarverðlaun hlutu í meistaranámi Helga Dröfn Þórarinsdóttir viðskiptadeild, Lilja Björg Ágústsdóttir lagadeild og Ása Fanney Gestsdóttir félagsvísindadeild. Að auki fengu eftirfarandi þrír nemendur felld niður skólagjöld á haustönn í tilefni af framúrskarandi námsárangri, þau Vera Dögg Höskuldsdóttir viðskiptadeild, Sonja Hafdís Pálsdóttir lagadeild og Pétur Steinn Pétursson félagsvísindadeild. Verðlaunanemandi í Háskólagátt var Fanney Valsdóttir.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira