Áratugur frá Facebook Benedikt Bóas skrifar 6. október 2017 08:00 Einar Bárðason átti átta vini þegar greinin var skrifuð fyrir rúmum áratug. Nú telur vinafjöldinn hans um fimm þúsund manns. "Ef menn eru með dónaskap í ummælum á mínum vegg eða ganga fram af mer með einum eða öðrum hætti þá blokkera ég menn alveg hiklaust. Málfrelsi nettrölla er því alls ekki tryggt hjá mér.“ Vísir „Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann. Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Sjá meira
„Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann.
Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Sjá meira