Eigendur steypugrunns á Þingvöllum krefjast dráttarvaxta frá þjóðgarðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Grunnurinn. vísir/garðar Ríkið hefur ekki enn keypt steyptan grunn að tæplega 150 fermetra sumarhúsi sem Þingvallanefnd vildi neyta forkaupsréttar að. Kaupverðið sem ganga átti inn í var 70 milljónir króna. Bústaðurinn er á bökkum Þingvallavatns og innan þjóðgarðsins. Í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar til forsætisráðuneytisins, sem þá fór með málefni þjóðgarðsins, kom fram að efasemdir væru um að lóðarhafinn hafi verið innan heimilda við endurbyggingu á fyrri bústað. Fyrirhuguð bygging á grunninum sé í „verulegri andstöðu við gildandi byggingarskilmála innan þjóðgarðsins“ og að „verulegs ósamræmis gætir á milli framkvæmdanna sem þegar eru hafnar og orðalags bókunar nefndarinnar [Þingvallanefndar]“ eins og segir í bréfinu sem frá því í lok október. „Þolinmæði umbjóðenda minna eru takmörk sett,“ segir í bréfi sem Gróa Björg Baldvinsdóttir, lögmaður eigenda húsgrunnsins, sendi Þingvallanefnd þann 1. desember. Benti hún á að forkaupsrétturinn væri útrunninn en gaf nefndinni tíu daga frest til að ganga frá kaupunum. Viku síðar bað Ólafur Örn þjóðgarðsvörður um frest til áramóta. Þingvallanefnd hefðu ekki borist svör um afstöðu forsætisráðuneytisins til fjármögnunar á kaupunum. Ellefu dögum síðar, 19. desember, svaraði Gróa og sagði eigendur húsgrunnsins tilbúna að veita nefndinni frest til 27. desember að uppfylltum skilyrðum. Þá vill lögmaðurinn að Þingvallanefnd staðfesti að greiddir verði dráttarvextir af kaupverðinu frá þeim tímapunkti að 15 dagar voru liðnir frá því að nefndinni var tilkynnt um kaupsamning um grunninn 3. september. Engin gögn eða svör hafa enn borist við útspili lögmannsins. Við ríkisstjórnarskiptin í janúar fluttist málið á forræði umhverfisráðuneytisins frá forsætisráðuneytinu. „Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er að taka við málefnum Þingvallaþjóðgarðs og hefur því ekki tekið afstöðu til hugsanlegra kaupa á umræddri eign,“ segir í svari umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Við þeirri spurningu hvort umhverfisráðuneytið telji forkaupsrétt ríkisins enn virkan eða hvort honum hafi verið fyrirgert með drætti á afgreiðslu málsins fæst aðeins það óbeina svar frá ráðuneytinu að samkvæmt lögum hafi forkaupsréttarhafi 15 daga til að svara skriflega tilboði frá því að honum barst það. „Umbjóðendur mínir hafa upplýst umhverfisráðuneytið um að þeir áskilji sér rétt til að bregðast við með þeim hætti að hagsmunum þeirra verði best borgið af því að þeir hafa verið dregnir á svörum,“ segir Ívar Pálsson, annar lögmaður eigendanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Sjá meira
Ríkið hefur ekki enn keypt steyptan grunn að tæplega 150 fermetra sumarhúsi sem Þingvallanefnd vildi neyta forkaupsréttar að. Kaupverðið sem ganga átti inn í var 70 milljónir króna. Bústaðurinn er á bökkum Þingvallavatns og innan þjóðgarðsins. Í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar til forsætisráðuneytisins, sem þá fór með málefni þjóðgarðsins, kom fram að efasemdir væru um að lóðarhafinn hafi verið innan heimilda við endurbyggingu á fyrri bústað. Fyrirhuguð bygging á grunninum sé í „verulegri andstöðu við gildandi byggingarskilmála innan þjóðgarðsins“ og að „verulegs ósamræmis gætir á milli framkvæmdanna sem þegar eru hafnar og orðalags bókunar nefndarinnar [Þingvallanefndar]“ eins og segir í bréfinu sem frá því í lok október. „Þolinmæði umbjóðenda minna eru takmörk sett,“ segir í bréfi sem Gróa Björg Baldvinsdóttir, lögmaður eigenda húsgrunnsins, sendi Þingvallanefnd þann 1. desember. Benti hún á að forkaupsrétturinn væri útrunninn en gaf nefndinni tíu daga frest til að ganga frá kaupunum. Viku síðar bað Ólafur Örn þjóðgarðsvörður um frest til áramóta. Þingvallanefnd hefðu ekki borist svör um afstöðu forsætisráðuneytisins til fjármögnunar á kaupunum. Ellefu dögum síðar, 19. desember, svaraði Gróa og sagði eigendur húsgrunnsins tilbúna að veita nefndinni frest til 27. desember að uppfylltum skilyrðum. Þá vill lögmaðurinn að Þingvallanefnd staðfesti að greiddir verði dráttarvextir af kaupverðinu frá þeim tímapunkti að 15 dagar voru liðnir frá því að nefndinni var tilkynnt um kaupsamning um grunninn 3. september. Engin gögn eða svör hafa enn borist við útspili lögmannsins. Við ríkisstjórnarskiptin í janúar fluttist málið á forræði umhverfisráðuneytisins frá forsætisráðuneytinu. „Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er að taka við málefnum Þingvallaþjóðgarðs og hefur því ekki tekið afstöðu til hugsanlegra kaupa á umræddri eign,“ segir í svari umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Við þeirri spurningu hvort umhverfisráðuneytið telji forkaupsrétt ríkisins enn virkan eða hvort honum hafi verið fyrirgert með drætti á afgreiðslu málsins fæst aðeins það óbeina svar frá ráðuneytinu að samkvæmt lögum hafi forkaupsréttarhafi 15 daga til að svara skriflega tilboði frá því að honum barst það. „Umbjóðendur mínir hafa upplýst umhverfisráðuneytið um að þeir áskilji sér rétt til að bregðast við með þeim hætti að hagsmunum þeirra verði best borgið af því að þeir hafa verið dregnir á svörum,“ segir Ívar Pálsson, annar lögmaður eigendanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Sjá meira