Leysa heimsvandamálin í rakarastólnum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2017 20:00 „Ég mun sakna allra minna góðu viðskiptavina,“ segir Sigurpáll Grímsson, hárskerameistari og eigandi Rakarastofunnar Klapparstíg, en stofunni verður lokað um næstu mánaðamót eftir 99 ára rekstur. Við sama tilefni mun hann leggja skærin á hilluna eftir 50 ára feril. Rakarastofan Klapparstíg var stofnuð árið 1918 og er því eitt elsta fyrirtæki landsins. Stofan hefur verið í rekstri við Klapparstíg í 99 ár. Sigurpáll Grímsson tók við rekstri hennar árið 1967. Hann hefur nú selt húsnæðið við Klapparstíg en veit ekki til þess hvers konar rekstur tekur þar við. Sigurpáll ætlar sökum aldurs að setjast í helgan stein þegar stofan lokar eftir tvær vikur en hann verður 72 ára á þessu ári. „Það sækir auðvitað að mér af og til efi. En ég er búinn að taka þessa ákvörðun og setja á þetta dagsetningu þannig að þetta er bara komið,” segir Sigurpáll.Fjölbreytt starf Hann segir starfið krefjandi, þá sérstaklega líkamlega enda þurfi sterka beinabyggingu til að standa lengi við stólinn.Þetta er krefjandi starf eins og þú segir en hvað er það skemmtilegasta við að vera rakari? „Það er eiginlega bara fjölbreytileikinn Maður veit í raun aldrei hvernig dagurinn verður,” segir Sigurpáll.Viðskiptavinur í 79 ár Hann segir að hann muni sakna mest allra sinna góðu viðskiptavina. Einn þeirra leit við í morgun en hann hefur verið fastakúnni Sigurpáls í 30 ár.Það hlýtur nú að vera svolítið erfitt að kveðja viðskiptavini sem eru búnir að vera lengi hjá þér? „Jú það er það. Það var einn hérna í stólnum hjá mér í vikunni sem leið, háaldraður. Hann sagði að hann væri búinn að vera viðskiptavinur á Rakarastofunni Klapparstíg síðan 1938,” segir Sigurpáll.Pólitíkin rædd og leyst í stólnum Og viðskiptavinirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir – sumir ræða við hann á mjög persónulegum nótum á meðan aðrir vilja ræða daginn og veginn. Og svo er það pólitíkin. „Sko málið er það að heimspólitíkin og pólitíkin hérna heima eru leyst hérna í þessum rakarastól. Og það er sko enginn vandi að leysa þessi vandamál í stólnum. En það getur orðið svolítið verra að framkvæma hugmyndirnar,” segir Sigurpáll. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Ég mun sakna allra minna góðu viðskiptavina,“ segir Sigurpáll Grímsson, hárskerameistari og eigandi Rakarastofunnar Klapparstíg, en stofunni verður lokað um næstu mánaðamót eftir 99 ára rekstur. Við sama tilefni mun hann leggja skærin á hilluna eftir 50 ára feril. Rakarastofan Klapparstíg var stofnuð árið 1918 og er því eitt elsta fyrirtæki landsins. Stofan hefur verið í rekstri við Klapparstíg í 99 ár. Sigurpáll Grímsson tók við rekstri hennar árið 1967. Hann hefur nú selt húsnæðið við Klapparstíg en veit ekki til þess hvers konar rekstur tekur þar við. Sigurpáll ætlar sökum aldurs að setjast í helgan stein þegar stofan lokar eftir tvær vikur en hann verður 72 ára á þessu ári. „Það sækir auðvitað að mér af og til efi. En ég er búinn að taka þessa ákvörðun og setja á þetta dagsetningu þannig að þetta er bara komið,” segir Sigurpáll.Fjölbreytt starf Hann segir starfið krefjandi, þá sérstaklega líkamlega enda þurfi sterka beinabyggingu til að standa lengi við stólinn.Þetta er krefjandi starf eins og þú segir en hvað er það skemmtilegasta við að vera rakari? „Það er eiginlega bara fjölbreytileikinn Maður veit í raun aldrei hvernig dagurinn verður,” segir Sigurpáll.Viðskiptavinur í 79 ár Hann segir að hann muni sakna mest allra sinna góðu viðskiptavina. Einn þeirra leit við í morgun en hann hefur verið fastakúnni Sigurpáls í 30 ár.Það hlýtur nú að vera svolítið erfitt að kveðja viðskiptavini sem eru búnir að vera lengi hjá þér? „Jú það er það. Það var einn hérna í stólnum hjá mér í vikunni sem leið, háaldraður. Hann sagði að hann væri búinn að vera viðskiptavinur á Rakarastofunni Klapparstíg síðan 1938,” segir Sigurpáll.Pólitíkin rædd og leyst í stólnum Og viðskiptavinirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir – sumir ræða við hann á mjög persónulegum nótum á meðan aðrir vilja ræða daginn og veginn. Og svo er það pólitíkin. „Sko málið er það að heimspólitíkin og pólitíkin hérna heima eru leyst hérna í þessum rakarastól. Og það er sko enginn vandi að leysa þessi vandamál í stólnum. En það getur orðið svolítið verra að framkvæma hugmyndirnar,” segir Sigurpáll.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira