Áratugur frá Facebook Benedikt Bóas skrifar 6. október 2017 08:00 Einar Bárðason átti átta vini þegar greinin var skrifuð fyrir rúmum áratug. Nú telur vinafjöldinn hans um fimm þúsund manns. "Ef menn eru með dónaskap í ummælum á mínum vegg eða ganga fram af mer með einum eða öðrum hætti þá blokkera ég menn alveg hiklaust. Málfrelsi nettrölla er því alls ekki tryggt hjá mér.“ Vísir „Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann. Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
„Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann.
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning